26.1.2010 | 08:56
Neytendalán í gervigjaldmiðlum
Umræðan um myntkörfulán hefur að miklu leyti snúist um hvort heimilt sé að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla. Ef fleiri fjármálastofnanir en SP Fjármögnun, dótturfyrirtæki Landsbankans, eru með myntkörfur sem eru gervigjaldmiðlar (e. artificial currency) ætti umræðan að snúast í ríkara mæli um það hvort heimilt sé að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi gervigjaldmiðla (reikningseiningar).
SP5 myntkarfa SP Fjármögnunar er með föstum fjölda mynta í hverri einingu og er framsett á þann máta, samkvæmt upplýsingum frá SP Fjármögnun, vegna þess að þegar fyrirtækið ákvað að bjóða upp á myntkörfuna SP5 (40%EUR, 25%USD, 20%CHF, 15%JPY) gat innheimtukerfi fyrirtækisins ekki meðhöndlað lán í svo mörgum myntum og var því brugðið á það ráð að gera myntkörfu með föstum fjölda mynta í hverri einingu og þannig hægt að meðhöndla lán í mörgum myntum sem eina mynt. Fyrirmyndin er sögð Reikningseining Fiskveiðasjóðs Íslands (RFÍ), einnig samkvæmt upplýsingum frá SP Fjármögnun.
Fiskveiðasjóður Íslands hafði sérstaka lagaheimild fyrir þessu útlánafyrirkomulagi og í því tilfelli voru lántakendur upplýstir um lánafyrirkomulagið ólíkt lántakendum SP Fjármögnunar sem var talin trú um að þeir væru að fá lán í erlendum gjaldmiðlum: EUR, USD, JPY og CHF en voru í rauninni að fá lán í SP5, íslenskri gervimynt. Höfuðstóll SP5 lána er í einingum (í íslenskum kr. á lánasamningi) og því lægra sem gengi SP5 var við lántöku, því fleiri einingar skuldar viðkomandi. Þessu mætti líkja við sjóð sbr. fjölda hluta í sjóði.
Eitt þekktasta dæmi um gervigjaldmiðill er SDR (Special Drawing Rights/Sérstök dráttarréttindi) sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) kom á fót árið 1969, stundum nefnt pappírsgull. SDR er ímynduð myntkarfa, samsett úr helstu heimsgjaldmiðlum og er eingöngu notuð við reikningsskil innan AGS.
Hér á landi hefur þetta fyrirbæri aftur á móti verið notað til að veita neytendum lán til bifreiðakaupa! Íslensku lánsfjárhæðinni er umbreytt í SP5 einingar og er skuld lántakandans bundin við gengi þessa gervigjaldmiðils. Í ódagsettri tilkynningu (sett inn í lok okt. 09.) á vef SP Fjármögnunar er reynt að láta menn halda að lán í SP5 einingum jafngildi láni í þeim erlendu gjaldmiðlum sem SP5 myntin er búin til úr. Það er einfaldlega rangt og því skal einnig haldið til haga að það kemur lántakendum ekkert við hvernig lánafyrirtæki fjármagnar sig heldur aðeins hverskonar lán þeir fá frá fyrirtækinu.
Dómur sá er féll í héraðsdómi í máli nr. E-4501/ 2009, 3. desember sl. SP Fjármögnun í vil snéri að láni í JPY og CHF (50/50) þar sem íslensk lánsfjárhæð og afborganir eru beintengd við gengi þeirra erlendu gjaldmiðla. Það lánafyrirkomulag er ekki myntkarfa eða gervigjaldmiðill eins og SP5. Lánasamsetningin JPY/CHF er aftur á móti kölluð BL2 myntkarfa á lánasamningum sem SP gefur út en í raun er um að ræða tvö aðskilin lán. Ekkert skráð gengi er til fyrir BL2 og hreyfingalistar yfir afborganir og greiðsluseðlar fyrir þessa lánasamsetningu eru í gjaldmiðlunum JPY og CHF en fyrir SP5 lánin eru hreyfingalistar og gíróseðlar í SP5. Það er aftur á móti einkennilegt að lán sem er ekki myntkarfa en heitir BL2 myntkarfa á lánasamningi skuli vera dæmt lögmætt fyrir rétti!
Við eigum væntanlega eftir að sjá dómsmál þar sem reynir á hvort lögmætt sé að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við reikningseiningar eða gervigjaldmiðil sem hvergi er skráður með kaup-og sölugengi nema á heimasíðu lánveitandans.Útlánafyrirkomulagið er reyndar svo galið að hvorki Neytendastofa né dómstólar eiga að þurfa að eyða tíma í þessa vitleysu. Það þarf engan lögfræðing til að sjá að þessi lán standast engin lög um neytendalán auk þess sem hér er um að ræða vörusvik. Lánin voru markaðssett hjá bílaumboðum landsins sem lán í erlendri mynt og á SP5 lánsamningum eru t.d. skráð upphafleg prósentuhlutföll (og ekkert um fjölda mynta í körfu") erlendu gjaldmiðlanna sem SP5 er samsett úr, þ.e. eins og hlutföll þeirra voru á stofndegi myntkörfunnar, 5. maí 2004, en ekki eins og hlutföllin voru þegar lánin voru veitt. Það er álíka og að skrá upphaflegt gildi neysluverðsvísitölu á lánasamninga í íslenskri mynt í stað vísitölu þess mánaðar sem lánið er gefið út í.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- Ágúst 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2016
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Nóvember 2014
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
Bloggvinir
- aslaugas
- agny
- annaeinars
- danna
- agustkara
- bookiceland
- contact
- einarborgari
- rlingr
- sagamli
- helga-eldsto-art-cafe
- bofs
- sade
- gusg
- noldrarinn
- hafthorb
- hhbe
- hlf
- diva73
- snjolfur
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- kreppan
- jaj
- islandsfengur
- nonniblogg
- nyja-testamentid
- thjodarskutan
- kristinnp
- loncexter
- marinogn
- sighar
- sigurduringi
- sushanta
- viggojorgens
- vilhjalmurarnason
- thorsteinnhelgi
- valli57
- tbs
Af mbl.is
Erlent
- Engin bein samskipti við sýrlensk stjórnvöld
- Kveikti í konu í neðanjarðarlest
- Segjast hafa varað þýsk yfirvöld við
- Segir að verið sé að svindla á Bandaríkjunum
- Fjórir létust er þyrla flaug utan í sjúkrahús
- Bandaríkjamenn skutu niður eigin herþotu
- Skotið á sama skólann þrisvar á árinu
- Undirritar bráðabirgðafjárlög eftir dramatíska viku
Athugasemdir
Sæl Þórdís
Þetta er alveg kórrett hjá þér, ég sé að SP Fjármögnun hefur fengið pata af þessu hjá þér og því sem þú ert að gera, því þeir hlupu upp til handa og fóta og bjóða nú SP5 körfu þrælunum að breyta bullinu í SP5 körfunni í verðtryggð lán til að losna við bótaskyldu vegna blekkinganna.
Geir (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 09:51
Það er kristaltært að það má hvorki binda verðtryggingu skuldbindinga við erlenda gjaldmiðla né gervigjaldmiðla enda er skýrt á um það kveðið í lögum um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, hvar stendur í 14. gr.:
„Heimilt er að verðtryggja sparifé og lánsfé skv. 13. gr. sé grundvöllur verðtryggingarinnar vísitala neysluverðs“
Dómurinn sem féll í héraði í máli SP. er þar að leiðandi frekar óskiljanlegur og ekki hægt að sjá í fljótu bragði að hvaða lagastoð dómari hallar sér þegar hann dreymir fengna niðurstöðu.
Guðmundur Andri Skúlason, 26.1.2010 kl. 23:16
Tilbúin lagaóvissa af bestu gerð.
Óréttmæt auðgun af skýrustu gerð. Þessi fyrirtæki ættu að hafa vit á að semha strax við lántakendur sína og færa lánin yfir í löglega lánasamninga. Þeirra bíður flóð af lögsóknum. Og skaðabótaskylda. Þessi fyrirtæki gætu lámarkað skaða sinn með því að fara að kröfum lántaka.
Vilhjálmur Árnason, 27.1.2010 kl. 00:22
Sæl Þórdís,
Ég við byrja á að taka fram að ég er hjartanlega sammála þinni túlkun á eðli lána SP, að þau séu gervilán. Mig langar hins vegar að velta fram þeirri spurningu hvort að þessi téðu "erlendu" lán, myndu ekki flokkast sem gjaldeyrisviðskipti, væru þau lögleg? Sem sagt, SP tekur að eigin sögn lán í erlendri mynt frá Landsbankanum, og skiptir því í íslenska krónu (fyrir hönd lántakandans) til að borga seljanda vörunnar söluverðið semm uppgefið er í íslenskum krónum. Að skipta erlendum gjaldeyri í innlendan er samvæmt skilgreiningu laga um gjaldeyrismál frá 1992, gjaldeyrisviðskipti.
Samkvæmt nýjum upplýsingum sem ég hef frá FME tekur starfsleyfi SP ekki til 7. töluliðar 20.gr laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtækji sem tekur einmitt á leyfi lánafyrirtækja til: "Viðskipta fyrir eigin reikning eða fyrir viðskiptavini með: b. erlendan gjaldeyri,..... Því spyr ég ef lánin væru lögleg hefur ekki SP brotið gegn starfsleyfi sínu?
Að síðustu varðandi greiðslujöfnunina sem SP býður upp á. Ef sótt er um greiðslujöfnun sendir SP viðskiptavinum sínum bréf þar sem tilgreindar eru skilmálabreytingar lánsins. Einn skilmálinn segir: ".....Lánið er eftir sem áður í erlendri mynt." Skv. lánssamningi er það í íslenskum krónum! Síðar í sama bréfi er tilgreind skipting lánsins í upphæðum erlendu myntana reiknað á gengi lántökudags en staða lánsins við greiðslujöfnun á núverandi gengi. Þarna er verið að nýta sér greiðsluvandræði heiðarlegs fólks og réttaróvissu út frá nýgengnum dómi í héraði og plata fólk til að viðurkenna að lánið sé í erlendri mynt. Dæmalaust! Einnig spyr ég, hvers vegna þarf að taka fram í lánssamningi að "erlent" lán sé gengistryggt??? væri það ekki svo sjálfkrafa ef það er í erlendri mynt? Mótsagnirnar eru endalausar.
Að Neytendastofa og FME hafi ekki gert athugasemdir við framferði SP (og annarra) er með ólíkindum.
Elli (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 00:27
Löggjafinn er ekki í neinum vafa í athugasemdum sínum við frumvarp til laga um vexti og verðtryggingu:
Um 13. og 14. gr.
Í 13. gr. frumvarpsins er fjallað um gildissvið kafla um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár.... ... ...
Í 1. mgr. er lagt til að heimildir til að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla verði felldar niður.... ... ...
Samkvæmt 13. gr. og 1. mgr. 14. gr. frumvarpsins verður ekki heimilt að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Er talið rétt að taka af allan vafa þar að lútandi.
Þetta frumvarp var samþykkt án breytinga á 13. og 14. greinum, og varð að lögum nr. 38/2001. Getur það orðið eitthvað skýrara?
Guðmundur Ásgeirsson, 29.1.2010 kl. 03:40
Guðmundur, SP5 er ekki erlendur gjaldmiðill.
Þórdís (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 09:00
Það ætlar seint að komast inní kollinn á fólki að SP5 er ekki gjaldmiðill sem nota skal í bílaviðskiptum eins og SP Fjármögnun hf gerir, heldur....En þessar skýringar eru fengnar af Vísindavefnum og ættu að svara þessu.
Spurning
Hvað þýðir SDR í gengisskráningu og hvernig er gengi þess fundið?
Svar
SDR er skammstöfun á reiknieiningu sem Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn (e. International Monetary Fund, IMF) notar. Á ensku er fullt heiti Special Drawing Rights og hefur það verið þýtt sem sérstök dráttarréttindi á íslensku. Gildi SDR er reiknað út frá gengi tiltekinnar körfu þeirra gjaldmiðla sem helst eru notaðir í milliríkjaviðskiptum. Sjóðurinn notar þessa einingu í viðskiptum sínum en einnig er stuðst við hana í ýmsum öðrum viðskiptum, einkum þó milli ríkisstjórna, seðlabanka og alþjóðastofnana.
"en ekki í bílasölu, mitt innskot"
Körfunni er breytt af og til og var það síðast gert 1. janúar 2001. Nú er karfan þannig reiknuð að Bandaríkjadalur vegur 45%, evran 29%, japanska jenið 15% og sterlingspundið 11%. Þegar þetta er skrifað, í febrúar 2002, kostar hvert SDR um 126 krónur íslenskar.
Nafnið sérstök dráttarréttindi er þannig til komið að aðildarþjóðir Alþjóða gjaldeyrissjóðsins hafa rétt til að fá fé frá sjóðnum undir ákveðnum kringumstæðum, það er hafa rétt til að draga fé út úr sjóðnum. Hve mikið hver þjóð getur fengið eða dregið út er reiknað í fyrrgreindum einingum og þess vegna eru þær kenndar við dráttarréttindi.
Geir Birgir (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 15:47
"SP5 er ekki gjaldmiðill" - Þess þá heldur! Útreikningur myntkörfunnar byggist a.m.k. á gengi erlendra gjaldmiðla.
Guðmundur Ásgeirsson, 29.1.2010 kl. 15:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.