Leita ķ fréttum mbl.is

Hvaš breytist meš mindfulness-iškun?

Hugleišsluhįtķšin Frišsęld ķ febrśar stendur yfir žessa dagana žar sem tilgangurinn er aš vekja įhuga į hugleišslu. Mindfulness (nśvitund, gjörhygli) er ein tegund hugleišslu og hefur notiš mikilla vinsęlda. Iškunin į rętur aš rekja til Austurlanda, nįnar tiltekiš til bśddķskra fręša. Fręšin eru nokkurs konar hugarvķsindi og helsta markmišiš er aš skoša, temja og kyrra hugann. Hér į Vesturlöndum er iškunin oft kynnt sem ašferš til aš efla einbeitingu, öšlast hugarró, draga śr streitu og kvķša, vera til stašar hér og nś o.s.frv. Žetta er allt rétt en hvaš žżšir žetta į einföldu mįli? Hvaš breytist viš žessa hugaržjįlfun og hvers vegna losnar oft um kvķša?

Alla jafna erum viš ómešvituš um žaš hvernig hugurinn virkar, hvaša įhrif hugsanir hafa į lķšan okkar og hvernig viš hneigjumst til aš sjį hugsanir sem raunveruleg og sönn fyrirbęri. Žar af leišandi fylgjum viš hugsunum eftir įn frekari skošunar žvķ segja mį aš viš trśum žeim. Hugsun sem veldur kvķša skżtur til dęmis upp kollinum og įn žess aš hika veršum viš kvķšin. Viš tökum mark į hugsuninni žvķ hśn er raunveruleg. Eša hvaš?

Žegar viš stundum mindfulness ęfum viš okkur ķ aš vera vakandi fyrir žvķ hvernig hugurinn starfar, hvaša įhrif hugsanir hafa į okkur og hvernig trśin į hugsanir gefur žeim aukinn kraft. Markmišiš meš iškuninni er mešal annars aš uppgötva aš hugsanir lifa ekki sjįlfstęšu lķfi heldur veltur tilvist žeirra į athyglinni sem žęr fį.

Meš hugleišslu ęfum viš okkur ķ aš fęra athyglina frį hugsunum og yfir į andardrįttinn. Žegar hugsanir gera vart viš sig segjum viš: „Žetta er hugsun“ og fęrum athyglina aš andardręttinum. Aftur og aftur, žó ekki af neinni hörku heldur af vinsemd. Eftir nokkra žjįlfun dveljum viš ósjįlfrįtt minna viš hugsanir en meira viš andardrįttinn eša ašra staši ķ lķkamanum. Žar meš kyrrist hugurinn og athyglin er oftar viš žaš sem viš erum aš gera hverju sinni, nślķšandi stund. Hugsunin/tilfinningin (ekki svo mikill greinarmunur geršur žar į) sem veldur kvķša skżtur annaš slagiš upp kollinum en nś hikum viš, fęrum athyglina aš andardręttinum og kvķšinn minnkar eša hverfur. Žegar hér er komiš öšlumst viš lķka įkvešiš innsęi, viš sjįum aš hugsunin sem veldur kvķšanum er ekki raunveruleg. Ef viš trśum ekki hugsuninni er allur kraftur śr henni og hśn hęttir aš sękja į okkur. Viš getum sagt aš hugsunin gefist upp žar sem hśn fęr enga athygli.

Kvķši er hér tekinn sem dęmi en žetta į aš sjįlfsögšu viš um margt annaš. Hvers konar fķkn eša stjórnleysi į rót sķna aš rekja til sömu įstęšu; tilhneigingu okkar til aš sjį hugsanir sem einhvers konar sannleika sem žarf aš fylgja eftir. Og oft veršur śr vķtahringur. Meš žjįlfun ķ mindfulness venjum viš okkur į aš staldra viš og sjįum fljótlega aš įhrifamįttur hugsana er, žegar allt kemur til alls, ekki nęstum eins mikill og viš įšur héldum.

Ķ stuttu mįli: Įšur en viš įstundum mindfulness „tökum viš žįtt“ ķ hugsunum okkar, oft af fullum krafti, og festum okkur ķ žeim. Meš žjįlfun ķ mindfulness veršum viš meira eins og įhorfendur. Viš lęrum aš sjį hugsanir sem óraunverulegar og horfa į žęr śr įkvešinni fjarlęgš. Žannig missa žęr kraft sinn og vald.

Höfundur er meš MA-grįšu ķ bśddķskum fręšum og er framkvęmdastjóri Mindfulness-mišstöšvarinnar. (Birt ķ Morgunblašinu 9.feb.2016).


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Des. 2024
S M Ž M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband