10.7.2021 | 11:16
En þetta er ekki búið enn - Delta (plús) og þriðja sprautan á leiðinni!
Nú er svo komið að Ísland er í fremstu röð í heimi hvað varðar bólusetningu við Covid-19. Af Íslendingum 16 ára og eldri eru nú 81,2% fullbólusett, en því til viðbótar eru 8,4% búin að fá fyrri bóluefnisskammt.
Þar af leiðandi eru 89,6% búin að fá bóluefni, en talsverð vörn hlýst af fyrri skammti og engar tafir hafa verið á fullnaðarbólusetningu."
Hvað þýðir það að vera "fullbólusettur?" Það þýðir að þú sért búinn að fá tvær sprautur af þremur á þessu ári og tvær af ca. 10 á næstu tveimur árum. Það þýðir líka að þú sért miklu líklegri en þeir óbólusettu til að smitast og dreifa veirunni sbr. samgöngumálaráðherra Bretlands. Markmiðið er að bólusetja alla heimsbúa, en á heimsvísu er sú tala núna ca. 10%. Það tekur því varla fyrir þig að fara úr stuttermabolnum.
Að vera "fullbólusettur" þýðir líka að þú getir fengið slæmt Covid og lagst inn á sjúkrahús.
Nei, þetta er ekki búið sko." segir sóttvarnarlæknir.
Ný skýrsla frá Bretlandi sýnir hvernig ríkisstjórnin þar notaði sálfræði til að hræða fólk til hlýðni.
Úr skýrslunni: Lorraine said: This has important implications for how we deal with other risks, like climate change the public will be more likely to believe its a serious problem if governments implement bold policies to tackle it.
Og önnur skýrsla sem sýnir að útgöngubann á Bretlandi snérist ekki um Covid heldur "Zero Carbon Target". Munið eftir þessari auglýsingu - hvað kom skoðun þríeykisins á loftslagsmálum Covid við?
Sá sem er á myndinni ofar er Mike Yeadon, fyrrum yfirmaður hjá Pfizer. Og hér neðar er ágætis dæmi úr hinu virta tímariti National Geographic um hvað menn leggjast lágt í að hræða mannskapinn. Þeir virðast ekki einu sinni fatta hversu hlægileg þessi mynd er sem á að vera tekin í Indónesíu; uppgefnir verkamenn með tuskufótleggi að hvíla sig ofan á grafreitum.
Ísland í fremstu röð í heimi í bólusetningum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- Ágúst 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2016
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Nóvember 2014
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
Bloggvinir
- aslaugas
- agny
- annaeinars
- danna
- agustkara
- bookiceland
- contact
- einarborgari
- rlingr
- sagamli
- helga-eldsto-art-cafe
- bofs
- sade
- gusg
- noldrarinn
- hafthorb
- hhbe
- hlf
- diva73
- snjolfur
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- kreppan
- jaj
- islandsfengur
- nonniblogg
- nyja-testamentid
- thjodarskutan
- kristinnp
- loncexter
- marinogn
- sighar
- sigurduringi
- sushanta
- viggojorgens
- vilhjalmurarnason
- thorsteinnhelgi
- valli57
- tbs
Athugasemdir
Í Argentínu fara nú dauðasveitir hús úr húsi og "bólusetja"
alla, hvort sem þeim líkar betur eða verr.
Maður sem flúði upp á þak á húsinu sínu var eltur þangað og
óþverranum sprautað í hann:
https://twitter.com/i/status/1413230240466362368
Dagspurmál hvernær fleiri lönd fylgja í kjölfarið...
Björn Jónsson (IP-tala skráð) 10.7.2021 kl. 17:37
Og dauðsföll af völdum sprautanna eru orðin gríðarlega mörg. Nýjustu tölur frá Eurovigilance sem telur 27 Evrópulönd hefur núna 3 Júlí skráð 17,503 dauðsföll og fer hækkandi. Þessar tölur taka ekki yfir alla Evrópu sem telur 50 lönd svo að þessi tala er að líkindum mun hærri. Eigum við virkilega að trúa því að dauðsföllum af völdum sprautanna fækki eftir því sem að meira verður sprautað?
Nýjustu tölur hjá lyfjastofnun hafa Í dag 78 "investigations" Eru það hugsanleg dauðsföll? Er það mögulegt að það séu fleiri látnir af sprautunum á Íslandi heldur en af pestinni? það er ekkert sem réttlætir það.
Ágúst Kárason, 11.7.2021 kl. 10:26
Hér er síðan hlekkur á tilkynninguna: https://www.globalresearch.ca/17503-dead-1-7-million-injured-50-serious-reported-european-union-database-adverse-drug-reactions-covid-19-shots/5749719
í tilkynningunni er hlekkur inná EudraVigilance gagnagrunninn þar sem hægt er að kempa út upplýsingar ef menn vilja kafa dýpra í gögnin.
Ágúst Kárason, 11.7.2021 kl. 10:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.