Leita í fréttum mbl.is

Einn hugrakkasti stjórnmálamaður Bretlands heldur erindi á Íslandi

bridgen

 

Þessi grein birtist á Krossgötum í morgun og endurbirti ég hana hér:

 

Andrew Bridgen, fyrrverandi þingmaður breska Íhaldsflokksins, hefur þegið boð um að flytja erindi á málþingi samtakanna Frelsi og ábyrgð sem haldið verður 11. ágúst n.k. Bridgen var þingmaður frá árunum 2010 til 2024.

Bridgen sem er líffræðingur að mennt er orðinn þekktur fyrir efasemdir sínar um gagnsemi Covid-19 bóluefnanna sem og sýkingar- og smitvarnar og notar hvert tækifæri sem gefst til að vekja athygli á skaðsemi efnanna sem yfirgnæfandi líkur eru á að hafi valdið mikilli fjölgun umframdauðsfalla á Bretlandseyjum ekki síður en hér á landi.

Þessi afstaða Bridgen til bóluefnanna er talin meginástæða þess að honum var vikið tímabundið úr þingflokki íhaldsmanna í janúar 2023 og síðan úr Íhaldsflokknum í apríl sama ár þótt öðru væri borið við. Til þess var tekið, bæði meðal almennings á Bretlandseyjum og víðar um lönd, hvernig þingmenn neðri deildar (Commons) létu sig hverfa úr þingsalnum í hvert sinn sem Bridgen kvaddi sér hljóðs. Væntanlega hafa samtalaðir þingmennirnir ekki áttað sig á að með því uppátæki vöktu þeir athygli á málflutningi Bridgen langt umfram það sem orðið hefði, hefðu þeir setið sem fastast.

Bridgen taldi í fyrstu að brottvikningin úr þingflokknum væri tímabundin. Annað átti eftir að koma á daginn. Aðspurður um aðdraganda brottrekstursins sagði Bridgen að 13. desember 2022 hafi hann í ræðu í neðri deild þingsins greint frá áhyggjum sínum af tilmælum eftirlitsstofnunar með lyfjum og heilbrigðisvörum (MHRA) í Bretlandi þess efnis að Covid bóluefnin yrðu boðin börnum allt niður að 6 mánaða aldri.
Bridgen sagði í ræðu sinni að börnum stafaði ekki hætta af Covid-19 flensunni en hins vegar stafaði þeim hætta af tilraunaefninu, auk þess sem hann sagði bóluefnin valda skaða umfram hugsanlega gagnsemi og vísaði máli sínu til stuðnings í rannsóknargögn Pfizer sem þá voru tekin að birtast samkvæmt dómsúrskurði eftir að mistekist hafði að halda þeim leyndum fyrir almenningi í allt að 75 ár.

„Og það vildi svo vel til að ríkisstjórnin lét ekki verða af þessari áætlun með börnin, en snemma í janúar 2023 setti ég inn færslu á Twitter (nú X) og skrifaði: Eins og einn hjartalæknir sagði við mig, þessar [Covid bólusetningar] eru stærsti glæpur frá því að helförin átti sér stað. Leiðtogar Íhaldsflokksins sögðu þetta vera gyðinga-og kynþáttahatur og hentu mér úr flokknum,“ sagði þingmaðurinn með bros á vör. 

Bridgen hefur sagt frá því að eftir gagnrýni hans á fyrirhugaðar bólusetningar smábarna hefði hann lent á svörtum lista BBC og meginstraumsmiðla því enginn miðlanna hefði lengur sýnt því áhuga að taka við hann viðtal.

Andrew Bridgen er eftirsóttur fyrirlesari á ráðstefnum og þekktur fyrir baráttu sína gegn notkun efnanna og notar hvert tækifæri til að benda á skaðann sem efnin hafa valdið og hættuna af notkun þeirra. Áhugavert verður að hlýða á Bridgen greina frá persónulegri reynslu sinni af baráttunni við áhrifin sem lyfjaframleiðendur hafa á Bretlandseyjum en sem þingmaður þekkir hann ítök lyfjaframleiðenda í pólitíska baklandinu þar í landi.

Fleiri ræðumenn taka til máls

Ásamt Bridgen, verður á málþinginu Catherine Austin Fitts sem starfaði á fjármálmörkuðum Wall Street í áratugi og var einnig aðstoðarráðherra í ríkisstjórn Bush eldri. Hún mun fjalla um hið miðstýrða stafræna fjármálakerfi (CBCD/seðlabankaeyri) sem nú /sé verið er að innleiða á ógnarhraða og þar með sé fjármálafrelsi fólksins stefnt í hættu, m.a. með brotthvarfi reiðufés. Fitts telur að það besta sem við getum gert á þessum tíma sé að styðja við bændur, enda séu bein tengsl á milli yfirráða (control) matvælaframleiðslu og yfirráða (control) fjármála í heiminum.

Þá mun Steinþór Logi Arnarson flytja erindi á málþinginu en hann er formaður samtaka ungra bænda og varamaður í stjórn Bændasamtakanna. Steinþór mun fjalla um stöðu og horfur í landbúnaði á Íslandi og hver næstu framtíðarskref bænda eru.  Leitast verður við að setja stöðuna í samhengi við þá þróun sem hefur átt sér stað og hvað framtíðin gæti borið í skauti sér.

Viðburðinn má finna hér á facebook.

Þ
essi auglýsing mun birtast í Morgunblaðinu 8. ágúst nk.

nymalthinguppfaert11agust


Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Ágúst 2024
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband