25.5.2024 | 12:56
Forsetakosningar: Viðsnúningur að hætti Ólafs Ragnars?
Hér kemur greinin:
Einn af þekktari og óvæntari atburðum í íslenskri stjórnmálasögu er þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, skipti um fylgi ef svo má að orði komast. Í upphafi síns ferils naut Ólafur Ragnar helst fylgis í herbúðum sem sumir kalla vinstri, en síður hjá hægrimönnum. Undir lokin voru það hins vegar hægrimenn sem báru hann uppi. Nú virðist svipað vera að gerast enn á ný.
Katrín Jakobsdóttir, sem var og er reyndar enn eftir því sem best er vitað í VG, nær miklu fylgi meðal kjósenda flokka sem oft eru taldir spanna frá miðju til hægri. Hún nýtur reyndar stuðnings alveg úti á jaðri; Hannes Hólmstein Gissurarson styður hana með áberandi hætti. Þessu er öfugt farið með Arnar Þór Jónsson, sem var einu sinni í Sjálfstæðisflokknum.
Tómas Ísleifsson, þekktur innanbúðarmaður í VG styður Arnar Þór með rökum sem hann segir frá í Morgunblaðinu nýlega. Morgunblaðið sjálft hampar helst nokkrum frambjóðendum sem eiga það sameiginlegt að hafa verið í framboði fyrir VG eða Samfylkingu, eða tala eins og þeir væru það. Moggi hampar ekki Arnari Þór, sem hefur sagt upp áskriftinni að blaðinu. Á hinn bóginn hefur Arnar Þór Jónsson oftar en einu sinni verið gestur á Samstöðinni.
Ætli þetta sé undanfari fylgisaukningar Arnars Þórs; að hann sópi að sér fylgi fullveldissinna af vinstri kantinum, taki með sér stóran hóp hægrimanna, og landi kosningunum? Það skyldi þó aldrei vera.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- Ágúst 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2016
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Nóvember 2014
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
Bloggvinir
- aslaugas
- agny
- annaeinars
- danna
- agustkara
- bookiceland
- contact
- einarborgari
- rlingr
- sagamli
- helga-eldsto-art-cafe
- bofs
- sade
- gusg
- noldrarinn
- hafthorb
- hhbe
- hlf
- diva73
- snjolfur
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- kreppan
- jaj
- islandsfengur
- nonniblogg
- nyja-testamentid
- thjodarskutan
- kristinnp
- loncexter
- marinogn
- sighar
- sigurduringi
- sushanta
- viggojorgens
- vilhjalmurarnason
- thorsteinnhelgi
- valli57
- tbs
Athugasemdir
Mikið væri það óskandi.
Sigurður Kristján Hjaltested, 25.5.2024 kl. 13:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.