Leita í fréttum mbl.is

Engin einkenni, enginn sjúkdómur!

„Heilsan er bara góð. Ég er einkennalaus,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, við mbl.is. Hann hefur greinst með Covid-19 en hafði verið í sóttkví frá mánudegi.

Gott að heyra og vonandi fer allt vel. En sjúkdómur er reyndar greindur út frá einkennum. Engin einkenni, enginn sjúkdómur (eða hafið þið einhverntímann verið með einkennalausa inflúensu eða einkennalaust kvef?). 

En nú hafa tveir a.m.k. hjá Almannavörnum fengið veiruna, hinn var Rögnvaldur Ólafsson

Er Víðir að hlýða Víði?

Kannski ekki. Til öryggis væri gott ef varðstjóri nr. 0122 kíkti á gluggann hjá honum til að sjá hvort að verið sé að fara eftir reglunum.0122


mbl.is Víðir einkennalaus með frúnni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lestu fréttirnar. Hann greindist með smit, ekki veikindi.

Að sumir sleppi við veikindi þrátt fyrir smit er ekkert nýtt.

Svo er hann líka bara nýbúinn að smitast og gæti þess vegna orðið fárveikur á morgun eða hinn, eins og einn sem ég þekki lenti í.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.11.2020 kl. 18:44

2 identicon

Covid19 er sjúkdómur. 

Þórdís (IP-tala skráð) 25.11.2020 kl. 18:55

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þrátt fyrir ónákvæmni í textaskrifum fréttamanna er augljóst af þeim og viðtali við Víði sjálfan að hann er smitaður af veirunni en ekki veikur af sjúkdómnum. Einnig kom fram að konan hans hefði veikst eftir að þau smituðust. Víðir gæti því allt eins orðið veikur á morgun eða hinn, en vonandi sleppur hann við það og konan hressist fljótt.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.11.2020 kl. 19:41

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nú er hann byrjaður að veikjast:

Víðir farinn að finna fyrir einkennum

Guðmundur Ásgeirsson, 26.11.2020 kl. 14:56

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Eftir stendur að maðurinn hefur ekki hugmynd um það hvernig hann smitaðist:

„Í mínu til­felli finn­um við ekki hvaðan við feng­um þetta smit. Við hjón­in erum með þetta og það er búin að vera mik­il smitrakn­ing og skimun mikið í kring­um okk­ur en það finnst ekk­ert,“

Svarið blasir samt við: SARS-CoV-2 er loftborin veira og liggur þar að auki oft á ýmsum yfirborðum. Vegna þess hvað hefur tekist vel að eyðileggja myndun hjarðónæmis þá mun þessi veira leggjast á hvern einn og einasta aldraða einstakling, og lögregluþjóna, fyrr eða síðar, og valda miklu meiri skaða en aðrar loftbornar veirur sem rekast hraðar á hjarðónæmið og missa máttinn.

Geir Ágústsson, 26.11.2020 kl. 15:26

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það verður að passa að hann Víðir sé með grímu þegar hann fer á klóið foot-in-mouth

Númer 0122 sér um það.

Þorsteinn Siglaugsson, 26.11.2020 kl. 20:31

7 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Hann hefur bara svikist um að þvo sér og nota grímuna, er það ekki augljóst.

Guðmundur Jónsson, 26.11.2020 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband