Leita í fréttum mbl.is

Framhald - hvað varð um flensuna - er Covid flensa?

kertiÉg setti inn þessa færslu fyrir stuttu til minningar um gömlu góðu" inflúensuna sem hvarf í apríl á síðasta ári.  Inflúensan er auðvitað ekkert góð, því hún dregur fjölda manns til dauða á ári hverju. Það hafa aftur á móti ekki birst tilkynningar í fjölmiðlum með myndum af kertaljósum í hvert sinn sem einhver deyr af völdum flensunnar og hvað þá að forseti Íslands sendi aðstandendum hinna látnu samúðarkveðjur. Við höfum heldur ekki vanist því að fjölmiðlar færi okkur sögur af þeim sem veikjast illa af inflúensunni eða glími við eftirköst, ekki einu sinni í svínaflensunni þar sem fjöldi manns barðist við eftirköst.

Maður heyrði þó alltaf af því þegar hún mætti til leiks, það kom í fréttum. En svo ekki mikið meir. Engir vikulegir upplýsingafundir í sjónvarpinu með nýjustu smittölum, smitstuðlum eða annað. Maður vissi ekki einu sinn hvers lenskt afbrigðið var!

Hvað er inflúensa? Svarið er á vef Landlæknis:
Inflúensa er alvarlegur sjúkdómur, sérstaklega hjá þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Hún getur auðveldlega borist á milli einstaklinga og smitað mjög marga á stuttum tíma eins og við sjáum á hverjum vetri. Sjúklingar sem eru með hjarta eða lungnasjúkdóma eða aðra alvarlega undirliggjandi sjúkdóma eru í meiri hættu á að fá alvarlegar sýkinga vegna inflúensunnar og bakteríulungnabólgu í kjölfarið. Almennt eykst dánartíðni töluvert meðan og fyrst á eftir að inflúensufaraldrar ganga yfir.

Lýsingin gæti átt við annan sjúkdóm, Covid-19.

Ég rakst á þessa spurningu frá einum á twitter sem heitir Anthony J. King, D.M.A. og kynnir sig sem prófessor og tónlistarmann. Hvað varð um flensuna spyr hann?

What happened to the flu? Ég las ca. fyrstu 100 svörin af um 600. Kannski er það aðallega samsæris-og efasemdarfólk sem eltir hann og svarar. Þið getið lesið svörin, smellið á linkinn. Get ekki betur séð en að um það bil 90% svarenda telji Covid vera inflúensuna sem horfið hefur nánast alls staðar nema í Kína, þar sem Covid er aftur á móti horfið.
 
Árið 2018 var til dæmis "killer flu" á Bretlandi með 42% aukningu í dauðsföllum í janúarmánuði. Er þetta hugsanlega spurning um markaðssetningu á sjúkdómi og endurmörkun (e. rebranding)? Því fáir myndu væntanlega sætta sig við að vera stungið í  sóttvarnarhús vegna gruns um flensusmit, skólum væri lokað, grímuskyldu, sóttkví, einangrun, sýnatökur, samkomubönn, nánast engar skemmtanir, skrá niður nafn, kennitölu og símanúmer á veitingahúsum og í kirkjum, o.s.frv. Vegna inflúensu!
 
Ég get a.m.k ekki fallist á þá skýringu að sóttvarnir hafi þurrkað út hina bráðsmitandi flensu en nái ekki að stöðva Covid.
 
p.s. munið myntkörfulánin. Þau voru markaðssett sem lán í erlendri mynt. Allir voru að fá útlensk lán. En viti menn, svo voru þetta bara ómerkilegar íslenskar krónur sem búið var að tengja ólöglega við erlenda gjaldmiðla. Og oftast sérfræðingar sem mæltu með lánunum.
killer

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband