Leita í fréttum mbl.is

Saga úr Foss fangabúðunum - móðir og dóttir snúa heim eftir jarðarför í Serbíu!

branka

Ég sá þessa færslu á facebook, þekkti konuna og benti á lögmann sem nú hefur sent málið til dómstóla. Bað hana líka um að senda mér söguna sem má lesa hér:

Þann 26. mars fór ég til Serbíu með dóttur minni til að jarða móður mína. Ég þurfti að fara, burt séð frá Covid. Ég er eina barnið hennar. Þegar við fórum utan höfðu núverandi reglur ekki tekið gildi.

   Allt sem þurfti til að komast til Serbíu var neikvætt PCR próf, engar takmarkanir, sóttkví eða einangrun. Auðvitað eru einhverjar reglur þar líka og útförin fór fram með nánustu fjölskyldu okkar.

   Eftir fimm erfiða daga í Serbíu komum við heim til Íslands, eða það héldum við. Við gátum varla beðið eftir að hvíla okkur, bæði andlega og líkamlega. Ég bjóst við sóttkví heima og var tilbúin í það.

  Heimferðin frá Serbíu var í gegnum Pólland. Til að koma til baka þurftum við að fara í annað PCR próf, sem var neikvætt. Þegar við lentum á Keflavíkurflugvelli var fyrirkomulagið allt annað en vanalegt. Við fórum í annað PCR próf og síðan í vegabréfaeftirlitið, þar sem verðirnir settu rauðan pappír í vegabréfið okkar eftir stutta yfirheyrslu og sögðu okkur að sýna lögreglunni. Ég var svolítið hissa á því að blanda þyrfti lögreglunni í málið. Við fórum að útganginum og það var sjokk; örvar, rými girt með af með böndum, lögregla og starfsmenn klæddir Covid - búnaði. Þeir vísuðu okkur hvert við ættum að fara, leiðin lá beint að rútunni. Þegar við fórum út hélt ég að þetta væri rúta sem færi á BSÍ en það var ekki þannig. Alla leiðina keyrðu tveir lögreglumenn á mótorhjólum á undan okkur. Þeir keyrðu okkur að Foss hótelinu. Mér leið ekki vel þegar ég sá það. Fyrir framan hótelið voru held ég hvorki meira né minna en tíu lögreglumenn og margir starfsmenn sem fylgdu okkur inn á hótelið. Bæði dóttir mín og ég vorum í áfalli. Hvað er að gerast? Eins og í bíómynd, eins og við værum stórglæpamenn. Í lyftunni máttum við ekki ýta sjálfar á hnappinn fyrir 9. hæðina.  Þeir gerðu það fyrir okkur. Ég var skjálfandi og trúði þessu ekki. Og dyrunum að herberginu okkar var lokað klukkan tvö um nóttina.

  Við stóðum þarna og litum á hvor aðra, lögðum ekki töskurnar niður strax. ,,Þetta hljóta að vera einhver mistök“ hugsaði ég. Við trúðum þessu ekki. Og svo streymdu niður tár, tár og tár allt til morguns. Við fórum á fætur um átta leytið. Okkur var kalt. Við vorum ekki með hlý föt, við fórum til Serbíu með léttan fatnað. Við vorum ekki einu sinni svangar. Við vorum meðvitaðar um að vera lokaðar inni.

 Við fengum tilkynningu um neikvæða niðurstöðu úr PCR prófunum sem tekin voru í Keflavík.

 Ég fann númerið hjá Rauða Krossinum á netinu. Ég hringdi í þá og bað um leyfi til að fara heim. Við búum bara tvær saman heima, ég og dóttir mín og erum þar af leiðandi ekki að setja aðra í hættu. Starfsmaður Rauða Krossins segir mér að hringja í hótelstarfsmennina. Ég hringdi en svarið var, nei! Eftir smá tíma hringi ég aftur til að spyrja hvort við mættum fara aðeins út til að fá ferskt loft og aftur er svarið, nei!. Okkur líður hræðilega. Lokaðar inni, enginn réttur til að fá að fara heim og enginn réttur til að anda að sér fersku lofti. Tilfinningarnar hrannast upp, þær tilfinningar sem við komum með okkur eftir jarðarför móður okkar og þær sem við erum að upplifa núna.

Dóttir mín vill ekki borða, ég reyni að vera sterk og reyni að sýna henni þann styrk sem hún þarf, en ég er máttlaus."


mbl.is Telja sóttvarnalög og stjórnarskrá brotna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Þetta er svakalegt. Ef lögfræðikostnaður fer úr böndunum hér þá þarf að setja saman fjáröflun.

Geir Ágústsson, 3.4.2021 kl. 14:58

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Þetta er bara algjörlega komið úr böndunum.

Þvílíkt rugl sem þetta er orðið og sér ekki fyrir

endann á vitleysunni því þingheimur tekur þátt í

þessari rugli. Svo virðist frá því þetta fár hófst,

að frá fyrstu bylgju, þá virðist ekkert að marka það sem

var sagt þá. Ef fram sem horfir, þá verður þetta eilífðar vandamál

og nú þegar er ríkisstjórninn á góðri leið með að rústa heilli

kynslóð af börnum, s.n.b var og er EKKI í hættu.

Endalausar breytingar og bara til hins verra.

Sigurður Kristján Hjaltested, 3.4.2021 kl. 15:46

3 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Hvað segir þetta okkur um PCR prófin? Ekki rassgat að marka þau sbr. sögun. Farið með fólkið eins og holdsveikissjúklinga.

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 3.4.2021 kl. 15:59

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Geir.

Engar áhyggjur. Þóknun verjanda greiðist úr ríkissjóði.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.4.2021 kl. 16:15

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það gæti orðið fleira en laun verjenda sem skattgreiðendur þyrfti að greiða þegar upp verður staðið.

Þetta er álíka siðlegt og loka alla þá inni sem koma til landsins og eru nægilega vel á sig komnir til að geta hugsanlega drepið mann.

Er ekki rétt að bakka með þetta og að rifja upp hvernig fór með stjörnugjöfina í þriðja ríkinu?

Magnús Sigurðsson, 3.4.2021 kl. 17:00

6 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Við sjáum enn á ný að stjórnvaldsaðgerðir valda meiri skaða en sjálf kórónuveiran. Að fara með saklaust fólk eins og illvirkja er stjórnvöldum til skammar, svona má þetta ekki vera.

Tómas Ibsen Halldórsson, 3.4.2021 kl. 17:18

7 identicon

Voruð þið ekki búin að frétta að Íslandi, ásamt öllum
hinum vesturheimsku ríkjunum, var FYRIRSKIPAÐ
árið 2018 að kaupa þessi PCR-próf í massavís...

(ekki prentvilla, TVÖ-ÞÚSUND OG ÁTJÁN)

Á vörureikningnum stendur meira að segja: vegna COVID 19 !

Auðvitað væri hægt að leggja til langsótta skýringu á þessum
undarlegheitum, en við viljum auðvitað ekki hrapa að
einhverjum samsæriskenningum, er það nokkuð ?

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 3.4.2021 kl. 18:18

8 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Jú Björn, hef svo sannarlega séð það margoft, líka planið frá World Bank, en á meðan þetta kemur ekki á Reuters eða Rúv, þá telst það ekki sannleikur, hefurðu horft á Event 201 á heimasíðu John Hopkins?
en hér þetta:
https://www.facebook.com/photo/?fbid=10159223596479485&set=a.423792394484

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 3.4.2021 kl. 18:30

9 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

og hér:
https://laegemiddelstyrelsen.dk/~/media/F263DC1D360C4DC8AD6FF349559631FB.ashx?fbclid=IwAR06coDyCQjVreVc5Di0lJJUuMt6qxDu21LE1D_zRP2n5gJtWeXqEAnlAow

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 3.4.2021 kl. 18:35

10 identicon

Guð hjálpi þér ef þú trúir á Rúv og Reuters..,
best þá að panta bólusetningu hjá Sótta strax á morgun

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 3.4.2021 kl. 18:53

11 identicon

Það er frekar ónærgætið að líkja dvöl á hóteli í 5 daga við fangabúðir, þá sérstaklega fyrir fólk sem hefur lifað af martröðina sem fylgir að búa í alvöru fangabúðum, þú ert á næs hóteli með allt til taks. Þetta sökkar já en við höfum það miklu betra en flestir.

Rebekka (IP-tala skráð) 4.4.2021 kl. 11:16

12 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Rebekka, fólkið er svipt frelsi og réttindum og fær ekki að fara út af herberginu, ekki út undir bert loft. Það er verra en í fangelsi. Þar fá menn útivistartíma.  

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 4.4.2021 kl. 11:40

13 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Greinilegt að höfundur er enn ekki búinn að afskrifa Trumpismann.

Þýðir lítið að rökræða við höfund um sóttvarnir og þann heimsfaraldur sem nú gengur yfir fyrir flest okkar sem höfum snefil af skynsemi en til að bera.

Höfundi er auðvitað frjálst að hafa sýna skoðun, læt mér fátt finnst um það sem þar kemur fram, frekar en annað misgott léttefni.

Hinir sem byggja sína afstöðu og staðreyndum, tölum og tölfræði sjá auðvitað hlutina í samhengi og fá þá útkomu að hér þarf að verja samfélagið okkar fyrir því árreiti og álagi sem margir missjúkir einstaklingar ganga í gegnum þegar þeir veikjast af því að fá Kórónavírusinn.

Þvi miður eru dæmin of mörg af þeim alvarlegu eftirköstum sem þeim vírus fylgir sem hann fá, að höfundur geti reynt að eins og rjúpan við staurinn, að hafna þeirri stöðu sem heimsfaraldurinn er að kosta okkar samfélög og önnur til.

Þeirri stöðu er hægt að verjast með því að loka landinu og setja þá sem hingað þurfa að koma vegna nauðsynlegra ástæðna, í sóttvarnarhús, þar sem sýnt þykri að of mörgum er ekki treystandi fyrir þvi að bera ábygrð, á sjálfum sér.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 4.4.2021 kl. 13:37

14 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Sigfús, ég svara svona Biden-grímukörlum eins og þér þessa dagana, helst með þvi að vísa í landlækni Breta sem einnig er faraldsfræðingur, lýsing hans á "drepsóttinni" er ofarlega í þessari færslu. Og hefurðu skoðað dánartölur Hagstofunnar fyrir 2020?
https://thordisb.blog.is/blog/thordisb/entry/2263152/

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 4.4.2021 kl. 14:00

15 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ég kýs hinsvegar að meta stöðuna út frá nokkrum staðreyndum.

En ef höfundur kýs að velja eitt tiltekið dæmir frá landlækni UK,sem gefið var út í miðjum mai 2020, í upphafi faraldursins sem kostað nú um 129.000 manns lífið en þegar þegar þessi tiltekna yfirlýsing var birt var það nærri 4-föld lægri tala.

Þykist viss um að sami maður sé með aðra sýn á málið, sbr hans sýn á þá hættu sem enn vofir yfir vegna C-19, hvað sem höfundur masar :https://bit.ly/3uz2IPV

Svo er gott til þess að vita að UK er nú nýverið að byrja að koma úr lengsta "lockdown" í langan tíma og um leið og forsætisráðherra þess lands minnir á að hafa lokun landamæra sem þéttasta og boða bann á ferðir landsmanna til erlendra landa. 

Hvers vegna væri það ? Tll að styðja innlenda framleiðslu ? Til að auka neyslu á köldu vatni ?

Neibbs.....það er nefnilega út af dotlu.

H0fundur þarf að hugsa skýrar.

Yfir og út.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 4.4.2021 kl. 14:24

16 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Skilgreining WHO er mjög svipuð og lýsing Whitty´s, hún hefur ekkert breyst. Hún var líka í færslunni. Aðgerðirnar undanfarið ár er svo allt annað mál, þær virðast oft í engu samhengi við hættuna. Þú getur t.d. skoðað Bandaríkin, sum fylki með slakar aðgerðir og enga grímuskyldu, meðan önnur eru með mjög harðar aðgerðir, fyrst þú nefnir lockdown.

Hættan af veirunni er eitt, aðgerðirnar eru annað. Sjá t.d. samanburð Florida og Kaliforniu. Svo er bara fínt að skoða dánartölur hér heima, sem voru ekki hærri fyrir árið 2020 en árin á undan, er þetta ekki sami sjúkdómurinn alls staðar?

https://thordisb.blog.is/blog/thordisb/entry/2262304/



Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 4.4.2021 kl. 15:06

17 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

p.s. Ef faraldurinn væri svona hættulegur eins og þú vilt meina, hvers vegna endurspeglar hegðun fólks ekki hættuna?
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/04/04/stappfullir_naeturklubbar_i_mexiko/

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 4.4.2021 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband