16.12.2020 | 17:37
Embættismenn fyrirskipa öldruðum í sóttkví og sýnatöku!
Samráðshópur um starfsemi hjúkrunarheimila mælir alfarið gegn því að íbúar fari í boð til ættingja og vina á aðventu, jólum eða áramótum. Tekið er fram í leiðbeiningum til hjúkrunarheimila að eftir slíkt boð þurfi íbúi að fara í sóttkví með ættingja á hans heimili og sýnatöku að sóttkví lokinni, áður en heimild verður veitt til þess að hann fái að koma aftur inn á hjúkrunarheimilið. Undir bréfið skrifar Neyðarstjórn Hrafnistu. Á heimasíðu Hrafnistu segir að tilmælin séu komin frá Landlækni og sóttvarnaryfirvöldum. Á bréfinu sjálfu segir aftur á móti að tilmælin séu frá Almannavörnum og sóttvarnaryfirvöldum. Þríeykinu sem sagt.
Ekki nóg með að núverandi reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnarreglur sé líklega brot á stjórnarskránni heldur eru embættismenn farnir að semja sín eigin tilmæli um sóttkví og sýnatökur og senda út eins og ekkert væri sjálfsagðara.
Hér er þríeykið að fyrirskipa útgöngubann á hjúkrunarheimilum yfir jól og áramót. Ef íbúar ætla sér að skreppa til ættingja verða þeir að vera í burtu í fimm daga a.m.k. og ekki snúa aftur nema þeir geti sýnt fram á neikvætt PCR próf! Þetta kemur auðvitað í veg fyrir að fólk sem ekki getur verið lengi frá hjúkrunarheimilinu af ýmsum ástæðum, geti skroppið í jóla- eða áramótaboð til ættingja sama hversu margir eru á því heimili, jafnvel bara maki þess.
Skv.reglugerð heilbrigðisráðuneytissins eru þeir skyldaðir að fara í sóttkví sem hafa umgengist einstaklinga með Covid-19 og eins þeir sem koma til landsins (val á milli sóttkvíar eða sýnatöku og smitgáttar).
En í þríeykislögregluríkinu Íslandi eru sett fram tilmæli um að fólk sem ekki hefur verið sýnt fram á að hafi komist í snertingu við smit, sé sett í sóttkví bara sí svona og sýnatöku. Annars megi það ekki koma aftur heim til sín! Eins kemur fram í bréfi Hrafnistu að ekki verði hægt að bjóða maka eða öðrum ættingjum að borða með íbúum yfir hátíðirnar.
Og já, í gær fundust sem sagt fimm ný smit og enn ríkir neyðarástand á landinu samkvæmt nýja-norms litakorti Almannvarna (Smáralind og Kringlan reyndar pakkfull). Og þá er nauðsynlegt að loka gamla fólkið inni yfir jól og áramót!
Það ber auðvitað engum að fara eftir þessu rugli. Fólkið má skreppa í jólaboð og fara aftur heim til sín þegar það vill án þess að láta skipa sér í sóttkví eða sýnatöku samkvæmt einhverjum tilmælum embættismanna.
Fá ekki að fara í heimsóknir um jól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Október 2024
- Ágúst 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2016
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Nóvember 2014
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
Bloggvinir
- aslaugas
- agny
- annaeinars
- danna
- agustkara
- bookiceland
- contact
- einarborgari
- rlingr
- sagamli
- helga-eldsto-art-cafe
- bofs
- sade
- gusg
- noldrarinn
- hafthorb
- hhbe
- hlf
- diva73
- snjolfur
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- kreppan
- jaj
- islandsfengur
- nonniblogg
- nyja-testamentid
- thjodarskutan
- kristinnp
- loncexter
- marinogn
- sighar
- sigurduringi
- sushanta
- viggojorgens
- vilhjalmurarnason
- thorsteinnhelgi
- valli57
- tbs
Athugasemdir
Ætli starfsfólk hjúkrunarheimila muni í raun snúa skjólstæðingum sínum við í dyragættinni þegar þeir snúa aftur úr jólaboði með ættingjum sínum?
Geir Ágústsson, 18.12.2020 kl. 10:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.