21.11.2009 | 10:10
Myntkörfurnar eru sjóðir
Í grein minni í Morgunblaðinu 28. október sl. hélt ég því m.a. fram að á bak við myntkörfur SP - fjármögnunar væru engin erlend lán. Fyrirtækið gat t.d. ekki sýnt fram á greiðsluyfirlit í erlendu gjaldmiðlunum sem lánið átti að samanstanda af, heldur aðeins yfirlit í íslenskum krónum og SP5 einingum.
Eftir að greinin birtist setti SP tilkynningu á heimasíðu sína, www.sp.is, og sýndi hvernig myntkörfur fyrirtækisins væru reiknaðar. Fram af því var ekki að finna staf um þessa útreikninga, hvorki á heimasíðu SP né í lánaskjölum. Útskýringar SP sýna að myntkörfurnar eru einhvers konar sjóðir, þar sem lánsfjárhæð er breytt í einingar. Lántakendur skulda því einingar í myntkörfum sem hafa ákveðinn stofndag, stofngengi og ákveðinn fjölda mynta í körfu rétt eins og háttað er með fjárfestingasjóði, t.d. hlutabréfasjóði.
Það þarf ákveðið hugmyndaflug til að veita neytendalán í einhvers konar gjaldeyrisskuldasjóði. Venjan er að menn fjárfesti í sjóðum, kaupi einingar (hluti) í von um hækkandi gengi og ávöxtun á fé. Að hafa þennan hátt á í bíla- og neytendalánum hlýtur að vera alveg nýtt fyrir flestum. Engu að síður er það áhugavert að geta nú lesið tilkynningu á heimasíðu lánveitandans um hvernig lán maður tók fyrir mörgum árum!
Lánin voru kynnt sem erlendar myntkörfur með ákveðnum hlutföllum erlendra gjaldmiðla. Myntkarfan SP5 á t.d. að samanstanda af 40% EUR, 25% USD, 20% CHF og 15% JPY og er kynnt þannig enn í dag. Það sem SP útskýrir nú á heimasíðu sinni er að ekki sé um að ræða hlutfall mynta í körfu heldur fjölda þeirrar ákveðnu myntar í körfunni. Samt sem áður er þetta upphaflega hlutfall skráð á marga lánasamninga, þó að það hlutfall eigi aðeins við um stofndag körfunnar. Með öðrum orðum var hlutfallið orðið annað þegar lánin voru veitt (utan þeirra sem veitt voru á stofndegi körfunnar, ef einhver. SP5 myntkarfan var t.d. stofnuð í maí 2004).
Það sem SP staðfestir með útskýringum sínum er að fyrirtækið er ekki og var ekki að veita erlend lán, ekki frekar en að þeir sem kaupa einingar í hlutabréfasjóðum eru að kaupa hlutabréf. Það er tvennt ólíkt að fá erlent lán eða lán sem afgreitt er í íslenskum krónum þar sem fjárhæð skuldar er breytt í einingar í sjóði sem fjárfestir í erlendum gjaldeyri og þar sem upphæð afborgana miðast við gengi sjóðsins á hverjum tíma.
Í tilkynningu sinni tekur SP einfalt reikningsdæmi þar sem gert er ráð fyrir að lánið sé vaxtalaust með einni afborgun. Það sem SP ætti aftur á móti að sýna okkur er raunhæft dæmi, svo sem eina mánaðarlega afborgun af höfuðstól með vöxtum. Hvernig eru vextir reiknaðir á skuld í einingum? Vextir eru til að mynda ekki reiknaðir á hluti í hlutabréfasjóðum heldur á lánsfjárhæðir, inn- og útlán í peningum.
SP-fjármögnun skuldar lántakendum skýringar á því hvers vegna hlutföll myntkörfunnar eru önnur en skráð eru á fjölda lánasamninga. Það getur skipt verulegu máli fyrir lántakendur hvort þeir fái lán í þessum bílalánaskuldasjóði þegar t.d. hlutfall jensins er 15% eða 16% eða bandaríska dollarans 21% eða 25%. Að sama skapi getur þetta að sjálfsögðu breytt heilmiklu fyrir hagnað SP-fjármögnunar.
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkur: Fjármál | Breytt 7.12.2009 kl. 18:42 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- Ágúst 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2016
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Nóvember 2014
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
Bloggvinir
- aslaugas
- agny
- annaeinars
- danna
- agustkara
- bookiceland
- contact
- einarborgari
- rlingr
- sagamli
- helga-eldsto-art-cafe
- bofs
- sade
- gusg
- noldrarinn
- hafthorb
- hhbe
- hlf
- diva73
- snjolfur
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- kreppan
- jaj
- islandsfengur
- nonniblogg
- nyja-testamentid
- thjodarskutan
- kristinnp
- loncexter
- marinogn
- sighar
- sigurduringi
- sushanta
- viggojorgens
- vilhjalmurarnason
- thorsteinnhelgi
- valli57
- tbs
Athugasemdir
Flott færsla. Sýnir enn og aftur að vegir fjármálafyrirtækjanna eru órannsakanlegir. Þau breyta forsendum oftar en sumir skipta um nærbuxur
Marinó G. Njálsson, 21.11.2009 kl. 17:28
Sat fund með SP fjámögnun sl. miðvikudag ásamt viðskiptavini SP sem hafði óskað eftir útskýringum á bílasamningi sínum. Haraldur Ólafsson hjá SP ásamt Herbert Arnarsyni hétu því að töfra fram gögn sem sýndu að SP hefði framlánað erlent lán til fjármögnunar á bílasamningi viðskiptavinarins.
Enn hafa þessi gögn ekki komið fram.
Við lok þessa tveggja tíma fundar kom fram að ég sæti í varastjórn Hagsmunasamtaka heimilanna sem varð til þess að þeir flugu nánast upp úr sætum sínum.
Það alvarlegasta er að SP fjármögnun lýgur að viðskiptavinum sínum á heimasíðu sinni og beitir alvarlegum blekkingum til að fá fólk til að gangast við ólögmætum lánasamningum.
Á heimasíðunni má finna kassa sem stendur á "Greiðslulækkun" smellir þú á hann ferðu inn í ferli ;að sækja um greiðsluföfnun. ÞAÐ ER EINA SKIPTIÐ Í FERLINU ÞAR SEM TALAÐ ER UM GREIÐSLUJÖFNUN!
Í öllum eftirfarandi greinum er talað um "Silmálabreytingu" sem engin skyldi skrifa undir án fyrirvara: Með fyrirvara um lögmæti samnings og betri rétt neytanda + uphafsstafi sína.
Hólmsteinn Brekkan (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 00:34
Er að leita af lántakendum sem eru með myntkörfurnar SP1, SP2, Sp3 eða SP4 hjá SP. Af öllum þeim sem eru með lán hjá SP sem ég hef talað við er enginn með neitt annað en SP5 eða blöndu af JPY/CHF. Þarfnast frekari skoðunar.
Þórdís (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 19:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.