22.2.2021 | 17:58
Ráð frá Indlandi
Ég er ekki með neitt lyktarskyn og ekki neitt bragðskyn, sagði Víðir þegar hann var spurður um ástandið á fundi dagsins.
Nú eru liðnir þrír mánuðir síðan ég smitaðist. Ég mæli ekki með því við neinn að fá þetta. (en fór samt óvarlega sjálfur).
Hér eru ráðleggingar frá Indlandi hvernig hægt er flýta fyrir bata.
En hafa þeir blaðamenn sem á fundinum voru í dag og spurðu m.a. Víði út í þetta, engan áhuga á aukaverkunum vegna C19 bólusetninga? Það varð mun meira um veikindi en menn bjuggust við.
Þær eru í dag 344 og þar af 18 alvarlegar, þar af þrjár vegna Moderna en það lyf var ekki gefið eldra fólki, heldur þeim sem eru í lögreglunni, slökkviliðinu og sjúkraflutningum.
Fékk loks svar frá Lyfjastofnum um verkanirnar, hér er svarið:
,,Sæl Þórdís
Takk fyrir erindið. Hér koma svör við spurningum þínum.
Hverjar eru þessar alvarlegu aukaverkanir sem skráðar eru á vefinn ykkar v C19 bólusetninga? Þær eru 18 í dag.
Fyrst ber að nefna að þær tölur sem birtast á vefnum snúa að tilkynningum um grun um aukaverkun og ekki er víst að tilkynningarnar endurspegli raunverulegar aukaverkanir af bóluefnunum en það er metið í hverju tilfelli fyrir sig. Nánar í þeim fyrirvörum sem fram koma á vefnum um notkun tölulegu upplýsinganna sem þar birtast.
Alvarleg aukaverkun er aukaverkun eða óæskileg áhrif lyfs sem leiðir til dauða, lífshættulegs ástands, sjúkrahúsvistar eða lengingar á sjúkrahúsvist, veldur fötlun eða fæðingargalla hjá mönnum. Fyrir þær 18 alvarlegu tilkynningar sem nú hafa borist í kjölfar bólusetningar gegn COVID-19 eru 9 andlát, 9 tilfelli um innlögn á sjúkrahús og þar af vörðuðu 2 lífshættulegt ástand.
Og hvað er dæmi um aukaverkun sem ekki telst alvarleg? Skilst að væg einkenni séu ekki eitthvað sem verið er að tilkynna.
Allar aukaverkanir sem ekki falla innan skilgreiningarinnar í svari við spurningu 1 teljast ekki alvarlegar. Langalgengastar slíkra tilkynninga fyrir bóluefnin til þessa eru flensulík einkenni og óþægindi á stungustað.
Hvers vegna er þetta ekki sundurliðað eins og er t.d hjá VAERS í Bandaríkjunum?
Ekki er unnt að veita sundurliðaðar upplýsingar í rauntíma, þar sem vinnsla aukaverkananna á eftir að fara fram. Vegna ákalls um tölulegar upplýsingar brást Lyfjastofnun þannig við að veita tölulegar upplýsingar í rauntíma, jafnvel þótt ekki væri hægt að sundurliða nákvæmlega tilkynningarnar. Allar tilkynningar vegna gruns um aukaverkun fara í samevrópskan gagnagrunn þar sem greining á þeim fer fram, þ.á.m. mat á hvort líkur séu á orsakasamhengi milli tilviksins sem tilkynnt er og bólusetningarinnar. Út frá þessum upplýsingum er síðan metið hvort nýjar eða óvæntar aukaverkanir hafi komið fram sem gefi tilefni til að grípa til breytinga á ráðleggingum um notkun viðkomandi lyfs. Fyrir fyrsta bóluefnið sem fór í almenna notkun (Comirnaty frá BioNTech/Pfizer) hefur verið gefin út fyrsta mánaðarlega skýrslan um öryggi og í henni voru tilkynningar frá Íslandi líka með í greiningunni. Niðurstaðan skýrslunnar var að öryggi bóluefnisins væri í samræmi við fyrri gögn um öryggi þess og að engar nýjar aukaverkanir hafi komið fram.
Að auki viljum við benda þér á að ítarlega samantekt allra tilkynninga vegna gruns um aukaverkun á Evrópska efnahagssvæðinu má finna hér.
Bestu kveðjur,
Samskiptadeild / Communications Department
Lyfjastofnun / Icelandic Medicines Agency
Vínlandsleið 14, IS-113 Reykjavík
Ísland / Iceland
Sími / Tel: +354 520 2100
Umhverfisvernd - ekki prenta þennan tölvupóst að óþörfu / Please don't print this e-mail unless you really need to
Ábyrgð þín á tölvupósti / Your e-mail responsibilities: www.lyfjastofnun.is
Fyrirvari: Við svörun erinda er stuðst við samþykkta, opinbera lyfjatexta og önnur rýnd gögn sem gefin eru út af lyfjayfirvöldum á Íslandi og í Evrópu. Starfsfólk Lyfjastofnunar veitir ekki persónulegar ráðleggingar um lyf/lyfjanotkun. Sjá nánar á vef stofnunarinnar.
__________________________________________________________________________
-----Original Message-----
From: Þórdís B. Sigurþórsdóttir <thordisbs@simnet.is>
Sent: föstudagur, 19. febrúar 2021 11:13
To: Lyfjastofnun - IMA <lyfjastofnun@lyfjastofnun.is>
Cc: Samskiptadeild - IMA <IMA-samskiptadeild@lyfjastofnun.is>
Subject: Fwd: fyrirspurn um aukaverkanir bólusetninga - ítrekun
Daginn, hef sent fjórar fyrirspurn um málið, ítreka hér með.
Hverjar eru þessar alvarlegu aukaverkanir sem skráðar eru á vefinn ykkar v C19 bólusetninga. Þær eru 18 í dag. Og hvað er dæmi um aukaverkun sem ekki telst alvarleg? Skilst að væg einkenni séu ekki eitthvað sem verið er að tilkynna. Hvers vegna er þetta ekki sundurliðað eins og er t.d há VAERS í Bandaríkjunum?
með kv.þórdís"
Finnur enn hvorki bragð né lykt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Október 2024
- Ágúst 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2016
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Nóvember 2014
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
Bloggvinir
- aslaugas
- agny
- annaeinars
- danna
- agustkara
- bookiceland
- contact
- einarborgari
- rlingr
- sagamli
- helga-eldsto-art-cafe
- bofs
- sade
- gusg
- noldrarinn
- hafthorb
- hhbe
- hlf
- diva73
- snjolfur
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- kreppan
- jaj
- islandsfengur
- nonniblogg
- nyja-testamentid
- thjodarskutan
- kristinnp
- loncexter
- marinogn
- sighar
- sigurduringi
- sushanta
- viggojorgens
- vilhjalmurarnason
- thorsteinnhelgi
- valli57
- tbs
Athugasemdir
Það er vitanlega frétt að þessi náungi hafi fengið kóvít og finni hvorki bragð né lykt. En allar þær þúsundir sem hafa smitast af þessu hérlendis og ekki einu sinni tekið eftir því, þær eru vitanlega ekki fréttaefni.
Hamfaraklámið er ær og kýr fjölmiðlanna.
Þorsteinn Siglaugsson, 23.2.2021 kl. 18:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.