Leita í fréttum mbl.is

Íþróttafólk í Ástralíu verður skyldað í bólusetningu

Yfirvöld í Victoria í Ástralíu hafa bætt íþróttamönnum á listann yfir þá hópa sem fylkið ætlar að skylda í Covid-19 bólusetningu. Þeim hópi tilheyra einnig þeir sem starfa í kringum íþróttamennina, svo sem þjálfarar, aðstoðarmenn og fjölmiðlafólk. Áætlunin felur í sér að tvíbólusetja 1,25 milljónir manns fyrir lok nóvember mánaðar.

Þetta kynnti fylkisstjórinn Daníel Andrews sl. föstudag á sama tíma og fylkið glímir við útbreiðslu Delta afbrigðisins.

Íþróttafólkið þarf að fara í sína fyrstu sprautu fyrir 15. október og þá síðari fyrir 26. nóvember, ætli það að halda starfi sínu.

Fylkið er það fyrsta í Ástralíu til að kynna jafn viðtæka áætlun um skyldubólusetningu, en áður hafði það skyldað starfsmenn hjúkrunarheimila. 

Andrews sagði einnig að honum þætti harla ólíklegt að óbólusettir íþróttamenn erlendis frá fengju að koma inn í landið.

Serbneski tennisleikarinn Novak Djocovik er einn þeirra sem fengi þá líklega ekki að taka þátt í Grand Slam keppninni í Ástralíu næstkomandi jánúar þar sem hann neitar að taka bóluefnið.

cricket.jpg

Reuters segir frá.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband