Leita í fréttum mbl.is

Svar frá Lyfjastofnun um aukaverkanir - andlát vegna AstraZeneca

,,Fyrst ber að nefna að þær tölur sem birtast á vefnum snúa að tilkynningum um grun um aukaverkun og ekki er víst að tilkynningarnar endurspegli raunverulegar aukaverkanir af bóluefnunum en það er metið í hverju tilfelli fyrir sig. Nánar í þeim fyrirvörum sem fram koma á vefnum um notkun tölulegu upplýsinganna sem þar birtast.

 

Comirnaty (BioNTech/Pfizer):

26 alvarlegar tilkynningar hafa borist.

  • 14 þeirra varða andlát. 13 andlát vörðuðu aldraða einstaklinga, 12 þeirra með staðfesta undirliggjandi sjúkdóma. Eitt andlátið varðaði einstakling sem ekki var aldraður en með marga undirliggjandi sjúkdóma.

  • Af hinum 10 þá varða 8 sjúkrahúsvist (þar af 2 lífshættulegt ástand).

  • Fjórar tilkynningar teljast klínískt mikilvægar og þar með flokkaðar sem alvarlegar*.

 

COVID-19 Vaccine Moderna:

5 alvarlegar tilkynningar hafa borist.

  • 4 tilkynningar varða sjúkrahúsvist.

  • Ein tilkynning telst klínískt mikilvæg og þar með flokkuð sem alvarleg*.

 

Vaxzevria (AstraZeneca):

12 alvarlegar tilkynningar hafa borist.

  • Ein tilkynning varðar andlát eldri einstaklings.
  • 9 tilkynningar varða sjúkrahúsvist (þar af 1 lífshættulegt ástand).

  • Tvær tilkynningar teljast klínískt mikilvægar og þar með flokkaðar sem alvarlegar*.

 

*Tilkynningar sem metnar eru sem klínískt mikilvægar geta varðað ýmis einkenni, t.d. blóðtappa þar sem ekki kom til innlagnar á sjúkrahús.

 

Í allri umfjöllun um tilkynningar vegna gruns um aukaverkun er mjög mikilvægt að fram komi að þegar tilkynningar berast Lyfjastofnun er ekki vitað hvort um orsakasamhengi milli bólusetningar og tilkynntra tilvika sé að ræða. Slíkt er metið í hverju tilfelli fyrir sig.

 

Kveðja, 

 

Samskiptadeild / Communications Department

Lyfjastofnun / Icelandic Medicines Agency"

Fyrst var AstraZeneca gefið yngra fólki (yngra en 65 ára) þar sem það þótti ekki öruggt eldra fólki, hafði ekki verið prófað á eldri hópum (reyndar hafði Pfizer ekki prófað sitt á eldri hópum heldur).

Tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir fóru síðan að berast vegna blóðtappa í yngra fólki. Stuttu síðar var hætt að nota efnið á yngra fólki og í gang fór eldsnögg rannsókn sem sýndi fljótlega að efnið væri skothelt fyrir eldra fólk. 

25. mars var síðan hafist handa á ný með að bólusetja eldri hópa með Astra og þetta var í tilkynningu frá Landlækni:

Ekki hefur borið á alvarlegum aukaverkunum hjá öldruðum einstaklingum í Bretlandi þar sem mikill fjöldi hefur verið bólusettur og áhrif bólusetningar hjá þessum aldurshópi á smittíðni, innlagnir og dauðsföll vegna COVID-19 hafa verið góð í Englandi  og Skotlandi . Því hefur verið ákveðið að nota þetta bóluefni fyrir einstaklinga eldri en 70 ára í samræmi við þessar niðurstöður. Þegar kemur að bólusetningu 60-69 ára er einnig líklegt að þetta bóluefni verði í boði fyrir a.m.k. hluta þess aldurshóps.

Það næsta sem gerist er að eldri einstaklingur hér heima deyr vegna efnisins. 
Þetta er sannkölluð tilraun sem þjóðin tekur þátt í. Hvað skyldu margir hafa rokið í bólusetningu ef ekki hefði verið búið að hræða úr þeim líftóruna? Meðalaldur látinna hér heima vegna Covid er 88 ár.

 

 

 


mbl.is Bretar undir þrítugu fá ekki AstraZeneca
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Vel gert,Þórdís.

Ragnhildur Kolka, 7.4.2021 kl. 17:25

2 identicon

Semsagt covid, 29 dauðsföll (1 ung manneskja).

Bóluefni gegn covid, 15 dauðsföll (1 ung manneskja).

þessi blessuðu bóluefni eru engu betri enn rússnesk rúlletta sýnist mér.

Halldór (IP-tala skráð) 7.4.2021 kl. 17:30

3 identicon

Í nótt sem leið unnu vinnuflokkar í Alberta-fylki í Kanada,
(fylkinu þar sem presturinn fleygði "nasistunum" út á rassgatinu, sjá þína færslu 3.4)
baki brotnu við að setja upp GIRÐINGAR í kringum kirkjur og aðra trúarstaði.

Þeir byrjuðu reyndar ekki á honum, en það kemur sjálfsagt að því næstu nætur.

Þetta hefur ekkert með lengur með vírus, faraldur, smit, sóttvarnir eða annað slíkt blaður að gera, heldur er þetta orðinn hreinræktaður HERNAÐUR gegn FÓLKINU Í LANDINU, bæði þar og hér. 

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 7.4.2021 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband