Leita í fréttum mbl.is

Forsetakosningar: Viðsnúningur að hætti Ólafs Ragnars?

katrinórg
 
Ég birti þennan pistil á Nútímanum í dag og endurbirti hér. Að gamni má geta þess að sjálf hef ég alltaf verið hrifinn af Ögmundi Jónassyni (VG) og myndi líklega nefna hann sem minn uppáhalds stjórnmálamann í gegnum tíðina.
 

Hér kemur greinin:


Einn af þekktari og óvæntari atburðum í íslenskri stjórnmálasögu er þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, skipti um fylgi ef svo má að orði komast. Í upphafi síns ferils naut Ólafur Ragnar helst fylgis í herbúðum sem sumir kalla vinstri, en síður hjá hægrimönnum. Undir lokin voru það hins vegar hægrimenn sem báru hann uppi. Nú virðist svipað vera að gerast enn á ný.

Katrín Jakobsdóttir, sem var og er reyndar enn eftir því sem best er vitað í VG, nær miklu fylgi meðal kjósenda flokka sem oft eru taldir spanna frá miðju til hægri. Hún nýtur reyndar stuðnings alveg úti á jaðri; Hannes Hólmstein Gissurarson styður hana með áberandi hætti. Þessu er öfugt farið með Arnar Þór Jónsson, sem var einu sinni í Sjálfstæðisflokknum.

Tómas Ísleifsson, þekktur innanbúðarmaður í VG styður Arnar Þór með rökum sem hann segir frá í Morgunblaðinu nýlega. Morgunblaðið sjálft hampar helst nokkrum frambjóðendum sem eiga það sameiginlegt að hafa verið í framboði fyrir VG eða Samfylkingu, eða tala eins og þeir væru það. Moggi hampar ekki Arnari Þór, sem hefur sagt upp áskriftinni að blaðinu. Á hinn bóginn hefur Arnar Þór Jónsson oftar en einu sinni verið gestur á Samstöðinni.

Ætli þetta sé undanfari fylgisaukningar Arnars Þórs; að hann sópi að sér fylgi fullveldissinna af vinstri kantinum, taki með sér stóran hóp hægrimanna, og landi kosningunum? Það skyldi þó aldrei vera.




 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Mikið væri það óskandi.

Sigurður Kristján Hjaltested, 25.5.2024 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband