Leita í fréttum mbl.is

SP5 myntkarfan er sjóður

Í grein minni í Morgunblaðinu 28. október sl. hélt ég því m.a. fram að á bak við myntkörfur SP - fjármögnunar væru engin erlend lán. Fyrirtækið gat t.d. ekki sýnt fram á  greiðsluyfirlit í erlendu gjaldmiðlunum sem lánið átti að samanstanda af, heldur aðeins yfirlit í íslenskum krónum og SP5 einingum.

Eftir að greinin birtist setti SP tilkynningu á heimasíðu sína, www.sp.is, og sýndi hvernig myntkörfur fyrirtækisins væru reiknaðar.  Fram af því var ekki að finna staf um þessa útreikninga, hvorki á heimasíðu SP né í lánaskjölum.  Útskýringar SP sýna að myntkörfurnar eru einhvers konar sjóðir, þar sem lánsfjárhæð er breytt í einingar.  Lántakendur skulda því einingar í myntkörfum sem hafa ákveðinn stofndag, stofngengi og ákveðinn  „fjölda mynta í körfu“ rétt eins og háttað er með fjárfestingasjóði, t.d. hlutabréfasjóði.

Það þarf ákveðið hugmyndaflug til að veita neytendalán í einhvers konar gjaldeyrisskuldasjóði.  Venjan er að menn fjárfesti í sjóðum, kaupi  einingar (hluti) í von um hækkandi gengi  og ávöxtun á fé.  Að hafa þennan hátt á í bíla- og neytendalánum hlýtur að vera alveg nýtt fyrir flestum.  Engu að síður er það áhugavert að geta nú lesið tilkynningu á heimasíðu lánveitandans  um hvernig lán maður tók fyrir mörgum árum!

Lánin voru kynnt sem erlendar myntkörfur með ákveðnum hlutföllum erlendra gjaldmiðla. Myntkarfan SP5 á  t.d. að samanstanda af  40% EUR, 25% USD, 20% CHF og 15% JPY og er kynnt þannig enn í dag.  Það sem SP útskýrir nú á heimasíðu sinni er „að ekki sé um að ræða hlutfall mynta í körfu heldur fjölda þeirrar ákveðnu myntar í körfunni.“  Samt sem áður er þetta upphaflega hlutfall skráð á marga lánasamninga, þó að það hlutfall eigi aðeins við um stofndag körfunnar.  Með öðrum orðum  var hlutfallið orðið annað þegar lánin voru veitt (utan þeirra sem veitt voru á stofndegi körfunnar, ef einhver.  SP5 myntkarfan var t.d. stofnuð í maí 2004).

Það sem SP staðfestir  með útskýringum sínum er að fyrirtækið er ekki og var ekki að veita erlend lán,  ekki frekar en að þeir sem kaupa einingar í hlutabréfasjóðum eru að kaupa hlutabréf.  Það er tvennt  ólíkt  að fá erlent lán eða lán sem afgreitt er í íslenskum krónum þar sem fjárhæð skuldar er breytt í einingar í sjóði sem fjárfestir í erlendum gjaldeyri og þar sem upphæð afborgana miðast við gengi sjóðsins á hverjum tíma.

Í tilkynningu sinni tekur SP einfalt reikningsdæmi þar sem gert er ráð fyrir að lánið sé vaxtalaust með einni afborgun.  Það sem SP ætti aftur á móti að sýna okkur er raunhæft dæmi, svo sem eina mánaðarlega afborgun af höfuðstól með vöxtum.  Hvernig eru vextir reiknaðir á skuld í einingum? Vextir eru til að mynda ekki reiknaðir á hluti í hlutabréfasjóðum heldur á lánsfjárhæðir, inn- og útlán í peningum.

SP-fjármögnun skuldar lántakendum skýringar á því hvers vegna hlutföll myntkörfunnar eru önnur en  skráð eru á fjölda lánasamninga. Það getur skipt verulegu máli fyrir lántakendur hvort þeir fái lán í þessum bílalánaskuldasjóði þegar  t.d. hlutfall jensins  er 15% eða 16% eða bandaríska dollarans 21% eða 25%. Að sama skapi getur þetta að sjálfsögðu breytt heilmiklu fyrir hagnað SP-fjármögnunar.


mbl.is Gert að greiða myntkörfulán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Athyglisverð lesning.  Smá stafarugl í fyrirsögn sem þú ættir að leiðrétta. 

Anna Einarsdóttir, 3.12.2009 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband