Leita í fréttum mbl.is

Pfizer bólusetur heilt bæjarfélag í Suður-Brasilíu

Pfizer ætlar að rannsaka virkni bóluefnisins gegn COVID-19 með því að bólusetja alla íbúa eldri en 12 ára í bænum Toledo í suðurhluta Brasilíu. 148,000 manns búa í bænum. Þetta tilkynnti fyrirtækið á miðvikudag. 

Um er að ræða samstarf Pfizer og bólusetningarráðs Brasilíu, heilbrigðisyfirvalda í Toledo, sjúkrahúss og háskóla.

Pfizer sagði að tilgangurinn væri að rannsaka smit kórónuveirunnar við „raunverulegar aðstæður" eftir að íbúar bæjarins hafa verið bólusettir.

Það er lítil andstaða við bólusetningar í bænum þar sem 98% bæjarins hafa fengið fyrsta skammt, aðallega af Pfizer, AstraZeneca og Sinovac, sagði yfirmaður heilbrigðismála sveitarfélagsins, Gabriela Kucharski, og bætti við að 56% væru fullbólusettir.

„Framtakið er fyrsta og eina sinnar tegundar þar sem ráðist hefur verið í samvinnu við lyfjafyrirtækið í þróunarríki," sagði Pfizer.

Til samanburðar má geta þess að rétt um 47% af brasilísku þjóðinni er bólusett.

New York Times segir frá og fleiri miðlar.

 

 

 

 

 

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband