5.9.2010 | 22:21
Nokkrar athugasemdir
Mikil óánægja greip um sig þegar Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlit ríkisins sendu frá sér tilmæli þess efnis að gera skyldi upp lánin miðað skal við lægstu óverðtryggðu vexti Seðlabankans á hverjum tíma í stað umsaminna vaxta eða verðtryggingu og lægstu verðtryggðu vexti. Þrátt fyrir að fólki, sér í lagi skuldurum og þeir sem töldu sig tala fyrir þá, hugnaðist þetta ekki leiddu tilmælin til mun betri greiðsluskilmála en upphaflegir samningskilmálar um gengistryggingu gerðu."
Seðlabanki Íslands og FME höfðu einfaldlega ekkert með það að gera að gefa út þessi tilmæli. Þau voru þar að auki ólögmæt að mati talsmanns neytenda. Og að tilmælin hefðu leitt til betri skilmála er nú ekki endilega rétt og bendi ég t.d. á grein Þorsteins Siglaugssonar hagfræðings sem skrifaði grein í Morgunblaðið (Morgunblaðið ætti að birta aðsendar greinar á vef sínum eins og gert er hjá Fréttablaðinu til að hægt sé að finna þær á netinu) í sumar og sýndi útreikninga. Í stuttu máli, gátu óverðtryggðu vextirnir leitt til lækkunar á skammtímalánum og sérstaklega ef þau voru tiltölulega nýleg. En það var önnur saga með langtímalán eins og húsnæðislán (ath. þessi dómur á ekki aðeins við um bílalán heldur gengistryggð lán), þá sýndu útreikningar Þorsteins að óverðtryggðir vextir SÍ myndu vera töluvert óhagstæðari fyrir neytendur.
Niðurstaða héraðsdóms var ekki ósvipuð tilmælunum og kvað á um að miða skyldi við lægstu óverðtryggðu vexti Seðlabankans hverju sinni. Var þessi leið valin frekar en að miða við verðtryggingu og vexti samkvæmt því þar sem það væri hagfelldara fyrir lánþega. Var þetta stutt rökum um neytendaverndarsjónarmið."
Niðurstaðan var alveg eins og tilmælin, lægstu óverðtryggðu vextir Sí. Dómarinn Arnfríður Einarsdóttir, komst að þeirri niðurstöðu að lánveitandi og lántaki hefðu samið um e.k. verðtryggingu og því hefði verið rökréttara hjá dómaranum að velja verðtryggða vexti en ekki óverðtryggða. (Þetta stemmir reyndar ekki hjá dómaranum, til þess að lántaki og lánveitandi hefðu getað samið um e.k. verðtryggingu hefði lántakandi mátt vita að lánið væri ekki í erlendri mynt eins og lánin voru ávallt markaðssett og kynnt, heldur í íslenskum krónum með verðtryggingu við erlenda gjaldmiðla. En það vissu lántakendur ekki. Og ekki heldur fyrrum seðlabankastjóri Eiríkur Guðnason, hann taldi að þetta væru gjaldeyrislán en ekki gengistryggð lán. Það eru heldur engin neytendaverndarsjónarmið að redda lögbrjótunum.
Myntkarfan fyrir dóm á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Október 2024
- Ágúst 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2016
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Nóvember 2014
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
Bloggvinir
- aslaugas
- agny
- annaeinars
- danna
- agustkara
- bookiceland
- contact
- einarborgari
- rlingr
- sagamli
- helga-eldsto-art-cafe
- bofs
- sade
- gusg
- noldrarinn
- hafthorb
- hhbe
- hlf
- diva73
- snjolfur
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- kreppan
- jaj
- islandsfengur
- nonniblogg
- nyja-testamentid
- thjodarskutan
- kristinnp
- loncexter
- marinogn
- sighar
- sigurduringi
- sushanta
- viggojorgens
- vilhjalmurarnason
- thorsteinnhelgi
- valli57
- tbs
Af mbl.is
Íþróttir
- Fram - Stjarnan, staðan er 19:11
- Viggó óstöðvandi í naumum sigri
- Gerðu landsliðsmarkverðinum skráveifu
- Jafnt í Íslendingaslag City áfram
- Landsliðskonan öflug í tapi
- Slóveninn að glíma við meiðsli
- Fyrrverandi landsliðsmanni hraðað á sjúkrahús
- Rannsaka enn mál dómarans
- Verður áfram í Garðabæ
- Hafsteinn Óli lék fyrir Grænhöfðaeyjar
Athugasemdir
Kjarni málsins er að það verður að slátra púkanum á fjósbitanum = verðtryggingunni = okurvöxtum. Búið er að ljúga að sauðsvörtum (hmm, hmm) almenningi að hún sé einhvers konar náttúrulögmál !Eina lögmálið við verðtrygginguna er að hún bítur í skottið á sér og viðheldur verðbólgu. Enda þekkist fyrirbærið ekki hjá siðmenntuðum þjóðum. Þó hækka þyrfti samningsvexti eitthvað væri það skárra. Þá væri t.d. hægt að gera raunhæfar áætlanir í fyrsta skipti í áratugi. Ef almenningur sekkur í kviksyndi okursins þá einfaldlega sökkva fjármagnseigendur með.
Hrúturinn (IP-tala skráð) 5.9.2010 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.