Leita í fréttum mbl.is

Inflúensubólusetningar og innlagnir á sjúkrahús

„Það eru marg­ir sem segja að þetta (inflúensubólusetning) virki ekki því þeir hafi samt fengið in­flú­ensu, en bólu­setn­ing­ar eru mis­góðar milli ára og koma ekki í veg fyr­ir smit held­ur draga úr al­var­leg­um ein­kenn­um.“ Svo segir Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir í tengdri frétt.

Eftirfarandi fyrirspurn var send sóttvarnalækni fyrir nokkru varðandi einmitt þetta, til að forvitnast um það hvernig fylgst sé með því hvort bóluefnið komi í veg fyrir eða dragi úr veikindum fólks:

„Heldur embættið eða LSH utan um tölfræði er tengist inflúensubólusetningum og innlögnum sökum flensunnar? M.o.ö. inflúensubólusetningastöðu þeirra sem þurfa að leggjast inn vegna flensunnar, þar á meðal börn?
 
Ef svo, hver er inflúensubólusetningastaða þeirra innlögðu á þessu ári (ef til eru tölur yfir síðustu ár, mættu þær gjarnan fylgja með). Sundurliðað eftir fullorðnum og börnum.

Ef ekki, hvernig er fylgst með því hvort inflúensubólusetningar komi í veg fyrir alvarlega flensutilfelli og /eða innlagnir á sjúkrahús?"

Mun setja svarið inn hér þegar það berst. Sérstaklega er áhugavert að fá svör varðandi börnin, en nýlega hafa foreldrar barna 6 mán. til fjögurra ára verið hvattir til að koma með börn sín í inflúensusprautu, nokkuð sem áður þekktist ekki og ekki heldur að barnshafandi konur væru að fá bólusetningar af einhverju tagi, en nú er sagan önnur. Þær eru hvattar til að fá Covid-sprautur, inflúensusprautur, kíghósta og mögulega einhverjar fleiri sprautur á meðgöngu.



mbl.is Íslendingar ekki duglegir að fara í inflúensubólusetningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. janúar 2025

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband