Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012

Lýsing ehf. leigu-eða lánssamningar?

Í gærkvöldi sagði fréttastofa Stöðvar 2 frá því að fjármögnunarfyrirtækið Lýsing ehf. hefði vörslusvipt lántakanda bifreið.Lántakandinn var í svokölluðu greiðsluskjóli hjá Umboðsmanni skuldara. Rætt var við upplýsingafulltrúa Umboðsmanns skuldara sem sagði: „Það eru áhöld um það hvort Lýsing sé í rétti að rifta samningum hjá fólki sem er í greiðsluskjóli. Það eru deilur um það hvort þetta séu lánssamningar eða leigusamningar og hvort þetta heyrir þá undir greiðsluskjól."

Nei! Það eru engar deilur um það hvort kaupleigusamningar fjármögnunarfyrirtækjanna séu leigu­­­-eða lánssamningar,  réttara sagt hafa dómstólar landsins þegar úrskurðað í þeim deilum. Samningarnir eru lánssamningar skv. Hæstarétti Íslands!

12. febrúar 2010 tapaði Lýsing ehf. máli gegn lántakanda í Héraðsdómi Reykjavíkur. Gengistrygging við erlenda gjaldmiðla var dæmd ólögleg. Í dómnum segir m.a.: „Þótt samningurinn fjalli um leigu bifreiðar, leigutíma og leigugreiðslur þá er um lánasamning að ræða sem fellur undir lög nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, sbr. 1. gr. þeirra. „

Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms þann 16. júní 2010. Sama dag dæmdi Hæstiréttur í samskonar máli þar sem SP fjármögnun tapaði gegn lántakanda. Í þeim dómi segir m.a.: „Þegar þetta allt er virt verður að líta svo á að stefndi hafi í raun veitt áfrýjanda lán til kaupa á bifreið, sem stefndi kaus í orði kveðnu að klæða í búning leigusamnings í stað þess að kaupa af áfrýjanda skuldabréf, sem tryggt væri með veði í bifreiðinni. Af þessum sökum verður lagt til grundvallar að hér hafi verið um að ræða lánssamning í skilningi VI. kafla laga nr. 38/2001.“ Í dómnum segir að í samningnum sé talað um höfuðstóleftirstöðvarafborganir og vexti... „en slíkt tíðkast í lánssamningum og á engan veginn við í leigusamningum.“ (Leiga er nefnilega ekki með höfuðstól, vexti o.s.frv.).

Í stuttu máli. Það er fyrir löngu búið að dæma að samningar Lýsingar ehf. og annarra fjármögnunarfyrirtækja (sem eru nánast allir eins) séu LÁNSSAMNINGAR! Því er óþolandi að hlusta á ruglið í Lýsingu ehf. og enn verra að heyra starfsfólk Umboðsmanns skuldara apa eftir þeim. Gengistrygging var dæmd ólöleg AF ÞVÍ að þetta eru lánssamningar, það er nefnilega ekki bannað skv. lögum að gengistryggja leigu og því voru lánssamningarnir klæddir í búning leigusamnings þar sem menn vissu að gengistrygging lána væri ólögleg.

Staðreyndin er sú að stjórnendur fjármögnunarfyrirtækjanna gera einfaldlega það sem þeim sýnist, þykjast ekki skilja dóma, segjast ekki þurfa að fara eftir lögum um aðför, rugla í fólki fram og til baka. Og komast upp með það!!


Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband