Leita í fréttum mbl.is

Hver er tilgangurinn með bólusetningavottorðinu?

passport,,Vott­orðið fá þeir sem hafa lokið bólu­setn­ingu við Covid-19 og geta þeir fram­vísað því á landa­mær­um og orðið því und­anþegn­ir sótt­varn­aráðstöf­un­um í sam­ræmi við regl­ur hlutaðeig­andi lands." mbl.is

Það hefur komið fram að manneskja sem er bólusett geti enn borið smit á milli, hvers vegna þarf hún þá ekki að fara eftir sóttvarnarráðstöfunum? Segjum að hún taki rútuna í bæinn frá Leifsstöð. Þar gæti viðkomandi snert eitt sæti og svo annað þar sem veirurnar skríða um (og ef þetta var London flug þá gæti rútan verið full af Bretum með Brexit veiruna sem er mun meira smitandi en hin afbrigðin) og svo kemur næsta manneskja og snertir sætið og nuddar sér um augun og hún komin með veiruna! Og í stað þess að vera í sóttkví á milli skimana eftir heimkomu þá er bólusetta manneskjan í vinnunni meðal fjölda fólks eða á veitingastöðum að bera veiruna á milli hurðarhúna og kaffibolla og fleira.  

Bólusetta manneskjan gæti verið orðin mun kærulausari eftir að hafa fengið bóluefnið því hún upplifir sig öruggari og verður kærulausari fyrir vikið. Snertir allt og alla! Hún gæti því verið hættulegri en óbólusett manneskja.

Það eina sem gerist eftir þessa bólusetningu miðað við fréttir er að manneskjan sjálf verður ekki eins veik ef hún kemst í snertingu við veiruna.

Auk þess hefur komið fram að mótefnið eftir bólusetningu endist aðeins í nokkra mánuði. Hvað gildir vottorðið lengi?

Skv. nýjustu upplýsingum frá þjónustufulltrúa á netspjalli covid.is þá er ekki vitað hvað vottorðin gilda lengi! 

 


mbl.is Bólusetningarvottorð tilbúin á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. janúar 2021

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband