Leita í fréttum mbl.is

Leynd hvílir yfir flugi erlenda ferðmannsins með mislingana

mislingavél1Í Morgunblaðinu 25. janúar sl. er haft eftir sóttvarnalækni að þátttaka í bólusetningu gegn mislingum hafi farið dvínandi hér á landi, að það sé áhyggjuefni og landið viðkvæmt fyrir útbreiðslu mislinga.

Og viti menn, aðeins nokkrum dögum síðar, 31. jan., á hingað að hafa komið erlendur ferðamaður sem greinist með mislinga á Landspítalanum og hann settur í einangrun. Og upp hófst mikið fár:
„farið í bólusetningu, óbólusettir í mikilli hættu!“


Fyrirspurn var send á sóttvarnalækni sunnudaginn 4.feb. þess efnis hvort allir þeir sem voru í fluginu með hinum smitaða hefðu verið upplýstir. playmislingar4

Svar sóttvarnalæknis var að svo væri. En sama dag var bætt við leiðréttingu í frétt embættisins. Ferðamaðurinn kom víst ekki til landsins 31. jan. heldur 1. feb. Hann fékk útbrot þann 1. feb. og leitaði til heilbrigðisþjónustu 2. feb. segir í fréttinni. Hann fær sem sagt útbrot sama dag og hann er á ferð og flugi.

Haft var samband við upplýsingafulltrúa Icelandair sem sagði að þetta hafi líklega ekki verið með þeirra vél, upplýsingafulltrúinn virtist auk þess ekki hafa heyrt af atvikinu.

Fyrirspurn var þá send á flugfélagið Play sem svarar því að maðurinn hafi komið frá Kaupmannahöfn 31. janúar, ekki 1.febrúar. Sjá hluta úr samtali á mynd. 

Skv. þessu og leiðréttingu sóttvarnalæknis voru upplýsingar um smithættu sendar á ranga flugfarþega (Landspítalinn upplýsir sóttvarnalækni um smitið sem upplýsir flugfélagið og annað hvort sendir flugfélagið eða sóttvarnalæknir boð til farþega).

Ítrekað var reynt að fá svar við því með hvaða flugi maðurinn kom. En svör sóttvarnalæknis voru að það skipti ekki máli, að samband hefði verið haft við þá sem málið varðaði og að erlendi ferðamaðurinn hafi komið 1. feb. en ekki 31. jan. eins og fyrst var sagt. Upplýsingafulltrúi Landspítalans svaraði ekki, ekki landlæknir og ekki upplýsingafulltrúi heilbrigðisráðuneytisins. 

Hingað til hafa greinargóðar upplýsingar fylgt með fréttum af þessu tagi; flugnúmer, flugfélag, komu-og brottfarastaður, sjá t.d. hér og hér. En núna virðist alls ekki mega segja með hvaða flugi maðurinn kom. Hafi hann komið 1.feb. þá var hann sem sagt með útbrot í fluginu eða fékk þau strax eftir komuna til landsins, kannski í fríhöfninni eða með flugrútunni í bæinn!

Nýlega segir sóttvarnarlæknir síðan frá því að engin fleiri smit hefðu fundist. Sem hlýtur að vera nokkuð gott fyrst að líkurnar á að smita aðra séu 90% og ferðamaðurinn annað hvort kominn með útbrot í vélinni eða fengið strax við komuna til landsins. 

Og fyrst að það er leyndarmál með hvaða flugi maðurinn kom, mætti spyrja hvort þessi saga sé sönn eða hvort hér sé verið að skapa hysteríu og smala fólki í bólusetningar.

Yfirlæknir á Landspítala skrifar grein í Mogga og segir mislinga á 19.öld hafa fellt fleiri en spænska veikin o.s.frv. Samfélagsmiðlar loguðu og mæður sögðu m.a. að skylda ætti svona bólusetningar sem hefðu bjargað mörgum mannslífum.

Er það bóluefnum að þakka?

Að lokum má nefna að dauðsföll af völdum mislinga og annarra smitsjúkdóma voru þegar að líða undir lok, m.a. með tilkomu aukins hreinlætis, hreins vatns, betri geymsluaðferða á matvælum o.fl., þegar bóluefnin komu til sögunnar og því er  spurning hvort verið sé að eigna lyfjafyrirtækjunum eitthvað sem þau ekki eiga.  Sjá td. mynd úr skjali Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, bls. 85. (Byrjað var að bólsuetja við mislingum á Íslandi 1976).

 

línuritmislingar

 



 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sama með aðra sjúkdóma. Takið eftir að ekkert bóluefni kom fyrir skarlatsótt en dauðsföll af völdum hennar fjöruðu samt út.


bólusetn.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband