Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012
14.1.2012 | 16:16
Lýsing ehf. leigu-eða lánssamningar?
Í gærkvöldi sagði fréttastofa Stöðvar 2 frá því að fjármögnunarfyrirtækið Lýsing ehf. hefði vörslusvipt lántakanda bifreið.Lántakandinn var í svokölluðu greiðsluskjóli hjá Umboðsmanni skuldara. Rætt var við upplýsingafulltrúa Umboðsmanns skuldara sem sagði: Það eru áhöld um það hvort Lýsing sé í rétti að rifta samningum hjá fólki sem er í greiðsluskjóli. Það eru deilur um það hvort þetta séu lánssamningar eða leigusamningar og hvort þetta heyrir þá undir greiðsluskjól."
Nei! Það eru engar deilur um það hvort kaupleigusamningar fjármögnunarfyrirtækjanna séu leigu-eða lánssamningar, réttara sagt hafa dómstólar landsins þegar úrskurðað í þeim deilum. Samningarnir eru lánssamningar skv. Hæstarétti Íslands!
12. febrúar 2010 tapaði Lýsing ehf. máli gegn lántakanda í Héraðsdómi Reykjavíkur. Gengistrygging við erlenda gjaldmiðla var dæmd ólögleg. Í dómnum segir m.a.: Þótt samningurinn fjalli um leigu bifreiðar, leigutíma og leigugreiðslur þá er um lánasamning að ræða sem fellur undir lög nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, sbr. 1. gr. þeirra.
Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms þann 16. júní 2010. Sama dag dæmdi Hæstiréttur í samskonar máli þar sem SP fjármögnun tapaði gegn lántakanda. Í þeim dómi segir m.a.: Þegar þetta allt er virt verður að líta svo á að stefndi hafi í raun veitt áfrýjanda lán til kaupa á bifreið, sem stefndi kaus í orði kveðnu að klæða í búning leigusamnings í stað þess að kaupa af áfrýjanda skuldabréf, sem tryggt væri með veði í bifreiðinni. Af þessum sökum verður lagt til grundvallar að hér hafi verið um að ræða lánssamning í skilningi VI. kafla laga nr. 38/2001. Í dómnum segir að í samningnum sé talað um höfuðstól, eftirstöðvar, afborganir og vexti... en slíkt tíðkast í lánssamningum og á engan veginn við í leigusamningum. (Leiga er nefnilega ekki með höfuðstól, vexti o.s.frv.).
Í stuttu máli. Það er fyrir löngu búið að dæma að samningar Lýsingar ehf. og annarra fjármögnunarfyrirtækja (sem eru nánast allir eins) séu LÁNSSAMNINGAR! Því er óþolandi að hlusta á ruglið í Lýsingu ehf. og enn verra að heyra starfsfólk Umboðsmanns skuldara apa eftir þeim. Gengistrygging var dæmd ólöleg AF ÞVÍ að þetta eru lánssamningar, það er nefnilega ekki bannað skv. lögum að gengistryggja leigu og því voru lánssamningarnir klæddir í búning leigusamnings þar sem menn vissu að gengistrygging lána væri ólögleg.
Staðreyndin er sú að stjórnendur fjármögnunarfyrirtækjanna gera einfaldlega það sem þeim sýnist, þykjast ekki skilja dóma, segjast ekki þurfa að fara eftir lögum um aðför, rugla í fólki fram og til baka. Og komast upp með það!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- Ágúst 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2016
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Nóvember 2014
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
Bloggvinir
- aslaugas
- agny
- annaeinars
- danna
- agustkara
- bookiceland
- contact
- einarborgari
- rlingr
- sagamli
- helga-eldsto-art-cafe
- bofs
- sade
- gusg
- noldrarinn
- hafthorb
- hhbe
- hlf
- diva73
- snjolfur
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- kreppan
- jaj
- islandsfengur
- nonniblogg
- nyja-testamentid
- thjodarskutan
- kristinnp
- loncexter
- marinogn
- sighar
- sigurduringi
- sushanta
- viggojorgens
- vilhjalmurarnason
- thorsteinnhelgi
- valli57
- tbs
Af mbl.is
Innlent
- Kennarar hafi ekki svarað foreldrum
- Hann neitaði ekki sök á þessum fundi
- Vilja rannsókn og að FS verði dregið til ábyrgðar
- Rýna í rýmingar á morgun
- Björn segir af sér stjórnarformennsku
- Þrjú snjóflóð og tvö þeirra yfir veg
- Ætla að kæra Sindra fyrir fjárdrátt
- Guðrún hvött til að taka slaginn
- Stefnan foreldrum til skammar og minnkunar
- Neyðarlending á Keflavíkurflugvelli
Erlent
- Svakalega öflug lægð
- Loka starfsstöðvum í kjölfar stéttarfélagsaðildar
- Milei: Sakleysisleg handahreyfing
- Kalla eftir neyðaraðstoð fyrir íbúa
- Fasteignamógúll handtekinn vegna gruns um svik
- Fordæmalaust fárviðri sem gæti orðið sögulegt
- Þúsundir flýja heimili sín á ný
- Rússar telja ekkert nýtt felast í hótunum Trumps
- Við börðumst fyrir þessu í áratugi
- 78 látnir eftir brunann: Ellefu handteknir