Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010
28.5.2010 | 12:24
Hvar er bent á að stóralvarlegt sé .....
Bent sé á að það sé stóralvarlegt ef flokkur komist til valda í Reykjavík sem hafi enga reynslu eða þekkingu á rekstri borgarinnar." Ég las greinina í Wall Street sem linkað er á í þessari frétt. En þetta kemur ekki fram í fréttinni. Er verið að leggja blaðamanni WSJ orð í munn?
(Sé að búið er að breyta orðalaginu í mbl. fréttinni en svona var það fyrr í dag).
Kynnir sér stöðuna í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.5.2010 | 09:47
Mikið af stolnum bílum á markaði!
Bílasala að glæðast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.5.2010 | 22:13
Skilaði SP skattinum?
Það vantar þúsundir reikninga í bókhaldið hjá SP og Avant, var skattinum skilað?
meira hér: Bókhaldsbrot fjármögnunarfyrirtækjanna
Síðan reiknar SP vsk. ofan á viðgerðarkostnað og þjónustu sem aldrei á sér stað. SP rukkar sem sagt viðskiptavini í uppgjörum sínum um vsk. af ímynduðum kostnaði. Engir reikningar eru á bak við þessar upphæðir, bara Word skjal. Kannast Skatturinn við að hafa fengið þennan skatt til sín?
Lækka bílalán um 20-40% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.5.2010 | 21:31
Vörslusviptingar á bifreiðum ólöglegar án dómsúrskurðar!
En svo úrskurðaði, Ástríður Grímsdóttir dómari, í máli Lýsingar í dag, 18. maí 2010. Þetta er mikill áfangasigur í báráttunni við fjármögnunarfyrirtækin sem eru að tapa sér þessa dagana í vörslusviptingum en til þess nota þeir vörslusviptingaraðila án atbeina sýslumanns eða dómstóla. Þessa aðila nota fyrirtækin einnig til að hóta og innheimta fyrir sig. Hér má sjá eitt SMS frá Vörslu ehf. f.h. Lýsingar hf. í dag (sama dag og dómur þessi fellur). : V/ xx/123. Vinsamlegast skilið tækinu annars verður það kært til Lögreglu sem stuldur. Kv. Varsla Ehf. -
Sjá dóminn og umfjöllun um dómana:
http://rlingr.blog.is/blog/rlingr/entry/1056849/
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2010 | 15:06
Bókhaldsbrot fjármögnunarfyrirtækjanna
Á bílasamningum/kaupleigusamningum SP Fjármögnunar og Avant kemur fram að sölureikningur sé fylgiskjal. Einstaklingar sem keyptu bifreiðar á kaupleigu af þessum fyrirtækjum könnuðust þó ekki við að hafa fengið skjalið. Þegar að gengið hafði verið eftir því við fyrirtækin í margar vikur að fá sölureikningana kom í ljós að þeir höfðu aldrei verið gefnir út. Avant svaraði ekki beiðnum um reikninga en SP gaf að lokum út nokkra reikninga, dagsetta í mars 2010, á þá sem höfðu sent inn beiðnir, ekki aðra. Lögmaður SP þakkaði fyrir réttilega ábendingu um villu. (Lýsing virðist hafa gefið út sölureikninga en óljóst með Íslandsbanka Fjármögnun).
Þegar fjármögnunarfyrirtækin kaupa bifreiðar af bílaumboðum fá þau sölureikning frá bílaumboðinu. Sé bifreiðin ónotuð er virðisaukaskattur tilgreindur á reikningi og reiknast sem útskattur hjá bílaumboðinu en innskattur hjá fjármögnunarfyrirtækinu. Þegar fjármögnunarfyrirtækið selur síðan bílinn til einstaklinga eða fyrirtækja á kaupleigu, á fjármögnunarfyrirtækið að gefa út sölureikning á kaupanda/leigutaka og ef bíllin er ónotaður er vsk. tilgreindur á sölureikningi og reiknast sem útskattur á fyrirtækið. Avant og SP vissu að gefa átti út reikninga enda er skráð á kaupleigusamninga að reikningur sé fylgiskjal (sjá lið IV í Avant samningum og lið V í SP samningum).
Þegar reikninga fyrir seldri þjónustu eða varningi vantar í bókhald eins og að framan greinir hljóta menn að spyrja hvort um skattsvik sé að ræða. Var útskatturinn greiddur þrátt fyrir reikningsleysið? Hafa skal í huga að margir lántakendur fengu gengistryggð lán fyrir öllu kaupverði bifreiðarinnar (með vsk.) og eru þar af leiðandi að greiða (eða hafa þegar greitt) fjármögnunarfyrirtækjunum andvirði skattsins tvöfalt og jafnvel meira vegna hruns íslensku krónunnar. Embætti ríkisskattstjóra var tilkynnt um reikningsleysið fyrir u.þ.b. tveimur mánuðum síðan og einnig hefur embættið fengið í hendurnar dæmi um reikninga sem voru gefnir út eftir á. Lántakendur/kaupleigutakar eiga rétt á að fá upplýsingar um það strax hvort virðisaukaskattinum sem þeir greiddu hefur verið skilað til skattsins.
Á heimasíðum fjármögnunarfyrirtækjanna má lesa að kaupleiga er fjármögnunarleið ætluð fyrirtækjum en svokallaður bílasamningur er ætlaður einstaklingum. Lánasamningar sem flestir einstaklingar eru með hjá Avant og SP heita Bílasamningur og Kaupleiga (með litlum stöfum undir). Samningarnir heita sem sagt tveimur nöfnum. Lýsing er ekki með kaupleigusamninga fyrir einstaklinga og skv. upplýsingum frá Lýsingu, er kaupleiga fyrir vsk. bifreiðar. Menn hljóta því að spyrja hvers vegna þúsundir einstaklinga eru með fjármögnunarleið sem ætluð er fyrirtækjum. Þeir sem eru með bílasamninga/kaupleigusamninga eru skráðir umráðamenn bifreiðarinnar skv. ökutækjaskrá en skattalegir eigendur hennar á framtali og eru þar með ábyrgir fyrir öllum gjöldum og sköttum tengdum bifreiðinni. Þó kemur ekki fram á samningum að kaupleigutakar skuli vera skráðir skattalegir eigendur.
Skv. eftirfarandi skýringu ríkisskattstjóra lítur einnig út fyrir að kaupleigusamningar eigi við fyrirtækjarekstur:
Skattaleg meðferð kaupleigusamninga hjá leigutaka er önnur en skattaleg meðferð fjármögnunarleigusamninga, þar sem litið er á kaupleigusamninga eins og kaup á varanlegum rekstrarfjármunum sem ber að eignfæra og afskrifa skv. almennum reglum jafnframt því sem skuldbindingin að baki kaupleigusamningi er talin til skuldar hjá leigutaka."
Í skilmálum lánasamningana SP og Avant stendur að bílasamningur sé í eðli sínu" kaupleigusamningur. Bílasamningur er þó skilgreindur á heimasíðu SP Fjármögnunar sem jafngreiðslulán (annuitet). Samkvæmt túlkun hvers er þá bílasamningur í eðli sínu" kaupleigusamningur? Er það túlkun ríkisskattstjóra sem skráir lántakendur/kaupleigutaka sem skattalega eigendur bifreiðanna eða er það túlkun fjármögnunarfyrirtækjanna? Er ríkisskattstjóri sammála því að bílasamningur sé í eðli sínu kaupleigusamningur? Og er eðlilegt að skrá hluti á skattframtöl einstaklinga sem heita eitt en eru í eðli sínu" eitthvað annað? Er jafngreiðslulán í eðli sínu kaupleiga? Hér er einkennilegt samsull á ferðinni.
Að lokum, þegar upplýsingar úr Rannsóknarskýrslu Alþingis eru settar í samhengi við þessa kaupleigusamninga sem eru óuppsegjanlegir að hálfu kaupleigutaka (mjög athyglisvert atriði) virðist helsta markmið fjármögnunarfyrirtækjanna ekki hafa verið að lána fólki til bifreiðakaupa heldur að stunda gegn því spákaupmennsku og svíkja út úr því fé. Næsti pistill fjallar um þetta.
(Þessi grein var send inn til Morgunblaðsins til birtingar en vegna mikils fjölda greina sem biðu birtinga" var ekki pláss fyrir hana en samt hef ég tekið eftir fullt af nýjum greinum sem hafa birst í blaðinu síðustu daga og voru greinilega sendar inn á eftir þessari.)
Viðskipti og fjármál | Breytt 18.5.2010 kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- Ágúst 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2016
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Nóvember 2014
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
Bloggvinir
- aslaugas
- agny
- annaeinars
- danna
- agustkara
- bookiceland
- contact
- einarborgari
- rlingr
- sagamli
- helga-eldsto-art-cafe
- bofs
- sade
- gusg
- noldrarinn
- hafthorb
- hhbe
- hlf
- diva73
- snjolfur
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- kreppan
- jaj
- islandsfengur
- nonniblogg
- nyja-testamentid
- thjodarskutan
- kristinnp
- loncexter
- marinogn
- sighar
- sigurduringi
- sushanta
- viggojorgens
- vilhjalmurarnason
- thorsteinnhelgi
- valli57
- tbs