Leita í fréttum mbl.is

Fyrirtækin neituðu ávallt að lánin væru gengis- eða verðtryggð!

Lögmanni Lýsingar og SP fjármögnunar tókst ekki að sannfæra Hæstarétt um að lánin væru í erlendri mynt. Alltaf voru þessi lán seld og kynnt sem lán í erlendri mynt (eða erlend lán) og eru jafnvel enn, aldrei sem íslensk krónulán, verðtryggð með gengi erlendra gjaldmiðla.  Til er fjöldi skjala sem sýnir svör lögmanna þessara fyrirtækja vegna mála sem lántakendur hafa sent til Neytendastofu og Úrskurðarnefndar hjá FME, þar sem lögmennirnir halda því alltaf fram að lánið sé ekki verð- eða gengistryggt heldur í erlendum myntum (sem sagt ekki gengistryggt). En síðan er höfðað nýtt mál, strax eftir dóm Hæstaréttar sem fær flýtimeðferð hjá dómara sem er giftur inn í Lagastoð, lögmannsstofuna sem stefnir inn málinu, þar sem því er m.a. haldið fram að neytendum hefði mátt vera ljóst að lánið hafi verið gengistryggt, sem sagt í íslenskum kr. og eins er gefið til kynna að neytendur mættu ekki auðgast á VILLU.  Í raun er dómarinn að segja að lögmenn landsins séu allir óvitar og viti ekkert í sinni haus.

Neytendur „hefðu mátt vita" að lánin sem þeim voru seld hafi ekki verið í erlendri mynt heldur með ólögmætri gengistryggingu.  Með öðrum orðum, neytendum hefði mátt vera ljóst að verið væri að ljúga að þeim, að lánin hafi alls ekki verið í erlendum gjaldmiðlum heldur í íslenskum krónum sem pakkað var inn í umbúðir og kallað: erlendur gjaldeyrir! Neytendur áttu að vita betur en lögmennirnir sem voru bara óvitar og þekktu ekki lögin en voru margir hverjir samt á fullu við að stefna lánasamningum sem þessum inn til dómstóla. Neytendur hefðu mátt vita betur en FME, Neytendastofa og t.d. fyrrum seðlabankastjóri Eiríkur Guðnason sem taldi að lánin hafi ekki verið gengistryggð heldur gjaldeyrislán.

Arnfríður dómari komst síðan að þeirri niðurstöðu að aðilar samnings hefðu í raun samið um einhverskonar verðtryggingu, kannski frekar óheppilegt að orða hlutina næstum eins og eiginmaðurinn sem starfar hjá Lagastoð eins og áður er getið.
Úr dómsorði:  Að þessu virtu og með hliðsjón af efni umrædds samnings er ljóst að aðilar hafa við gerð hans tekið mið af því að lánið yrði verðtryggt með ákveðnum hætti og að jafnframt yrðu greiddir vextir sem tækju mið af umsaminni gengistryggingu sem dæmd hefur verið óheimil.

mbl.is Furða sig á gengisdómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Já það er eitthvað stórkostlegt að í stjórnkerfi okkar spillingin og valdagræðgin er fáránleg!

Sigurður Haraldsson, 26.7.2010 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband