Leita í fréttum mbl.is

Birna bankastýra

„Birna segir, að vissulega hafi réttaróvissa um lögmæti og vaxtakjör lána í erlendri mynt sett mark sitt á uppgjörsvinnu bankans. Bankinn hafi gert úttekt á hugsanlegum áhrifum ólíkra niðurstaðna í því máli.  Sú úttekt leiði í ljós, að verði öll lán í erlendri mynt verði dæmd ólögleg geti höggið á eiginfjárgrunn bankans orðið verulegt en eiginfjárhlutfall yrði samt yfir 12% sem sé vel yfir lögbundnu lágmarki."

Það hefur engin óvissa ríkt um lán í erlendri mynt og „öll lán í erlendri mynt" verða því aldrei dæmd ólögleg. Hæstiréttur dæmdi þann 16. júní sl. svo nefnd myntkörfulán (lán í íslenskum kr. tryggð með gengi erlendra gjaldmiðla) ólögmæt. Bankastjórar og bankastýrur verða að þekkja muninn á erlendum gjaldeyri og íslenskum krónum! Og gengistryggðir fjármögnunarleigusamningar sem Birna og co. eru enn að rukka að fullu féllu líka undir dóm Hæstaréttar enda eru þeir samningar lánssamningar en ekki leigusamningar rétt eins og kaupleigusamningur sem Hæstiréttur skar úr um að væri lánssamningur en ekki leigusamningur og félli því undir lög um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Fjármögnunarfyrirtækin og bankarnir eru fullir að fólki sem þykjast ekki skilja dóm Hæstaréttar, þannig getur það óáreitt  haldið áfram að brjóta á lýðnum, með aðstoð meðvirkra eftirlitsstofnanna. Ísland er paradís fyrir skipulagða fjármálaglæpastarfsemi.


mbl.is 8,3 milljarða hagnaður Íslandsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband