19.5.2024 | 16:47
Halldór teiknar Arnar Þór í nasistabúningi
Skopmyndateiknarar hafa oftast meira frelsi en aðrir til að ýkja raunveruleikann og móðga fólk, sérstaklega stjórnmálamenn.
En það kemur líka fyrir að þeir séu reknir úr starfi. Dagblaðið Guardian rak t.d einn slíkan á síðasta ári. Það var teiknarinn Steve Bell, sem hefur lengi verið skopmyndateiknari. Hann á að hafa neitað að birta teikningu af Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sem gagnrýnendur sögðu að byggði á gyðingahatri.
Ástralski skopmyndateiknarinn Michael Leunig var rekinn frá blaðinu The Age árið 2021.
Hann teiknaði mynd í tengslum við skyldubólusetningar í Ástralíu á Covid-tímum. Þar er Covid-bólusetningum líkt við morðin á Torgi hins himneska friðar. Gangrýnin beinst að ríkisstjórn Ástralíu.
Þá voru á síðasti ári þrír verðlauna -skopmyndateiknarar reknir á einum degi í Bandaríkjunum. Sjá nánar hér.
Í gær birti Vísir teikningu eftir Halldór af nokkrum forsetaframbjóðendum. Þar var Arnar Þór Jónsson klæddur í nasistabúning. Það má glögglega sjá ef myndir af þess konar búningum eru skoðaðar. Ekki sést í hakakrossinn á rauða borðanum á hægri handlegg en búningurinn er SS liðsforingjabúningur (þ. traditionsanzug der SS unterscharführer): Brún skyrta, svart bindi, rauður borði á vinstri handlegg, axlabelti og svartar pokaðar reiðbuxur.
Arnar sagði á facebook í gær að hann hafi sent kæru til siðanefndar Blaðamannafélag Íslands vegna myndarinnar. Að þarna hafi menn farið yfir strikið og brotið lög og bendir á að hann sé þarna settur í búning sem stangast á við allan hans boðskap, eða einmitt það sem hann hefur talað gegn.
Arnar var t.d. eini þingmaðurinn sem gagnrýndi ofríki og valdníðslu yfirvalda á Covid-tímum, kallaði einnig eftir því með opnu bréfi í Mogganum 2022 (sjá neðar) að læknar myndu lýsa því yfir að Covid-sprautuefnin sem þeir vildu m.a.s. sprauta í börnin væru í raun örugg.
Enginn læknir svaraði. Arnar benti margoft á að yfirvöld hafi farið út fyrir vald sitt og brotið á fólki í nafni öryggis. Við vitum í dag hverslags blekkingar og lygar voru þarna í gangi. Hættan stórlega ýkt og ungt og hraust fólk sprautað með skaðlegum efnum.
Það verður því áhugavert að sjá hvað siðanefnd BÍ segir um teikningu Halldórs í Vísi. Við vitum að Ásdís Rán er fyrirsæta og Baldur samkynhneigður og að Katrín og Sjálfstæðisflokkurinn vinna náið saman. En er Arnar Þór nasisti eða hefur hann með einhverjum hætti lýst aðdáun sinni eða stuðningi á þess konar stjórnarháttum? Hefur hann ekki einmitt talað þvert á ofríki og valdboð í samfélaginu? Er í lagi að kalla (teikna) menn nasista og þá um leið fjöldamorðingja bara í gríni?
Hér má einnig sjá dæmi um ástralska stjórmálamenn frá því í fyrra sem hótuðu dagblaði málsókn vegna skopmyndar sem líkti þeim við nasista.
Bréf Arnars til lækna árið 2022.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- Ágúst 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2016
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Nóvember 2014
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
Bloggvinir
- aslaugas
- agny
- annaeinars
- danna
- agustkara
- bookiceland
- contact
- einarborgari
- rlingr
- sagamli
- helga-eldsto-art-cafe
- bofs
- sade
- gusg
- noldrarinn
- hafthorb
- hhbe
- hlf
- diva73
- snjolfur
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- kreppan
- jaj
- islandsfengur
- nonniblogg
- nyja-testamentid
- thjodarskutan
- kristinnp
- loncexter
- marinogn
- sighar
- sigurduringi
- sushanta
- viggojorgens
- vilhjalmurarnason
- thorsteinnhelgi
- valli57
- tbs
Athugasemdir
Mér þykir svosem ekkert sérstakt við þessa teikningu að athuga, höfundur afhjúpar sitt eðli og ekki í fyrsta skipti.
En að kalla Halldór þennan "skopmyndateiknara" er helst til yfirdrifið. Allir geta teiknað og það getur hann. En ekki er öllum húmor gefinn og Halldór þessi er sönnun fyrir því.
Aldrei hefur mér stokkið bros á vör yfir þessu kroti hans.
Vonadi að þessi húmorslausi og hæfileikalausi krotari finni sér starfsvettvang þar sem hæfileikar hans njóta sín en þeir eru ekki þarna.
Bjarni (IP-tala skráð) 20.5.2024 kl. 01:29
Bjarni; "höfundur afhjúpar sitt eðli og ekki í fyrsta skipti"; hvaða höfund ertu að tala um? bloggarann eða Halldór teiknara?
Rangt er að segja að allir geti teiknað og teikningar Halldórs eru ekki krot.
Það ætti að vera öllum ljóst að það er ekkert í málflutningi Arnar Þórs sem vísar í Nasisma. Þar af leiðandi hefur bloggari rétt fyrir sér.
Bragi (IP-tala skráð) 20.5.2024 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.