Leita í fréttum mbl.is

Ungar konur eru ekki í áhættu vegna Covid

,,Til skoðunar er að af­marka bet­ur þann hóp sem get­ur fengið bólu­efni AstraZeneca gegn Covid-19 hér­lend­is. Blóðsega­vanda­mál hafa helst komið upp hjá ung­um kon­um, yngri en 55 ára, eft­ir bólu­setn­ingu með efn­inu. Því get­ur verið að bólu­efnið verði frek­ar gefið eldri kon­um og karl­mönn­um, ef í ljós kem­ur að þeir hóp­ar séu ekki í áhættu."

Ef í ljós kemur að þeir hópar séu ekki í áhættu? Hefur það verið athugað hingað til? Forstjóri Grundar og annarra hjúkrunarheimila hafa hvatt starfsfólk niður í 18 ára til að taka lyfin. Gísli forstjóri tekur þó fram að hann sé ,,allsendis ómenntaður í heilbrigðisfræðum;" Fór hann sjálfur í bólusetningu? Eða hvatti bara aðra til þess?

Bólusetning starfsmanna
Þessa dagana er að hefjast bólusetning allra starfsmanna Grundarheimilanna.  Ánægjulegt í alla staði og ber að þakka fyrir af heilum hug.  Bóluefnið mun hafa fulla virkni þegar seinni sprautan er gefin í maí mánuði en virknin er eftir fyrstu sprautu engu að síður um það bil 70%.  Þessi bólusetningarhrina innifelur í sér eins og áður segir, alla starfsmenn heimilanna þriggja sem eru fæddir frá 1957 – 2002.  Eldri en 65 ára fá annað bóluefni síðar og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins áttaði sig ekki á því að yngri en fæddir 2002 væru í vinnu hjá okkur, og þeir fá því heldur ekki boð um bólusetningu.  Það verður vonandi fljótlega.
Við stjórnendur Grundarheimilanna mælum eindregið með því að allir fari í bólusetningu og hjálpist þannig að við útrýmingu veirunnar í okkar góða samfélagi.  Ef einhver getur ekki eða kýs að fara ekki í bólusetningu (enginn skyldaður í það) þá er viðkomandi beðinn um að nota andlitsgrímu þangað til að faraldurinn verður yfirstaðinn, sem verður vonandi í byrjun næsta vetrar, ef til vill síðar.
Ef einhver starfsmaður efast um að hann megi, þá oftast vegna einhverra heilsutengdra mála, fara í bólusetningu þá er eðlilegast að ræða það við starfsmenn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, þau vita allt um málið.  Það gæti misskilist ef ég, allsendis ómenntaður maðurinn í heilbrigðisfræðum, færi að úttala mig um það allt saman.
Ítreka þakkir mínar til þeirra sem stjórna þessum málaflokki og aðgerðum þeirra við útvegun á bóluefni sem mér sýnist geta leitt til þess að sumarið verði okkur barasta nokkuð hagstætt.
Kveðja og góða helgi,
Gísli Páll, forstjóri Grundarheimilanna


mbl.is Bóluefnið mögulega óheppilegast fyrir ungar konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það er aldeilis athyglisvert að lesa og heyra yfirlýsingar fólks um ágæti bólusetninga og hversu áreiðanleg þau efni eru en lýsa því síðan yfir að það er ómenntað í heilbrigðisfræðum, Gísli Páll er ekki sá eini sem á þar í hlut.

Fjöldinn allur af sérfræðingum, þá tala ég um sérfræðinga fólk sem veit hvað það er að tala um, segja að grímur geri ekki neitt gagnvart kórónuveirunni og það geti verið skaðlegt til lengri tíma notkunar. Eins lýsa þessir sérfræðingar áhyggjum af notkun bóluefna sem ekki séu fullreynd og einn var sá sem unnið hefur við gerð bóluefna sem telur ófært að vera að bólusetja fólk mitt í faraldri það gæti verið skaðlegt fólki.

Tómas Ibsen Halldórsson, 19.3.2021 kl. 15:18

2 identicon

"Tengsl blóðtappa og Covid-19 þekkt

Aðspurður seg­ir hann að Covid-19 geti al­mennt valdið blóðtöpp­um. Áhætt­an á slíku sé mun meiri hjá þeim sem fá Covid-19 en þeim sem fá bólu­setn­ingu.

„Það má ekki gleyma því að Covid sjálft get­ur valdið svona vanda­mál­um þannig að ef all­ir fengju Covid þá yrði áhætt­an mun meiri, “ seg­ir Þórólf­ur."

Ef Þórólfur getur ekki sýnt fram á þetta innan 24ra tíma með vísan í óháðar rannsóknir (þ.e. ekki frá CDC), þá er hann bara bulla út í eitt eins og hann er vanur. Sem sagt, hann fær 24 klst. annars ætla ég að kalla hann lygara.

Daniel (IP-tala skráð) 19.3.2021 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband