Leita í fréttum mbl.is

Svíþjóð gerir hlé á AstraZeneca bólusetningu!

,,Alls hafa 5.900 skammt­ar af bólu­efni verið flutt­ir til Íslands á síðustu dög­um og til stend­ur að nota þá alla til að bólu­setja for­gangs­hópa 2, 3, 4 og 6 í næstu viku sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá embætti land­lækn­is."

Á tveimur stöðum í Svíþjóð hefur verið gert hlé á bólusetningum með AstraZeneca vegna fjölda alvarlegra aukaverkana
Sama virðist vera upp á teningnum í Frakklandi og Ítalíu.

Útvarp Saga sagði einnig frá. Hverjum á að bjóða þessa næstu skammta? Hver vill verða veikur til þess að verða ekki veikur? Hér á landi eru engin smit í gangi og líkur á að heilbrigð manneskja veikist illa af C19 eru litlar. Það segir meira að segja Alþjóðaheilbrigiðsstofnunin.

Ungt og heilbrigt fólk hefur ekkert við þetta tilraunabóluefni að gera. Hér er verið að taka óþarfa áhættu á heilsu fólks. Ef yfirvöld áttu ekki von á miklu veikindum hér heima eftir bólusetningar eins og þó er raunin með sjúkraflugninga-, slökkviliðsmenn og starfsfólk hjúkrunarheimila - hvað vita þau þá um langtímaáhrif á lítt prófuðu bóluefni? Svarið er: ekki neitt!

Munum að þetta snérist alltaf um að verja ungu og viðkvæmu hópana. Þegar þeir hafa verið bólusettir ætti upphaflega markmiðinu að hafa verið náð. 


mbl.is 2.400 skammtar frá AstraZeneca bárust í morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Treystum vísindamönnum!

,,Rann­sókn á áhrif­um bólu­efn­is Oxford-AstraZeneca á börn hefst í Bretlandi síðar í mánuðinum, þar sem 300 sjálf­boðaliðar munu taka þátt."

Þarna eru fremstu vísindamenn í heimi á ferðinni og þeim ber því að treysta!! Þeir eru reyndar að rannsaka lyf á hópum sem  veikjast lítið sem ekkert af Covid,en hvað! 

Væri áhugavert að vita hvaða börn eru send í svona rannsókn, eru það börn fátækra sem fá kannski eitthvað greitt fyrir?

Hér er hægt að sækja um þátttöku.


mbl.is Bóluefni AstraZeneca prófað á börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menn að leika sér með ófullprófuð lyf!

astraz,,Eitt­hvað var um að draga þyrfti úr þjón­ustu hjúkr­un­ar­heim­ila á höfuðborg­ar­svæðinu í gær. Or­sök­in er veik­indi starfs­fólks í kjöl­far bólu­setn­ing­ar sem það fékk dag­inn áður."

Fékk sjálf fréttir af því, að hálfgert neyðarástand hafi skapast á hjúkrunarheimili í Reykjavík, nánast allt starfsfólkið veikt eftir sprautuna.

Þetta sýnir að menn vita lítið hvað þeir eru að gera. Að sprauta framlínustarfsfólk eins og það er kallað á sama tíma með tilraunabóluefni. Ef yfirvöld hefðu átt von á þessum miklu veikindum hefði starfsfólkinu að sjálfsögðu verið skipt niður í smærri hópa. Og ef yfirvöld vissu þetta ekki, vita þau þá hver langtíma áhrifin verða? Þessi hollenski læknir (nei hún er ekki "anti-vax" - bara fagmenneskja sem lætur sig heilsu fólks varða) biður fólk að kynna sér hvað mRNA bóluefni eru og að þeim fylgi hætt á þróun sjálfsónæmis.

Þeir segja síðan að þetta sé allt eðlilegt og sé eins og með mörg önnur flensubóluefni til dæmis. Já er það? Þekkið þið dæmi þess að stór hluti starfsfólks hafi ekki mætt til vinnu daginn eftir fjöldabólusetninga gegn flensu? Það var stundum einn og einn sem veiktist en aldrei þannig að það hafi skapast hálfgert neyðarástand á vinnustað vegna veikinda!


mbl.is Draga þurfti úr þjónustu eftir bólusetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. febrúar 2021

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband