Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2023

Vitni Margrétar var aldrei bođađ í skýrslutöku í dómsal - rangt ađ ţađ vildi ekki mćta

Í ţessari frétt segir: „Ţá bar vitni vin­ur Mar­grét­ar, sem ţó sagđist ekki mćta í hérađsdóm ţrátt fyr­ir ađ vera stadd­ur í Reykja­vík. Sagđi hann ađ eng­ar hót­an­ir hefđu átt sér stađ, en rifr­ildi á milli ţeirra. Sem fyrr seg­ir taldi dóm­ur­inn vináttu viđ Mar­gréti og ţađ ađ vitniđ vildi ekki mćta fyr­ir dóm­inn rýra trú­verđug­leika ţess. Ţá hafi Mar­grét ekki látiđ vita af vitn­inu fyrr en viđ rekst­ur máls­ins, en ekki viđ rann­sókn máls­ins.“

Ég var stödd í dómsal ţegar skýrslutökur fóru fram og ţegar hringt var í ţrjú vitni; fyrrum kćrasta Margrétar í Frakklandi, og Helga sem er eđa var fastakúnni á Benzin Café, stađnum sem atvikiđ átti sér stađ umrćtt kvöld í ágúst 2018. Í ţriđja lagi var hringt í Emir, starfsmann fjölskyldu Semu til margra ára, sem var ađ vinna á Benzin Café ţetta kvöld.

Vitniđ sem heitir Helgi og fyrirsögn ţessarar fréttar mbl.is vísar til sagđist í símaskýrslu fyrir dómi ţekkja bćđi Margréti og Semu en sagđist ţekkja Semu betur (enda n.k. fastakúnni stađarins). Ađ segja hann hafa veriđ vin Margrétar er ekki rétt, ţau vissu af hvort öđru.

Dómarinn hringdi sem sagt í Helga og spyr hann hvort hann geti komiđ niđur í hérađsdóm ţar sem símsambandiđ vćri slćmt og ţá sagđist Helgi ekki muna ná ţví fyrir lokun dómshússins ţennan dag (u.ţ.b. hálftími eftir af málinu). Ţađ heyrđist illa í Helga og ţess konar skýrslutaka hlýtur ađ teljast annars eđa ţriđja flokks skýrslutaka („halló, halló gćtirđu nokkuđ fariđ ađeins út af veitingastađnum, sambandiđ er svo slćmt"!) 


Helgi hefđi vissulega mćtt fyrir dóm hefđi hann veriđ bođađur eins og gengur og gerist. „Ađ hann hafi ekki vilja mćta,“ er lygi. En Helgi náđi ţó ađ koma ţví ađ í ţessu óskýra símaviđtali ađ hann skildi ekki hvađ ţetta mál vćri ađ gera fyrir dómstólum, „tvćr konur ađ rífast fyrir utan bar.“


Ţađ hefđi aftur á móti vel veriđ hćgt ađ bođa Helga í skýrslutöku, á fimmtudeginum í sömu viku eins og gert var međ
Emir, fyrrum starfsmann Benzin Café, sem var ađ vinna umrćtt kvöld, eins og áđur segir. 

Dómarinn hringdi líka í Emir en ţađ heyrđist líka illa í honum ţar sem hann var ađ vinna og vandrćđagangur međ hátalakerfi í dómsal sem var tengt viđ símann. Algjört fúsk og mjög vandrćđalegt.

Emir sagđist heldur ekki geta komiđ á stađinn áđur en málinu í hérađsdómi lyki (um hálf tíma síđar) en sjálfsagt vćri ađ mćta síđar og var fimmtudagurinn ákveđinn. Ţegar dómari hringdi í hann hafđi hann ekki hugmynd um hvađ máliđ snérist, lögreglan sagđi honum ađeins ađ ţađ yrđi hringt í hann út af sakamáli og hann beđinn ađ gefa skýrslu.

Emir mćtti á fimmudeginum í sömu viku og stađfesti ađ mestu vitnisburđ Margrétar og sagđi Semu hafa veriđ ćsta og viljađ Margréti út af stađnum.

Arnar Ţór lögmađur verjandi Margrétar spurđi saksóknara eftir skýrslutökur (fyrri daginn) hvers vegna vitni Margrétar hafi ekki veriđ bođuđ á stađinn og hún (saksóknarinn) svarađi ţví til ađ hún vissi ţađ ekki, ađ ţađ vćri verk lögreglunnar. 

Lögreglan bođađi sem sagt ekki vitnin í dómsal en spurđi ţau hvort ţau gćtu gefiđ skýrslu símleiđis. Ađeins vitni Semu voru bođuđ á stađinn.


En ţađ er kannski fáum sem dettur í hug ákćruvaldiđ láti nćgja ađ hringja í vitni sem búa á Íslandi. Dómarinn spyr ţau svo hvort ţau geti ekki bara hlaupiđ niđur eftir áđur en málinu lyki í dómssal, um hálf tíma síđar.

„Ţá hafi Mar­grét ekki látiđ vita af vitn­inu fyrr en viđ rekst­ur máls­ins, en ekki viđ rann­sókn máls­ins,“ segir í fréttinni.

Margrét var aldrei látin vita ađ máliđ vćri komiđ á ákćrusviđ. Hún fékk skilabođ frá lögreglustjóranum á höfuđborgarsvćđinu um ađ hún ćtti ađ mćta fyrir dómstóla. Ţađ var verk lögreglunnar ađ sjá til ađ ţess ađ vitni beggja ađila kćmu í dómsal, en ekki ađeins vitni Semu.

Ţetta atriđi og fyrirsögn fréttarinnar er ţví lygi en sýnir fúskiđ og rugliđ í kringum ţetta mál. Ađ ţađ sé hringt í vitni og ţau beđin ađ skjótast niđur eftir međ stuttum fyrirvara, og ef ţau geta ekki bara mćtt í einum grćnum, ţá er sagt ađ vitniđ hafi ekki viljađ mćta!

 


mbl.is Vitni Margrétar vildi ekki mćta í dómsal
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Apríl 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband