Leita í fréttum mbl.is

Opnið framhaldsskólana - ummæli foreldra og nemenda

Í fyrradag var sett af stað undirskriftarsöfnun: Opnið framhaldsskólana og hefjið íþróttastarf barna og ungmenna. Bæði foreldrar og nemendur hafa skrifað undir og margir skrifa sérstök ummæli við sitt nafn. Þau er öll hægt að lesa með því að smella á Athugasemdir. Hér eru nokkur ummæli og við skulum vona að þegar upp er staðið að það hafi verið þess virði að hafa framhaldsskólanemendur (og jafnvel háskólanema) heima hjá sér svo mánauðum skiptir. Athugið að Ísland er eina Norðurlandið sem sendir framhaldsskólanema í fjarnám, að hluta eða öllu leyti.

En hér eru nokkur ummæli:
,,Ég á tvo unglinga í framhaldsskóla og þetta er algjörlega að fara með andlega líðan þeirra. Það mikið hjá öðrum þeirra að ég er farin að hafa miklar áhyggjur."
,,Ég á son í framhaldsskóla sem gafst upp á náminu og hefur átt mjög erfitt frá því skólinn lokaði."
,,Ég skrifa undir vegna þess að ég er að dragast aftur úr námi því ég fæ ekki þá hjálp sem ég gæti fengið með kennarann viðstaddann."
,,Ég skrifa hér undir vegna þess að núverandi ástand er algjörlega óviðunandi. Það er verið að hafa menntunina af ungmennum okkar."
,,Ég vil fá að mæta í skólann!"
,,Unglingar í dag eru ekki nema að mjög litlu leiti að ná að sinna skólanum að einhverju marki."
,,Sonur minn er að byrja í framhaldsskóla og hann er að gefast upp á því að komast ekki í skólann og fá þá aðstoð sem hann þarf."
,,Ég sé í gegnum vinnuna mína að þetta er að valda mikilli andlegri vanlíðan, óvissu og kvíða. Meiri áhættuhegðun, neysla á áfengi og vímuefnum."
,,Einnig á ég tvö börn sem eru núna í fjarnámi vegna Covid og þetta er að fara mjög illa í þau þrátt fyrir góðan stuðning heima."
,,Ég er framhaldskólanemi og geðheilsu minni hefur hrakað töluvert sökum lokana a framhaldsskólum."
,,Þetta fjarnám er að fara verulega illa í flest alla námsmenn og þetta er að hafa veruleg áhrif á metnað og einkunnir hjá flest öllum."
,,Ég á þrjú ungmenni sem öll hófu nám í haust í framhaldsskóla og háskóla. Öll voru þau að byrja aftur í skóla eftir hlé og voru búin að peppa sig upp í verkið. Í dag, vegna covid19 lokanna eru þau öll hætt í skóla. Sem mér þykir ótrúlega glatað. þau geta ekki annað þessu og skilja ekkert hvað þau eiga að gera. Verkefnin dúndrast inn og engin kennsla þannig í gangi. Ég sé ósköp lítinn mun á að hafa alla skóla opna eins og grunnskólana, það hljóta allir að geta passað sóttvarnir.Undirrituð er starfandi kennari í grunnskóla."
,,Ég tel að það séu stærri fórnir færðar að meina menntaskólanemum um að mæta í skólann og fá hefðbundna kennslu. Núverandi ástand með fjarkennslu veldur einangrun, vanlíðan og skapar mikla streitu hjá unglinugum og ekki verður séð fyrir endann á þessu ástandi og því skora ég á stjórnvöld að standa með ungmennum og krefjast þess af mennaskólum að veita almennilega staðarkennslu."
,,Ég hata fjarnám og einkunirnar mínar eru að detta niður."
,,Aðgerðirnar eru illa rökstuddar með tilliti til þeirra gagna sem fyrir liggja um smitleiðni og áhrif Covid á ungt fólk. Verið er að valda ungu fólki verulegu tjóni að óþörfu."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Réttast væri að draga veiruþrenninguna fyrir dóm!

Þorsteinn Siglaugsson, 22.10.2020 kl. 13:34

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég setti myndband á blogg mitt um daginn þar sem Dr.Reiner Fuellmich talaði um að draga þyrfti dóm þá sem komu þessu ósköpum á. Þar fjallar RF um WHO og BG og þau glæpsamlegu athæfi sem þessir aðilar hafa viðhaft. Youtube hefur lokað á þetta myndband, efni þess stóð gegn pólitískum rétttrúnaði, doktorinn hafði ekki rétta skoðun að YT áliti.

Tómas Ibsen Halldórsson, 22.10.2020 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband