Leita í fréttum mbl.is

Hvað varð um lán Landsbankans til SP fjármögnunar?

Í ársreikningi nýja Landsbankans (NBI), er ekki að finna þau lán sem SP átti að hafa fengið að láni hjá Landsbankanum fyrir lánum SP til viðskiptavina í „erlendri mynt."
Það er fróðlegt að skoða ársreikning NBI hf. fyrir tímabilið 7. okt.- 31. des. 2008. Flestir þeir sem eitthvað kunna fyrir sér í lestri ársreikninga vita að SP-fjármögnun hf. er hluti af samstæðu bankans og félagið því óaðskiljanlegt frá henni sem dótturfélag. Þá er NBI hf. eini lánveitandi félagsins. Í skýringu nr. 73 á bls. 59 í ársreikningnum er að finna yfirlit yfir eignir og skuldir samstæðunnar eftir myntum.  Þar kemur fram að samstæðan (þ.m.t. bílalán SP-fjármögnunar) á eignir að fjárhæð 126,2 milljarða króna í jpy. og 130,1 milljarða kr. í chf. Samstæðan skuldar hins vegar einungis 298 milljónir í jpy og 446 milljónir í chf., eða brotabrot af eignum í viðkomandi myntum. Hvernig fæst það staðist?

Í dómi héraðsdóms í máli SP gegn Óskari Sindra, 3.des. 2009, kemur eftirfarandi fram:

„Kjartan (innsk. framkvæmdastjóri SP) sagði að SP-fjármögnun hf. væri í samstarfi við bílasala og bílaumboð um allt land.  Þegar Óskar Sindri Atlason óskaði eftir að fá bifreiðina VT-658 á bílasamningi hjá SP- fjármögnun hf. hafi verið send umsögn um það til félagsins.  Starfsmenn félagsins hefðu skoðað það og metið hvort hann væri traustsins verður.  Óskar Sindri hefði sótt um það í erlendri mynt og um leið og SP-fjármögnun hf. samþykkti það þá hafi verið gengið frá því að SP-fjármögnun hf. tæki lánið hjá viðskiptabanka félagsins í erlendri mynt.  Síðan hafi félagið selt þessa erlendu mynt og greitt það út annar vegar í japönskum jenum og hins vegar í svissneskum frönkum.  Félagið hafi sem sagt tekið erlent lán fyrir þessu hjá viðskiptabanka félagsins, Landsbanka Íslands.  Selt síðan erlendu myntina fyrir íslenskar krónur og greitt þær seljanda bifreiðarinnar, Nýju Bílahöllinni."

Og áfram segir:

„Kjartan sagði að SP-fjármögnun hf. fjármagnaði útlán sín með lántökum hjá Landsbankanum.  Þegar SP-fjármögnun hf. lánaði út dollara þá tæki félagið lán í dollurum.  Ef félagið lánaði japönsk jen þá tæki það lán í japönskum jenum.  Kjartan sagði að erlendar lántökur væru 80 til 90% í starfsemi félagsins, eða hefðu verið það fyrir hrun.  Nú stæði ekki erlend mynt til boða.  Allir nýir samningar í dag væru í íslenskum krónum."

Og enn segir:

„Kjartan sagði að þegar menn greiði SP-fjármögnun hf. í íslenskum krónum af svona bílalánum þá kaupi félagið með íslensku krónunum erlendan gjaldeyri til að greiðir skuld félagsins vegna viðskiptanna."

Þessi lán er alla vega ekki hægt að finna í samstæðuuppgjöri Landsbankans (NBI hf.).  Fyrst svo er ekki er hægt að fullyrða að þau er ekki að finna í ársreikningi SP-fjármögnunar hf. Að minnsta kosti ekki eins og kaupin virðast hafa gengið fyrir sig á eyrinni samkvæmt staðhæfingum framkvæmdastjórans.  Maður veltir því fyrir sér hvort framkvæmdastjóri SP-fjármögnunar hf. hafi sagt rétt og satt frá í rétti en frásögn hans hafði ótvíræð áhrif á niðurstöðu dómarans í málinu.

Hér er dómurinn.


mbl.is Hefja rannsókn strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Og svo gufaði það upp og svo gufaði það upp

Sigurður Haraldsson, 20.10.2010 kl. 13:07

2 identicon

Að þetta fyrirtæki skuli vera í eigu þjóðarinnar, alveg galið miðað við hvernig forsvarsmennirnir haga sér þeir ljúga meira en sjálfur Munchausen.

Geir Birgir Guðmundsson (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 13:51

3 identicon

 Skildu þeir hafa greitt visk til tollstjóra af áætluðum dekkjakostnaði sem kemur fram í dómsniðurstöðunni, eins hvort þeir greiði vsk að öðrum áætluðum viðgerðarkostnaði sem vörslusviftir lántakar eru látnir greiða
Innskot mitt, tekið úr dómsniðurstöðunni
Dekk undir VT-658 108.105 kr.
http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=E200904501&Domur=2&type=1&Serial=1&Words...

Geir Birgir Guðmundsson (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband