Leita í fréttum mbl.is

Vitni Margrétar var aldrei boðað í skýrslutöku í dómsal - rangt að það vildi ekki mæta

Í þessari frétt segir: „Þá bar vitni vin­ur Mar­grét­ar, sem þó sagðist ekki mæta í héraðsdóm þrátt fyr­ir að vera stadd­ur í Reykja­vík. Sagði hann að eng­ar hót­an­ir hefðu átt sér stað, en rifr­ildi á milli þeirra. Sem fyrr seg­ir taldi dóm­ur­inn vináttu við Mar­gréti og það að vitnið vildi ekki mæta fyr­ir dóm­inn rýra trú­verðug­leika þess. Þá hafi Mar­grét ekki látið vita af vitn­inu fyrr en við rekst­ur máls­ins, en ekki við rann­sókn máls­ins.“

Ég var stödd í dómsal þegar skýrslutökur fóru fram og þegar hringt var í þrjú vitni; fyrrum kærasta Margrétar í Frakklandi, og Helga sem er eða var fastakúnni á Benzin Café, staðnum sem atvikið átti sér stað umrætt kvöld í ágúst 2018. Í þriðja lagi var hringt í Emir, starfsmann fjölskyldu Semu til margra ára, sem var að vinna á Benzin Café þetta kvöld.

Vitnið sem heitir Helgi og fyrirsögn þessarar fréttar mbl.is vísar til sagðist í símaskýrslu fyrir dómi þekkja bæði Margréti og Semu en sagðist þekkja Semu betur (enda n.k. fastakúnni staðarins). Að segja hann hafa verið vin Margrétar er ekki rétt, þau vissu af hvort öðru.

Dómarinn hringdi sem sagt í Helga og spyr hann hvort hann geti komið niður í héraðsdóm þar sem símsambandið væri slæmt og þá sagðist Helgi ekki muna ná því fyrir lokun dómshússins þennan dag (u.þ.b. hálftími eftir af málinu). Það heyrðist illa í Helga og þess konar skýrslutaka hlýtur að teljast annars eða þriðja flokks skýrslutaka („halló, halló gætirðu nokkuð farið aðeins út af veitingastaðnum, sambandið er svo slæmt"!) 


Helgi hefði vissulega mætt fyrir dóm hefði hann verið boðaður eins og gengur og gerist. „Að hann hafi ekki vilja mæta,“ er lygi. En Helgi náði þó að koma því að í þessu óskýra símaviðtali að hann skildi ekki hvað þetta mál væri að gera fyrir dómstólum, „tvær konur að rífast fyrir utan bar.“


Það hefði aftur á móti vel verið hægt að boða Helga í skýrslutöku, á fimmtudeginum í sömu viku eins og gert var með
Emir, fyrrum starfsmann Benzin Café, sem var að vinna umrætt kvöld, eins og áður segir. 

Dómarinn hringdi líka í Emir en það heyrðist líka illa í honum þar sem hann var að vinna og vandræðagangur með hátalakerfi í dómsal sem var tengt við símann. Algjört fúsk og mjög vandræðalegt.

Emir sagðist heldur ekki geta komið á staðinn áður en málinu í héraðsdómi lyki (um hálf tíma síðar) en sjálfsagt væri að mæta síðar og var fimmtudagurinn ákveðinn. Þegar dómari hringdi í hann hafði hann ekki hugmynd um hvað málið snérist, lögreglan sagði honum aðeins að það yrði hringt í hann út af sakamáli og hann beðinn að gefa skýrslu.

Emir mætti á fimmudeginum í sömu viku og staðfesti að mestu vitnisburð Margrétar og sagði Semu hafa verið æsta og viljað Margréti út af staðnum.

Arnar Þór lögmaður verjandi Margrétar spurði saksóknara eftir skýrslutökur (fyrri daginn) hvers vegna vitni Margrétar hafi ekki verið boðuð á staðinn og hún (saksóknarinn) svaraði því til að hún vissi það ekki, að það væri verk lögreglunnar. 

Lögreglan boðaði sem sagt ekki vitnin í dómsal en spurði þau hvort þau gætu gefið skýrslu símleiðis. Aðeins vitni Semu voru boðuð á staðinn.


En það er kannski fáum sem dettur í hug ákæruvaldið láti nægja að hringja í vitni sem búa á Íslandi. Dómarinn spyr þau svo hvort þau geti ekki bara hlaupið niður eftir áður en málinu lyki í dómssal, um hálf tíma síðar.

„Þá hafi Mar­grét ekki látið vita af vitn­inu fyrr en við rekst­ur máls­ins, en ekki við rann­sókn máls­ins,“ segir í fréttinni.

Margrét var aldrei látin vita að málið væri komið á ákærusvið. Hún fékk skilaboð frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu um að hún ætti að mæta fyrir dómstóla. Það var verk lögreglunnar að sjá til að þess að vitni beggja aðila kæmu í dómsal, en ekki aðeins vitni Semu.

Þetta atriði og fyrirsögn fréttarinnar er því lygi en sýnir fúskið og ruglið í kringum þetta mál. Að það sé hringt í vitni og þau beðin að skjótast niður eftir með stuttum fyrirvara, og ef þau geta ekki bara mætt í einum grænum, þá er sagt að vitnið hafi ekki viljað mæta!

 


mbl.is Vitni Margrétar vildi ekki mæta í dómsal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Íslenskt dómskerfi í hnotskurn.

Sigurður Kristján Hjaltested, 10.2.2023 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband