9.9.2010 | 09:37
Erlendur Magnússon
Erlendur Magnússon sérfræðingur ritar grein í Morgunblaðið í dag, Ekkert þak á vöxtum."
og segir m.a:.
Millibankavextir miðast ávallt við tiltekinn gjaldmiðilÞað er viðskiptaregla um heim allan þegar menn breyta höfuðstól láns sem ber millibankavexti úr einum gjaldmiðli í annan þá eru vextir ávallt reiknaðir miðað við millibankavexti nýs gjaldmiðils. Vextir í einum gjaldmiðli bera aldrei millibankavexti annars gjaldmiðils. Komist íslenskur dómstóll að niðurstöðu um að lán í íslenskum krónum skuli bera millibankavexti í öðrum gjaldmiðli, þá dæmir hann íslensk lög og íslenska dómstóla úr leik í öllum alþjóðaviðskiptum næstu áratugina."
Athugasemd: Það er ekki verið að breyta höfuðstólnum úr einum gjaldmiðli yfir í annan. Hann er og hefur alltaf verið í íslenskum krónum en lánveitandinn blekkti aftur á móti lántakendur; sagði, kynnti og auglýsti lánin sem: lán í erlendri mynt" eða erlend lán." Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að lánið væri ekki í erlendri mynt eins og lögmaður Lýsingar og SP Fjármögnunar hélt fram fyrir rétti heldur væri lánið í íslenskum krónum. Lánveitendur buðu einfaldlega upp á lán í íslenskum krónum (sagt vera erlent) sem tóku mið af millibankavöxtum annarra gjaldmiðla.
Þess má geta að vextir hjá Avant á lánum sem bundin voru við jen og franka voru komnir í 8-9%, og því í engum takti við millibankavexti þeirra gjaldmiðla. SP Fjármögnun gerði það sama, hækkaði álagið sem þó átti að vera fast skv. samningnum (eða ekki neitt eins og t.d. á mínum SP samningi frá 2005, texta um vaxtaálag vantaði inn í eldri samninga SP, 2005 og ca. fyrstu 4 mánuði 2006 og því eiga þeir lántakendur rétt á endurgreiðslu og skaðabótum).
Lánveitendur reiknuðu þó ávallt íslenska dráttarvexti ofan á erlendu" lánin. Er það almenn viðskiptaregla?
Hér er restin af grein hans:
Lögmaður lántaka í vaxtamáli Lýsingar segir fyrir Hæstarétti að lántaki hefði aldrei keypt bíl á láni sem bar 16-21% vexti. Það er undarleg fullyrðing, því með því að taka lán bundið LIBOR-vöxtum skuldbatt lántaki sig til þess að greiða breytilega vexti sama hverjir þeir yrðu á lánstímanum, þar með ef þeir færu upp í 21% á lánstímanum eða jafnvel hærra. Þegar menn taka lán sem bera LIBOR-vexti eða aðra millibankavexti, að viðbættu álagi, þá skuldbinda þeir sig til þess að greiða viðkomandi vexti sama hvernig sem millibankavextir þróast á lánstímanum. Það er aðeins álagið sem er fast í umsaminn tíma; millibankavextirnir breytast frá einu vaxtatímabili til annars. Hversu háir millibankavextirnir geta orðið á samningstímanum veit enginn fyrirfram.Sem dæmi þá hafa LIBOR-vextir í dollurum hæst farið yfir 19% og LIBOR-vextir í pundum voru um langt skeið 15% fyrir um tveimur áratugum. Það er ekkert sem segir að þeir geti ekki orðið hærri í framtíðinni. Millibankavextir undir 1% í evrum, pundum og dollurum þekktust ekki fyrr en á síðasta ársfjórðungi 2008 og áttu rætur að tekja til viðbragða seðlabanka um heim allan til að koma í veg fyrir hrun alþjóðahagkerfisins."
Athugasemd: Hvað með lágvaxtagjaldmiðlana, japönsk jen og svissneska franka, en lán í íslenskum kr. bundin við þá gjaldmiðla voru langalgengust síðustu 2 ár fyrir hrun.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- Ágúst 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2016
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Nóvember 2014
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
Bloggvinir
-
aslaugas
-
agny
-
annaeinars
-
danna
-
agustkara
-
bookiceland
-
contact
-
einarborgari
-
rlingr
-
sagamli
-
helga-eldsto-art-cafe
-
bofs
-
sade
-
gusg
-
noldrarinn
-
hafthorb
-
hhbe
-
hlf
-
diva73
-
snjolfur
-
ingaghall
-
ingolfursigurdsson
-
kreppan
-
jaj
-
islandsfengur
-
nonniblogg
-
nyja-testamentid
-
thjodarskutan
-
kristinnp
-
loncexter
-
marinogn
-
sighar
-
sigurduringi
-
sushanta
-
viggojorgens
-
vilhjalmurarnason
-
thorsteinnhelgi
-
valli57
-
tbs
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.