Leita í fréttum mbl.is

Voru mennirnir með miklu ábyrgðina að bjóða áhættulán?

Þeir sem tóku þá ákvörðun að bjóða þessi lán „léttu greiðslubyrðina með myntkörfulánum frá Glitni" (svo dæmi sé tekið) voru mennirnir sem þér Pétur Blöndal, fannst að ætti að fá ofurlaun fyrir alla ábyrgðina sem þeir báru í störfum sínum. Þeir vissu allan tímann að gengistryggingin væri ólögleg og því vildu þeir breytingu á lögum (apríl 2001). Þessi lán fóru á fullt þegar allt  kerfið (og m.a. þú) vissi að bankarnir voru á leið til fjandans, þá var byrjað að „flytja myntáhættu af bönkum yfir á lántakendur" eins og segir í gjaldeyrishluta rannsóknarskýrslunnar. Þar að auki var fólk að taka áhættu á lánum í erlendri mynt eins og þetta var markaðssett en ekki á lánum sem voru í þykjustunni erlend.


mbl.is Bruðlurum bjargað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er hjartanlega sammála því sem þú segir hérna, en hins vegar held ég að það sé mikið til í því sem hann Pétur nefnir í sambandi við verðtrygginguna. En mér finnst frekar hrokafullt að kalla fólk sem tók þessi lán, bruðlara!

Hanna Björg Konráðsdóttir (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 15:20

2 identicon

Sammála. En í sambandi við verðtrygginguna.....af hverju þarf að verðtryggja lán og innistæður...

Er það vegna þess að krónan er léleg og ekki á treystandi?

Ef svo er afhverju vilja íslendingar halda í krónuna sem hinn eina sanna gjaldmiðil og hverjir eru það sem það vilja?

Eru það fólkið sem er með verðtryggð lán? Varla

Eru það fjármagnseigendur....Lýfeyrissjóðir og fleira?

Er barátta hjá íslendingum gegn upptöku annarar myntar ( sem ekki verður fengin nema með inngöngu í ESB ) í þeirra þágu á kosnað þeirra sem skulda....( = flestir íslendingar )?

Hugsum málin alla leið. Krónan var tekin upp fyrir 70 árum eða svo og síðan þá hefur verið bullandi verðbólga. Síðan 1970 er búin að vera 80.000% verðbólga. Það liggur við að ég voni eins og ég sá rita á einhverju blogginu að danir hertaki okkur aftur. Hér hafa menn ávalt stjórnað af fólki sem er með hagsmuni hinna ríku að leiðarljósi. Og við munum styðja það áfram.

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 17:30

3 identicon

þegar Gengistryggðu lánin héldu innreið sína, þá var það allmennt talið svo að þau væru hin mesta búbót og það bæri að þakka fyrir að það væri kominn annar kostur við vísitölulánin.

Menn reiknuðu fram og aftur, báru saman útkomurnar við vístölulánin, aftur og aftur.

Semsagt menn vissu algjörlega upp á hár hvað væri á ferðinni!

SEM VAR.. Verðtrygging í formi Gengistryggingar, í staðin fyrir Vísitölu.

Ummræðan um þessi lán var opin og ekkert var dregið undan hvað hér væri á ferðinni.

ÁHÆTTAN ER: GENGI ÍSLENSKU KRÓNUNNAR!

þetta getur enginn dregið í efa, þetta sanna óteljandi blaðagreinar og umræður í fjölmiðlum frá þessum tíma.

Nú hefur Hæstiréttur dæmt um það að EKKI finnist lög um að hægt sé að notast við GENGISTRYGGINGU.

En það breytir engu um það að lántakendur skrifuðuð upp á, og voru sáttir við GENGISTRYGGINGU í staðin fyrir VÍSITÖLU.

En nú hafa lánþegar fundið smugu til þess að komast hjá upprunanlegu skuldbindingum SÍNUM, það er kostnaður/áhætta af gengi krónunnar.

Ragnar Thorisson (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 17:38

4 identicon

Ragnar ert þú nú kominn inn á bloggið mitt !:) 

Ég skrifaði ekki upp á gengistryggt lán heldur upp á lán sem átti að vera í erlendri mynt að hluta til. Þannig var þetta nú markaðssett og auglýst og enn tala SP og Avant um lán í erlendri mynt, ég skrifaði heldur ekki upp á lán í mynteingum, vissi ekki að þannig lán væru einu sinni til. Það er óheimilt að búa til sínar eigin vísitölur sem er líklega ástæðan fyrir því að hinu sanna lánafyrirkomulagi var haldið leyndu fyrir mannskapnum.

Þórdís (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband