Leita í fréttum mbl.is

Dauðsföll ranglega skráð 25% hærri í Bretlandi - lygin að koma fram!

borisjEin helsta fréttin á twitter í gærkvöldi og í dag er frétt Telegraph sem segir að 25% skráðra Covid dauðsfalla á Bretlandi voru ekki vegna Covid. Þetta þýðir að dauðatölurnar frá Bretlandi sem meðal annars hafa verið notaðar til að hræða mannskapinn hér á landi hafa verið ýktar um fjórðung, eða einhverja tugi þúsunda! Fjölmiðlakonur og menn hér heima eru örugglega búin að sjá fréttina en verða að halda kjafti því annars gæti fólk farið að spyrja sig hvað annað er hugsanlega rangt í sambandi við fréttaflutning hinna svokölluðu áreiðanlegu fjölmiðla sem hafa einnig fengið það hlutverk að leiðrétta falsfréttir" eins og ég hef til dæmis verið að birta hér á bloggi mínu. Getur verið að þegar allt kemur til alls að hinir áreiðanlegu" meginstraumsfjölmiðlar séu að flytja falsfréttir og taka þátt í að ýkja hættuna af faraldrinum? Hvers vegna kemur þessi merkilega Telegraph frétt ekki hér heima?

Hvað með „breska" afbrigðið og börnin? Sóttvarnarlæknir, fjölmiðlar og forsætisráðherra hafa sagt okkur að það leggist þyngra á börn. Hvar eru veiku börnin?
Barnasmitsjúkdómalæknirinn Valtýr S. Thors hefur reyndar þegar sagt að hættan sé ekki meiri. Og Jón Viðar Einarsson læknir tók að sér að rýna í tölur frá Noregi sem áttu að sýna hættuna af breska afbrigðinu skv. sóttvarnarlækni. Það var tóm lygi, sjá hér. Hvers vegna kemur það ekki í fréttum? Jón Viðar er læknir, sérfræðingur og vísindamaður frá Harvard!

Þetta er reyndar ekki eina lygin sem Telegraph hefur sagt frá. Hér er önnur frá því í nóvember sl. þar sem segir að ríkisstjórn Bretlands hafi notað falskar tölur til að réttlæta hertar reglur og útgöngubann. 

Sambærileg frétt var frá Bandaríkjunum sem sýnir að CDC (Center for Disease Control), sjá mynd neðar, hafi hljóðlátlega lækkað dánartölur vegna Covid.

Hér heima hafa dánarorsakir fyrir 2020 ekki verið birtar, ekki sjálfsvígstölur og ekki heldur inflúensutölur. Einu tölurnar sem eru alltaf up-to-date eru covid tölurnar. Allt sundurgreint, sundurliðað, með myndum og gröfum! En sjáið í samanburði tölur og upplýsingar um aukaverkanir af Covid bólusetningum! Eruð þið einhverju nær? Hverjar eru allar þessar aukaverkanir? cdc2Nei einmitt, það kemur ekki fram. Enda kemur ykkur það ekki við. Haldið áfram að rýna í tölur um smit á landamærum og hversu margir eru í sóttkví vegna faraldurs sem hefur verið stórlega ýktur, allt frá upphafi, sbr. nýjustu fréttir frá Bretlandi.

CDC


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Getur verið að þegar allt kemur til alls að hinir „áreiðanlegu" meginstraumsfjölmiðlar séu að flytja falsfréttir og taka þátt í að ýkja hættuna af faraldrinum? 

Það er einmitt það.

Jón Þórhallsson, 14.4.2021 kl. 12:42

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það gerðist í Ísrael 2001, að mig minnir, að læknar þar í landi fóru í langdregið verkfall. Í ljós kom að á meðan þeir voru í verkfalli dró stórlega úr ótímabærum dauðsföllum þar í landi.

Á þetta var bent í kjaradeilunni, og vildu þá læknarnir meina að dauðsföll væru skráð án greiningar ef þeir væru ekki við störf til að greina og skrá þau rétt. 

Það hafa ítrekað komið fréttir af því að heildardauðsföllum hefur ekki farið sérstaklega fjölgandi víðast um heim á ári kóvítisins.

Hér á Íslandi var heildar dánartalan nánast sú sama og árin á undan og meðal aldur þeirra sem dóu úr kóvít hærri en meðalaldur Íslendinga, sem eru með langlífustu þjóða.

Kóvítið er talnaskráning og drepsóttin finnst aðeins i spálíkani, sem átt upphaflega að nota til að "fletja út kúrvuna", sem verður svo eins og hokkýkilfa hvað eftir annað með reiknikúnstum veldisaukningar smita.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/10/24/daudsfoll_i_ar_langt_undir_medaltali_50_ara/

Ps. Læknar í Ísrael hafa ekki farið í verkfall síðan um árið.

Magnús Sigurðsson, 14.4.2021 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband