25.11.2014 | 15:13
En nýju lögin um neytendalán?
En nýju lögin um neytendalán frá nóv. 2013, eru þau fásinna? Skv. þeim þurfa lánastofnanir að gefa upp heildarlántökukostnað, þar á meðal verðbætur, sjá 5.gr. laganna:
Þessi nýju lög um aukna upplýsingagjöf til neytenda hljóta að vera viðurkenning á því að þetta var ekki lagi áður, ekki satt?
Fásinna að miða við annað en 0% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- Ágúst 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2016
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Nóvember 2014
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
Bloggvinir
- aslaugas
- agny
- annaeinars
- danna
- agustkara
- bookiceland
- contact
- einarborgari
- rlingr
- sagamli
- helga-eldsto-art-cafe
- bofs
- sade
- gusg
- noldrarinn
- hafthorb
- hhbe
- hlf
- diva73
- snjolfur
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- kreppan
- jaj
- islandsfengur
- nonniblogg
- nyja-testamentid
- thjodarskutan
- kristinnp
- loncexter
- marinogn
- sighar
- sigurduringi
- sushanta
- viggojorgens
- vilhjalmurarnason
- thorsteinnhelgi
- valli57
- tbs
Athugasemdir
Nákvæmlega.
Benedikt Helgason, 25.11.2014 kl. 15:29
Það þarf ekki að vera gáfulegt þó það sé í lögum. Eina leiðin til að sjá raunverulega greiðslubyrði er að miða við 0% verðbólgu. En áhersla almennings á að fá krónutöluútreikninga frekar en raunvirðisútreikninga hefur sett þetta í lögin.
Hannes (IP-tala skráð) 25.11.2014 kl. 15:41
@Hannes. Vær ekki miklu nær að álykta að það sé ekki skynsamlegt að leyfa verðtryggð lán af því þau samrýmast illa Evróputilskipunum um neytendavernd.
Benedikt Helgason, 25.11.2014 kl. 16:23
Hannes, á maður semsagt að geta séð það útfrá greiðsluáætlun sem undanskilur stærsta kostnaðarliðinn, hvað lánið á að kosta?
Þætti þér það eðlilegt ef þú værir að kaupa íbúð, að fá bara að vita hvað forstofan kostar, og restin væri svo bara óvissuþáttur sem myndi ekki upplýsast fyrr en eftir að þau værir búinn að skrifa undir kaupsamning? Það væri þá kannski sniðugt að sleppa því líka að gefa upp fermetrafjöldann fyrr en eftir á, eða alls ekki og kaupandinn mætti bara sjálfur mæla íbúðina?
Guðmundur Ásgeirsson, 25.11.2014 kl. 16:53
Ef stærsti tekjuliðurinn er ekki í dæminu, komandi launahækkanir, þá er réttast að sleppa einnig vísitöluhækkunum. Greiðsluáætlunin segir þér þá hve hátt hlutfall launa fer í greiðslur en ekki endilega krónutöluna. Greiðsluáætlun sem segir þér að eftir 30 ár verði afborgunin margföld núverandi laun án þess að segja þér hver launin verða eftir 30 ár er gagnslaus.
Hannes (IP-tala skráð) 25.11.2014 kl. 17:31
Þú ert ennþá að misskilja þetta.
Dómsmálið snýst hreinlega alls ekkert um launatekjur.
Það snýst um upplýsingaskyldu fyrirtækja í ákveðinni starfsemi.
Guðmundur Ásgeirsson, 25.11.2014 kl. 17:35
Einmitt Guðmundur. Þú gerist sjálfur sekur um það sem þú sakar aðra um. Þú nefnir að það að vita bara hvað verðtryggt lán með 0% verðbólgu kosti jafngildi því að vita bara hvað forstofan kostar.
En ef þú ætlar bara að einblína á lánið en ekki launin sem eiga að standa undir láninu og íbúðarverðið sem stendur til tryggingar láninu og verður síðan selt að lokum til að fjárfesta í næstu íbúð, þá ertu að segja að það sé í lagi að vita bara hvernig forstofan lítur út en ekki restin af íbúðinni sem þú ert að kaupa.
Ég meina horfðu á heildarmyndina.
Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 25.11.2014 kl. 17:53
Dómsmálið snýst heldur ekki um forstofur og fermetra. Upplýsingaskylda ætti að snúast um að gefa nothæfar upplýsingar en ekki bara einhverjar tölur sem engum gagnast.
Hannes (IP-tala skráð) 25.11.2014 kl. 18:41
Fyrir hrun bar mikið á s.k. greiningardeildum banka. Þær höfðu það merka hlutverk að spá í framtíðina. Þetta gekk ekki vel. Greiningardeildirnar sáu ekki fram á hroðalegt eigið gjaldþrot, hvað þá annað.
Eigum við að setja upp greiningardeildir sem eiga að spá fyrir um verðbólgu?
Og ef við gerum það, og spárnar bregðast, er það þá ekki fullkomin ástæða til þess að fá lánasamningum rift?
Verðbólga og vísitala eru reiknuð eftir á, og það vegna ástæðu, það er ekki hægt að sjá verðbólgu fyrir. Fyrir utan það, að það er ekki bankanna að hafa stjórn á henni, það er hlutverk Seðlabanka og ríkisins. Við skulum hafa það í huga, að samtök launþega geta mögulega valdið óðaverðbólgu með óábyrgum kröfum og verkföllum, þar til kröfur þeirra eru samþykkar. Eiga bankarnir líka að bera ábyrgð á því?
Þess utan er það laukrétt að laun og fasteignaverð haldast í hendur við vísitöluhækkanir. En ef fólk vill hafa varan á, þá er gott aðgengi að reiknivélum á netinu þar sem fólk getur sjálft slegið inn vísitölubreytum.
Hilmar (IP-tala skráð) 25.11.2014 kl. 18:52
Það eru plúsar og mínusar við mögulegar aðferir við að reikna út þennan kostnað.
En aðalmálið er þetta sko: Flokkast það lagalega sem ,,óréttmætur skilmáli" í lánasamningi að hafa það fyrirkomulag er til umræðu var hjá EFTA?
Það er málið.
Þá er fyrst til að taka að það er ekki ,,óréttmætari skilmáli" en það - að samskonar skilmálar eru í raun gegnum gangandi í öllum verðtryggðum lánum!
Þessi skilmáli þýddi bara að lánið hélt raunverðgildi sínu. Var verðtryggt.
Af þessu sést að ekki er verið að fara fram á að neitt verið ,,leiðrétt".
Það er verið að fara fram á að fá gefins peninga.
Að skuldum sé velt yfir á allt samfélagið.
Og er það réttlátt?
Maður spyr sig.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.11.2014 kl. 19:10
Verðtrygging með útreikningi á neysluvísitölu er fásinna þar sem matvörur og orkugjafar hafa hækkað jafnt og þétt síðustu áratugina og munu gera það áfram. Þar halda lánin ekki verðgildi sínu, þau auka verðgildi sitt óeðlilega mikið.
Svo má benda á þetta bull í honum Vilhjálmi. Ef að 100 manna vinnustaður fær 2% hækkun á laun sín sem voru 200.000 og forstjórinn fær 2 milljónir í hækkun launa það árið, þá hafa starfsmennirnir fengið að meðaltali 12% hækkun.
Þessi launavísitala er alveg út í hróa.
Jón Páll Garðarsson, 25.11.2014 kl. 19:43
Þetta er rangt Ómar. Það er trúlega með því allra besta sem gæti komið fyrir efnahagskerfi landsins að lántakendur vinna öll sín dómsmál því það minnkar snjóhengjuna umtalsvert á kostnað erlendra kröfuhafa.
Vandamál ÍBLS, sem myndu aukast mikið við þetta, er hægt að leysa að því að mér sýnist með því að setja hann í þrot og klippa skuldabréfaeigendur. Það myndi þýða að lífeyrissjóðirnir þyrftu að færa niður sínar eignir en það myndar ekkert tjón hjá eigendum sjóðanna því lífeyriseign þeirra færist úr sjóðunum og inn í fasteignir þeirra.
M.ö.o. allar niðurfærslur lánasafna í eigu innlendra aðila (þ.m.t. Landsbankans) eru neutral fyrir hagkerfið á meðan niðurfærslur lánasafna erlendra aðila eru jákvæðar fyrir hagkerfið.
Vissulega myndu þetta þýða umtalsverðar millifærslur eigna innan hagkerfisins en það er hægt að nota skattkerfið til þess að jafna það (hætta við skuldaleiðréttinguna t.d.). En með því að vinna öll sín mál (sem ég á ekki von á) þá myndu lántakar aðstoða okkur við að minnka snjóhengjuna um ca. 2-300 milljarða á að giska.
Benedikt Helgason, 25.11.2014 kl. 20:12
Benedikt, það er rétt að helsta vandamálið sem ríkið þarf að hafa áhyggjur af í þessu sambandi er ÍBLS. Góðu fréttirnar eru hinsvegar að tugmilljarða sem innheimtast í bankaskatt, þarf sennilega ekki að nota til að niðurgreiða húsnæðislán heimilanna ef þau verða leiðrétt samkvæmt dómi. Þess í stað væri tilvalið að beina þeim til ÍBLS þannig að hann hafi nægt eigið fé til að ráða við að leiðrétta útlán sín samkvæmt dómi líka. Þannig væri vel hægt að leiðrétta samkvæmt dómi án þess að því fylgi nein kollsteypa. Þetta er ein möguleg sviðsmynd, en þær eru fleiri mögulegar.
Guðmundur Ásgeirsson, 25.11.2014 kl. 22:10
Að sjálfsögðu stökkva framsóknarmenn og sjallar fram og vilja hlífa fjármálakerfinu algjörlega með því að hrifsa með ofbeldi um 100 milljarða úr ríkiskassanum og færa fjármálaveldinu.
Það var viðbúið.
Kemur heldur ekki á óvart hverjir styðja það.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.11.2014 kl. 22:44
Hverjir eru það Ómar Bjarki?
(Áður en þú segir HH er rétt að benda þér að þau samtök hafa alla tíð lagst gegn því að ríkið taki að sér að greiða niður lánin.)
Guðmundur Ásgeirsson, 26.11.2014 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.