Leita í fréttum mbl.is

Fjölmiðillinn BILD biður börn afsökunar á fréttaflutningi sínum um Covid

Bild
Stærsti dagblað 
Þýskalands BILD biður þýsk börn fyrirgefningar á fréttaflutningi sínum um Covid síðustu 18 mánuði. 

Eftir að hafa þolað Covid-19 faraldurinn í rúmlega 18 mánuði virðist ástandið í Evrópu og sérstaklega Þýskalandi versna. Nú þegar Evrópa berst við fjórðu bylgju sýkinga sem stafar af Delta afbrigðinu, mótmæltu um 200 þúsund manns í París og öðrum frönskum borgum á laugardag heilsupassa" sem þurfa mun til að komast inn á marga opinbera staði ef yfirvofandi lagasetning þess efnis gengur eftir.

Frakkar eru ekki þeir einu sem mótmæla, líka Þjóðverjar og Ítalir.

Í ljósi slakrar stefnu þýsku stjórnarinnar á veirunni og áframhaldandi óróa sem stigmagnast nú í mörgum borgum Evrópu, sendi þýska blaðið BILD frá sér afsökunarbeiðni fyrir að hafa skaðað samfélagið með umfjöllun sinni um faraldur Covid-19 undanfarna 18 mánuði.

Í 5 mínútna yfirlýsinu sagði Julian Reichelt, aðalritstjóri BILD:

Milljónir barna í þessu landi sem við öll berum ábyrgð á sem samfélag, við þau vil ég segja það sem sambandsstjórn okkar og kanslari hafa ekki þorað að segja hingað til: Við biðjumst fyrirgefningar. Við biðjum ykkur fyrirgefningar á að í eitt og hálft ár af pólitík, hefur ykkur verið fórnað."

Til fórnarlamba ofbeldis, vanrækslu, einangrunar og einmanaleika. Allt til þessa dags hafa stjórnmálin og fjölmiðlar sagt frá því, eins og eitur, og veitt þér þá tilfinningu að þú sért lífshættulegur samfélagi okkar. Þú ert það ekki, ekki láta sannfæra þig um það. Við verðum að vernda þig, ekki þú okkur."

Julian Reichelt, aðalritstjóri BILD.

Við könnumst við þetta; þú getur drepið ömmu og afa ef þú heldur þér ekki fjarri og núna ... ef þú ferð ekki í bólusetningu og úðar á þig spritti og klæðist grímu. Viltu hafa líf þeirra á samviskunni þú hættulegi smitberandi krakki!

p.s. ekki hægt að útiloka að fjölmiðillinn geri þetta í ljósi þess að mörg dómsmál virðast yfirvofandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þegar upp verður staðið er ljóst að margir fleiri munu skulda samfélaginu afsökunarbeiðni fyrir ýmislegt.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.8.2021 kl. 18:20

2 Smámynd: Ari Tryggvason

Svo sannarlega.

Ari Tryggvason, 3.8.2021 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband