13.4.2021 | 14:15
Heilbrigðisráðuneyti Þýskalands í vanda - dæmi um góðan blaðamann!
Þetta viðtal er þýtt af Guðrúnu Bergmann og er dæmi um góðan blaðamann. Getið þið ímyndað ykkur ef þríeykið fengi svona spurningar í beinni á almannavarnafundi? En beittustu spurningarnar þar koma auðvitað frá Birni Inga eða þannig!
HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTI Í VANDA
Það virðast fleiri heilbrigðisráðuneyti en okkar vera í vanda með að greina frá því á hvaða rökum lokanir og aðrar takmarkanir á ferðafrelsi fólks eru byggðar. Talsmaður þýska heilbrigðisráðuneytisins [i], Oliver Ewald, lenti í klemmu þegar hann fékk spurningu frá blaðamanni sem spurði hann að því á hvaða vísindum lokanirnar væru byggðar.
Um er að ræða sjálfstætt starfandi blaðamann að nafni Boris Reitschuster [ii], sem virðist fylgja starfi sínu vel eftir, en fréttina um þetta mál er aðfinna á vefmiðlinum notrickzone.com [iii] ogþetta þýðing á henni.
Eins og staðan er í dag er þýska stjórnin að skoða hertari lokunaraðgerðir. Frelsi hefur því verið tekið af dagskrá um óákveðinn tíma á meginlandi Evrópu líkt og hér.
EKKI EIN RANNSÓKN
Á blaðamannafundi sem haldinn var þann 9. apríl síðastliðinn spurði Reitschuster talsmann þýska heilbrigðisráðuneytisins, Oliver Ewald, hvort hann gæti vísað í eina rannsókn sem sýndi fram á að lokanir skili árangri í að hefta úrbreiðslu farsóttar. Hér á eftir fara samskipti þeirra:
Reitschuster: Herra Ewald, blaðamaður hjá WZ skrifaði í fréttagrein að þýska stjórnin hefði engar sannar fyrir áhrifum lokana. Spurning mín er því: Hvaða vísindalegu rannsóknir hafið þið? Takk fyrir.
Ewald reynir að víkja sér undan þessari eldfimu spurningu.
Herra Reitschuster, þú veist að það er grundvallarregla, að við metum ekki athugasemdir blaðamanna og ég mun því halda mig við hana.
Reitschuster neitar að taka við þessari skýringu.
Það er smá misskilningur herra Ewald. Ég kom bara með tilvitnun og fylgdi henni svo eftir með sér spurningu. Sú spurning hefur ekkert að gera með tilvitnun mína. Ég skal með glöðu geði endurtaka spurningu mína; hvaða vísindalegu rannsóknir

Áður en Reitschuster nær að ljúka máli sínu, grípur Ewald sem greinilega er pirraður fram í fyrir honum:
Þegar þú lest eina setningu úr þessari tilvitnun hér og biður mig um að meta hana, án þess að setja hana í samhengi við nokkuð, get ég engu svarað.
Reitschuster neitar að gefast upp og þrýstir á svar við þessari einföldu spurningu:
Í engu samhengi við setninguna, spyr ég þig í þriðja sinn, hvaða vísindalegu rannsóknir hefur þýska stjórnin? Takk fyrir.
Við vitum öll að það eru engar rannsóknir til sem styðja við lokanir, svo Ewald talsmaður heilbrigðisráðuneytisins þýska er því komin í klípu. Þögnin sem fylgir í nokkrar sekúndur er svo mikil að það má heyra saumnál detta. Að lokum svarar Ewald, sem lítur nú út eins og hann sé að springa:
Ég hef sagt það sem ég hef um það að segja.
Reischuster: Nákvæmlega ekkert.
Þessi viðbrögð koma frá þýsku ríkisstjórninni, sem líkt og svo margar þjóðir þar með talið Ísland hafa byggt lokanir sínar á engu!
Fylgið vísindunum, er sagt við íbúana. Því miður eru engin vísindi á bak við Covid-19 lokanirnar.
Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.
AÐRAR GREINAR UM SVIPAÐ MÁLEFNI:
Athugasemdir við bóluefnið frá Pfizer Athugasemdir við ný sóttvarnarlög 31 ástæða fyrir því að ég læt ekki sprauta mig Aukaverkanir bóluefnanna Þvingunum beitt við bóluefnasamninga Hvers vegna fækkar smitum Covid spurningar án svara Gengið á mannréttindin Hvað er verið að fela? Grímur eða ekki grímur
Mynd: Myndin af Ewald er úr fengin úr greininni á notrickzone.com og teiknimyndina fékk ég senda frá vini.
Heimildir:
[i] https://www.bundesgesundheitsministerium.de/en/en.html
[ii] @reitschuster á Twitter
[iii] https://notrickszone.com/2021/04/11/german-ministry-of-health-spokesman-cant-cite-one-single-scientific-study-showing-lockdowns-are-effective/
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- Ágúst 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2016
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Nóvember 2014
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
Bloggvinir
-
aslaugas
-
agny
-
annaeinars
-
danna
-
agustkara
-
bookiceland
-
contact
-
einarborgari
-
rlingr
-
sagamli
-
helga-eldsto-art-cafe
-
bofs
-
sade
-
gusg
-
noldrarinn
-
hafthorb
-
hhbe
-
hlf
-
diva73
-
snjolfur
-
ingaghall
-
ingolfursigurdsson
-
kreppan
-
jaj
-
islandsfengur
-
nonniblogg
-
nyja-testamentid
-
thjodarskutan
-
kristinnp
-
loncexter
-
marinogn
-
sighar
-
sigurduringi
-
sushanta
-
viggojorgens
-
vilhjalmurarnason
-
thorsteinnhelgi
-
valli57
-
tbs
Athugasemdir
Mantran um að vísindin segja ... er leið til að þurfa ekki að bera ábyrgð og/eða til að þurfa ekki að útskýra ákvörðunina. Eftir allt þá eru vísindi á bakvið þótt allir aðrir viti ekkert í hvað er vitnað. Gott dæmi um slíkt er Kári Stefánsson sem segir eitt í dag og annað á morgun (allt í nafni vísinda).
Þannig hefur þetta verið sl. ár í faraldrinum en má einnig sjá í loftslagsmálum, borgarlínu o.fl.
Þannig í raun væri eins hægt að segja: Af því að Guð sagði það ...
Rúnar Már Bragason, 13.4.2021 kl. 17:29
Fyrst við erum í Þýskalandi.
Árið 2012 bauð þýski "veirufræðingurinn" Stefan Malka fram
100'000 evru verðlaun handa hverjum þeim sem gæti "sannað að mislingaveiran" væri til. Skömmu síðar gaf sig fram landi hans læknir, Dr. David Bardens, sem krafðist þess að sér yrðu greidd út verðlaunin á grundvelli fræðigreina úr vísinda-og læknatímaritum sem hann lagði fram. Malka hafnaði þessu, sagði engar sannanir koma fram í þessum greinum, þannig að Bardens höfðaði mál fyrir undirrétti í Ravensburg, sem úrskurðaði honum í vil. Malka áfrýjaði til Landsréttar í Stuttgart sem sneri við dómi undirréttar árið 2015. Barden áfrýjaði þeim úrskurði til Hæstaréttar Þýskands sem staðfesti Stuttgartdóminn hinn 16. feb.2016.
Nánar hér: https://www.preventdisease.com/news/17/012717_Biologist-Proves-Measles-Isnt-Virus-Wins-Supreme-Court-Case.shtml
Semsagt:
1) það er enginn mislinga-vírus til
2) Það er enginn HIV (eyðni)-vírus til, sjá um það hér:
Viðtal við Pr. Etienne de Harven, sem reyndi árangurslaust í
25 ár að einangra þá "veiru".
https://youtu.be/AJ6M1Q-6Xy0
3) Nú árið 2021, segir Stefan Lanka, sjálfur "veirufræðingurinn", fullum fetum:
ÞAÐ ERU ENGIR VÍRUSAR TIL, sjá hér:
https://archive.org/download/youtube-NU9f3Vc67oE/Interview_with_a_Virologist_-_Viruses_don_t_exist_Mirror-NU9f3Vc67oE.mp4
Covid19, faraldurinn, smit, bólusetningar, hjarðónæmi, og allt hitt bullið (e. bullshit)eru:
TRÖLLASAGA, saga sem komið er á kreik í stjórnmála- hernaðar- og eða gróðatilgangi, eða öllum þremur og jafnvel fleiri til.
Björn Jónsson (IP-tala skráð) 13.4.2021 kl. 18:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.