Leita í fréttum mbl.is

Áhrifamáttur Túrmerik

Vísindin hafa sýnt fram á að túrmerik er jafn áhrifaríkt til lækninga og a.m.k. 14 hefðbundin lyf.

Túrmerik er ein af þeim jurtum sem til er í dag og hefur verið rækilega rannsökuð. Eiginleikar jurtarinnar til lækninga ásamt innihaldsefnum hennar (aðallega curcumin) hafa verið viðfangsefni meira en 12.000 ritrýndra og birtra líflæknisfræðilegra rannsókna.

GreenMedInfo (GMI) hefur gert fimm ára rannsókn á þessari helgu plöntu og fundið meira en 800 mögulegar leiðir til að nýta hana, bæði til lækninga og sem fyrirbyggjandi, auk 250 mismunandi gagnlegra lífeðlisfræðilegra áhrifa.

Miðað við hversu margar rannsóknir eru gerðar á þessari merkilegu plöntu er engin furða að vaxandi fjöldi rannsókna hafi komist að þeirri niðurstöðu að hún standist vel samanburð við margs konar hefðbundin lyf eins og:

Lipitor/Atorvastatin sem er kólesteróllyf og notað fyrir sykursyki 2, steralyfið Corticosteroids, Dexamethasone sem notað er við bólgusjúkdómum, ofnæmiseinkennum o.fl., Prozac/Fluoxetine og Imipramine sem gefin eru við þunglyndi, aspirín (sem blóðþynnandi), og ýmis bólgueyðandi lyf eins og aspirín, ibuprofen, sulindac, phenylbutazone, naproxen, indomethacin, diclofenac, dexamethasone, celecoxib og tamoxifen.

Einnig hafa rannsóknir sýnt að túrmerik standist samanburð við lyfið Ozalipltain (notað í krabbameins-meðferð) og sykursýkislyfið Metformin.

Hægt er að hlaða niður upplýsingum um túrmerik í PDF skjali.

Nánar um rannsóknir og áhrif túrmerik má lesa hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband