Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2021

Svíþjóð undirbýr bótagreiðslur vegna bóluefnaskaða

Birt á frettin.is 

Geir Ágústsson skrifar frá Danmörku:


Mikil áhersla er lögð á að reyna aftengja dauðsföll, lamanir, hjartabilanir, stanslausar blæðingar meðal kvenna, ofþreytu og annað slíkt sem fólk hefur orðið fyrir í kjölfar Covid sprautu frá sjálfum lyfjunum. Er það liður í áróðursherferð yfirvalda víðast hvar til að ná því markmiði að sprauta sem flesta.  

Sum staðar hafa menn þó áttað sig á því að sprauturnar eru ekki eins saklausar og okkur er sagt. Í Svíþjóð hafa yfirvöld nýlega tilkynnt að þau séu að undirbúa greiðslu bóta vegna aukaverkana frá sprautum. Úr fréttatilkynningu sænskra yfirvalda: 

Ekkert orsakasamhengi en bætur færðu nú samt

„Alvarlegar aukaverkanir bóluefnisins gegn Covid eru sjaldgæfar en sem einstaklingur ættir þú að vera viss um að fjárhagslegar bætur séu greiddar ef tjón verður. Með frumvarpi þessu skuldbindur ríkið sig til að greiða bætur vegna tjóns vegna viðurkennds bóluefnis gegn Covid, í þeim tilvikum þar sem bóluefni nær ekki til sænsku lyfjatryggingarinnar eða ef fjármunir sænsku lyfjatryggingarinnar duga ekki, segir Lena Hallengren félagsmálaráðherra.“   

Ekkert orsakasamhengi, en samt er verið að útbúa sérstakt bótakerfi fyrir fólk með aukaverkanir vegna sprautu?  Ekki rímar það mjög vel. Danir hófu raunar að greiða konum bætur vegna aukaverkana í maí.   

Á meðan vita lyfjafyrirtækin alveg að það er ekkert víst að þau fái endalaust leyfi til að framleiða áhættusöm bóluefni og selja fyrir svimandi fjárhæðir án ábyrgðar á afleiðingunum. Þau hafa því hafið kapphlaup um að fá leyfi til að sprauta allt niður í 5 ára börn. Hér skal delta-afbrigðið og tilhæfulaus óttinn í kringum það notað til að þrýsta á yfirvöld að stimpla hraðar en venjulega. 

Fullorðið fólk á vitaskuld að ráða því hvort það lætur sprauta sig með nýstárlegum ófyrirsjáanlegum efnum í von um að mega faðma og ferðast á ný (og fær svo jafnvel ekki að gera neitt slíkt þegar á hólminn er komið). En nú eru börnin komin á skotskífuna og þá þarf almenningur að spyrna við fótum. 

Hér á landi höfðu Sjúkratryggingum borist átta umsóknir um bætur fyrir um tveimur vikum. Fréttablaðið sagði frá.

 


66 fleiri andlát fyrstu sjö mánuðina en að meðaltali síðustu ár

Hagstofa Íslands birti nýlega dánartölur fyrir fyrstu 32 vikur ársins 2021.
 
Fyrstu 32 vikur ársins dóu að meðaltali 45,6 í hverri viku. Síðustu fjögur ár, 2017-2020, dóu að meðaltali 43,6 í hverri viku. Að jafnaði dóu flestir í aldursflokknum 85 ára og eldri yfir tímabilið 2017-2021. Tíðasti aldur látinna fyrstu 32 vikur þessa árs var 89 og 90 en 86 ára fyrir sömu vikur áranna 2017-2020. Í aldursflokknum 70 ára og eldri gætir leitni hækkunar á fjölda látinna árið 2021 fyrir vikur 26 til 32, en fyrir sömu vikur árin 2017-2020 gætti lækkunar.
 

Heildarfjöldi látinna 2021 fyrstu 32 vikurnar er 1460 manns. Sama tala fyrir árið 2020 var 1381, 1365 fyrir árið 2019, 1425 fyrir 2018 og 1405 fyrir árið 2017. Meðaltal áranna 2017-2020 var því 1394 manns. Á þessu ári er fjöldinn 1460 manns. (1460 - 1394 = 66.)

Því smá sjá að 66 fleiri hafi dáið á fyrstu 32 vikum ársins en fyrir meðaltal áranna 2017-2020. 

Í fyrra, á árinu sem kórónuveirufaraldurinn hófst, lækkaði dánartíðni í 628 per 100,000 íbúa frá 629 per 100,000 á árinu 2019. 

Athygli vekur að 66 fleiri skuli hafa látist á fyrstu 32 vikum þessa árs 
en að meðalatali undafarin ár. Í fyrra létust þó 28 einstaklingar með lögheimili á Íslandi af Covid, þar af 14 á Landakoti. Á fyrri helmingi þessa árs hefur aðeins einn einstaklingur með lögheimili hér á landi látist af Covid.

Samkvæmt svari frá Landlæknisembættinu hefur enginn Íslendingur látist af völdum inflúensu frá því í apríl 2020, eða um það bil frá þeim tíma er Covid faraldurinn hófst. Að jafnaði látast um 10 - 20 manns af völdum inflúensu ár hvert.

Hvað veldur þessum umfram" dauðsföllum og þá aðallega meðal eldri hópa sem finna má í tölum Hagstofunnar á þessu ári? Ekki er það inflúensan og ekki er það Covid. Ætla mætti að dauðsföll meðal eldri borgara hefðu átt að lækka eftir að bólusetning við Covid hófst og eins fyrst að inflúensan hefur ekki látið sjá sig í um það bil eitt og hálft ár. 

Engar hugsanlegar skýringar á þessum auknu dauðsföllum er að finna í gögnum Hagstofunnar, en gæti skýringu verið að finna í þeim andlátum sem tilkynnt hafa verið til Lyfjastofnunnar á þessu ári í kjölfar Covid bólusetninga? Í upplýsingum frá Lyfjastofnun er tekið fram að ekki sé grunur um orsakatengsl milli andláta og bólusetninga. En þar er að minnsta kosti hugsanlega að finna 31 „umfram" andlát. Reikna má með að andlát sé frekar tilkynnt til stofnunarinnar ef sterkur grunur leikur á um tengsl andláts og lyfs heldur en að heilbrigðisyfirvöld og/eða aðstandendur sendi tilkynningu til Lyfjastofnunar ef sá látni var við það að gefa upp öndina þegar lyfjagjöfin fór fram.  Þetta þarfnast að minnsta kosti skýringar heilbrigðisyfirvalda. 

Fram kemur í skýrslu Hagstofunnar að rétt sé að benda á að talningar á dánum fyrir árið 2021 eru bráðabirgðatölur og eru líklegar til að vera vanmat á fjölda dáinna, aðallega vegna síðbúinna dánartilkynninga.

 


Bresk stjórnvöld hunsa vísindin - fara þvert á ráðleggingar um bólusetningar ungmenna

BretlandvörnÞessi frétt á BBC segir að JCVI vísindanefndin  mæli gegn bólusetningum ungmenna, meðal annars vegna hættunnar á hjartavöðvabólgu

Viðvörun var einmitt sett á lyfin fyrir nokkrum vikum vegna hættunnar, þó að íslensk yfirvöld hafi þagað um hættuna þar til bólusetningaátaki 16 ára og eldri var lokið. Faglegt, ekki satt? Gott að landlæknir, sóttvarnarlæknir o.fl. hafi fengið álagsgreiðslur. Það er örugglega ekki auðvelt fyrir lækna að þegja yfir því að ungmennum stafi hætta af lyfjum sem þau mæla heilshugar með. En gott að tengdó, og móður hjartalæknis hafi verið kippt út úr bóluefnaveislunni.

Yfirvöld víðsvegar í heiminum segja hættuna af hjartavöðvabólgu litla en það er alls ekki víst. Erfitt getur verið fyrir almenning að greina sjúkdóminn en sérfræðingar þekkja þó einkennin. Fékk barn hjartasérfræðings hér á landi hjartavöðvabólgu eftir bólusetningu? Sjá hér. Helstu einkennin eru mæði, brjóstverkur og sterkur hjartsláttur.

JCVI er sem sagt ráðgjafanefnd breskra stjórnvalda í bólusetningum og eins áður segir mælir hún gegn C-19 bólusetningu ungmenna. Breska ríkisstjórnin ætlar samt sem áður að bólusetja krakkana. Hingað til hefur ríkisstjórnin farið eftir ráðleggingum JCVI. Hér sjáum við gott dæmi um að vísindin og læknisfræðin ráði ekki för, ekki frekar en hér á landi. Það er einfaldlega búið að ákveða að sprauta hvert einasta mannsbarn niður í 6 mánaða aldur og það oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, burt séð frá allri skynsemi og skaða. Hvort þeim sem í raun stjórna þessu átaki muni takast þetta er svo annað mál. 

Síðan er áhugavert að skoða hversu litla vörn bóluefnin veita, en Bretar hafa verið að nota Astra Zeneca að mestu. Samkvæmt þessari samantekt er smitvörn meðal fólks yfir fimmtugu aðeins 15% og 27% meðal fólks undir fimmtugu á Bretlandi. 

Þótt vörn gegn dauðsföllum sé viðunandi meðal fólks yfir fimmtugu, eða 74%, er hún aðeins 22% meðal fólks undir fimmtugu. Þetta sýnir hversu vafasamt það er að vera yfirleitt að bólusetja yngra fólk - þar fer áhættan vegna aukaverkananna að skipta verulegu máli. Hér sjáum við einfaldan útreikning byggðan á opinberum gögnum. Sjá líka mynd ofar.
 
Læt hér fylgja með eina af „uppáhalds" spurningum mínum til Kára vísindamanns, tekin af facebook síðu hans. Vísindamaðurinn og bóluefnasalinn nennti ekki einu sinni að svara manninum sem mældist með ekkert mótefni eftir Astra Zeneca. Lausnin verður líklega: Fáðu þér örvunarskammt" af annarri tegund. Smellið á myndina hér neðar til að sjá betur. Þetta misheppnaða bóluefni sem inniheldur kvefveiru úr simpönsum verndaði ekki heldur apana sem tóku þátt í rannsókn hjá framleiðendum lyfjanna. Sjá hér.

p.s. annað dæmi um lygina með Delta afbrigðið og börnin. Er sóttvarnarlæknirinn okkar að vinna fyrir þjóðina og fylgja vísindum eða?

hemmi

 

 
 

 

 


mbl.is Delta veldur ekki alvarlegri veikindum hjá börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband