Leita í fréttum mbl.is

Hvar eru íslensku Covid - kynlífsreglurnar?

kynfræðslaHvenær fáum við Íslendingar Covid- kynfræðslu og kynlífsreglur frá þríeykinu? Bretar og Skotar eru búnir að fá sínar. Forsætisráðherrar landanna tveggja hvetja til varkárni í þessu sambandi. Í kynlífsreglunum kemur meðal annars fram að besti kynlífsfélaginn sé maður sjálfur! Veiran getur auðveldlega smitast með slefi og því er ráðlagt að kyssast ekki á meðan á kynlífinu stendur, vera með grímur og velja stellingar þar sem andlitin snúa ekki hvort að öðru (þ.e.a.s. ef þú endilega þarft að vera með einhverjum öðrum en sjálfum þér!).  Passa að þvo sér vel og spritta fyrir og eftir í a.m.k. 20 sekúndur.

Efri myndin fylgir BBC fréttinni og eins og sjá má er þetta sama grafíkin og Almannavarnir nota.

grimuskyldaKanadamenn hafa líka gefið út leiðbeiningar sem eru svipaðar. Þar er líka lagt til kynlífs í gegnum netið og einnig með sjálfum sér eins og hjá Bretum og Skotum. Kanadamenn vilja líka að maður spyrji alltaf makann eða félagann áður hvort hann sé með einkenni. Ef hann/hún finna fyrir slappleika, eða er t.d. með nefrennsli, þá skal sleppa kynlífinu! Yfirvöld í Kanada ráðleggja líka skilrúm á milli hjóna eða para með götum (e. glory holes). Eins benda þeir á að hröð og þung öndun geti frekar leitt til smits milli aðila. 

Heilbrigðisyfirvöld í Ástralíu vilja að 1,5 metri sé hafður á milli aðila á meðan á kynlífinu stendur en ef fólk vill endilega vera nær hvort öðru, skal nota þrefalda grímu! Annað er svipað og hjá hinum. 

Yfirvöld í New York eru líka með svipaðar leiðbeiningar en bæta því við að ónæmi gegn veirunni komi ekki í veg fyrir smit. Í reglum annarra landa er heldur ekki tekið fram að þeir sem eru bólusettir eða með ónæmi séu undanskildir þessum reglum.

Kamilla Harris og maðurinn hennar sem bæði eru bólusett vita þetta og kyssast með grímur fyrir andlitum.

Skilst að flest ríki séu komin með svona reglur. En hvar eru okkar? Enginn veitt neitt um þetta hér heima og kannski fullt af fólki að gera margt vitlaust! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hættu nú alveg, Ég hló upphátt, erv einhver að fara eftir þessu. Bwahaha.

Sigríður Jónsdóttir (IP-tala skráð) 17.5.2021 kl. 17:20

2 identicon

Er ekki best að iðka bara skriflegt, email, kynlíf engar grímuáhyggjur eða fjarlægðamælingar - frjálegt og innilegt kynlíf er öllum nauðsynlegt.

Gerdur (IP-tala skráð) 17.5.2021 kl. 21:03

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Vilja yfirvöld ekki bara kaupa áskrift að hinum ýmsu klámsíðum svo freistingar holdsins nái ekki lengra en til tölvunnar?

Geir Ágústsson, 18.5.2021 kl. 08:22

4 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Engilsaxneskar þjóðir eiga oft erfitt með að fóta sig í metrakerfinu þannig að í stað 1,5 metra fjarlægðatakmarkana, er kemur að kynlífi, hefur líklega átt að standa 1,5 tommur sem er að minni hyggju miklu raunhæfara þegar kemur að því að fóta sig í rúminu með gagnaðila.

Daníel Sigurðsson, 18.5.2021 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband