Leita í fréttum mbl.is

Má sem sagt alltaf reyna að brjóta lögin?

Ef lögleg verðtrygging verður sett í staðinn fyrir ólöglegu verðtrygginguna eru skilaboðin þau að það má reyna að brjóta lög (fyrirtækin vissu að þetta væri ólöglegt og lögðu því til að lögum um vexti og verðtr. yrði breytt árið 2001) og hagnast á ólöglegan hátt. Ef það gengur ekki upp, þá verður lögbrjótunum reddað! Fyrirtækjunum var nær að brjóta lögin og stunda ólöglegar vörslusviptingar (fjármögnunarfyrirtækin) og uppskera því eins og þau sá. Þar að auki eru þau bullandi sek um blekkingar í viðskiptum, lánin voru ekki erlend eins og þau voru markaðssett. Fjármögnunarfyrirtækin stunduðu líka nótulaus viðskipti, þúsundir sölureikninga vantar í bókhald SP og Avant og eins bjuggu þau til „skatt" ofan á ímyndaðan kostnað. Sem sagt, stálu í nafni skattsins.  Réttast væri að loka sjoppunum og hefja á þeim rannsókn.


mbl.is Vill verðtryggingu á lánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Vel skrifað og segir allt sem segja þarf, annars getur ríkið reynt að breita mínu ólöglega láni í eitthvað annað, það er ólöglegt nema með minu samþykki og það mun ég kæra.

Sævar Einarsson, 22.6.2010 kl. 10:41

2 identicon

Braut ég engin lög er ég tók þetta ólöglega lán, bara sá sem veitti það?

Björn I (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 11:26

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Fjármálafyrirtækin bera að sjálfsögðu ábyrgðina, ekki lántakendur. Þau höfðu algjöra yfirburðastöðu og útbjuggu sjálf lánasamningana einhliða með hóp lögfræðinga sér til aðstoðar. (Hver er ábyrgð lögfræðinganna?) Að ætla að skella skuldinni á lántakendur er eins og að segja þeim sem keyptu nýjar Toyotur, sem reyndust gallaðar, að þau hefðu sjálf átt að kynna sér ástand bílanna.

Reyndar má ekki undanskilja ábyrgð Fjármálaeftirlitsins sem leyfði þessu að viðgangast, Seðlabankans og viðkomandi ráðherra.

Sigurður Hrellir, 22.6.2010 kl. 11:44

4 identicon

Nei Sigurður Hrellir, þetta er eins og að gera þá kröfu að fjárráða einstaklingur sem skrifar undir samning upp á hundruði þúsunda vegna bílakaupa kynni sér samninginn. Er til of mikils mælst? Eða hví er fyrst kvartað núna? Væru þessi málaferli ef krónan hefði í raun styrkst en ekki veikst? Hvernig yrði fjallað um þetta ef hin hliðin á peningnum hefði komið upp og fjármálafyrirtækju reyndu nú að svína á almenningu með sömu glufu og almenningur svínar á fjármálafyrirtækjum í dag?

Blahh (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 12:22

5 identicon

Blahh, í fyrsta lagi voru það fyrirtækin sem fóru í mál við lántakendur.

Í öðru lagi, var logið af lántakendum, þeim sagt að þeir væru að fá lán í erlendri mynt sem er ekki ólögmætt.

Fyrirtækin eru eftirlitsskyldar stofnanir og því eiga neytendur að geta treyst því að verið sé að bjóða þeim lögmæta vörur. Í mínu tilfelli, fékk ég t.d. „sérkjör" hjá SP fjármögnunun þ.s. að ég var „vildarvinur" Landsbankans, sem átti þá helming í SP (og nú 100%). Hef verið í viðskiptum við Landsbankann frá fæðingu og því átti ég kannsk ekki beint von á að það væri verið að blekkja mig og reyna að svíkja út úr mér fé.

Þórdís (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 12:36

6 identicon

En þetta er samt augljóslega hártogun sem lántakendur nýta sér nú þar sem þeir hagnast gríðarlega á því. Það er enginn eðlismunur á gengistryggingu (hvort heldur sem er með reiknaðri vigt eða vísitölunni sem þú nefnir) eða erlendu láni, kemur niður á það sama. Rétt er það að gengistryggð lán eru ólögleg en allt tal um fjárdrátt, að hafa fé af einhverjum eða svíkja út fjármuni af grandlausum skuldurum er út í hött.

Blahh (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 13:47

7 identicon

,,Blahh, í fyrsta lagi voru það fyrirtækin sem fóru í mál við lántakendur."

Má ég fá að efast um þessa fullyrðingu? Það voru vissulega lánveitendur sem áfrýjuðu til hæstarréttar en ég er nokkuð viss um að málið hafi byrjað hjá lántakanda nokkrum.

Blahh (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 13:48

8 identicon

Blahh, Málið er tilkomið vegna þess að lánastofnun kærði skuldara sem vildi láta reyna á (sem reyndist rétt) ÓLÖGLEGA skilmála lánastofnunarinnar. 

 Það er einnig alrangt að það sé enginn munur á gengistryggðu láni (borguðu út í ISK og upp í ISK) og erlendu beinu láni (borguðu út í erlendri mynt og væntanlega með uppgreiðslu í þeirri mynt). Annað er ólölegt miðað við hæstarétt og hitt er löglegt og hefur verið lengi.  Leyfi þér að reyna að fatta hvað er hvað.

Hérna er einnig enginn að tala um að einhver sé að hagnast, samkvæmt lögum þá stendur þú sem tókst gengislán uppi með höfuðstólinn og ofan á það LIBOR vextina með vaxtaálagi (eins og bankarnir). Einfalt og enginn græðir.

Vill einnig benda á það að það voru bankarnir sem handstýrðu genginu niður allt frá snemma á árinu 2006 til að græða á kostnað almennings.  Mæli með því að þið lítið á gengislínurit frá þessum tíma þar sem sést að í kringum 16 - 18 hvers mánaðar kemur stökk í genginu dagana sem lánastofnanir reiknuðu upp gengislánin sem fellur svo niður aftur.  Svona gekk þetta í 25 mánuði, án undantekninga fram að hruni. 

Segið svo Greyið lánastofnanirnar!

Saemundur (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 14:16

9 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Blaah (hvers vegna skrifarðu ekki undir nafni - eitthvað að fela?)

Í SP málinu áfrýjaði lántakandi (stefndi) til hæstaréttar.  Í fyrra málinu áfrýjaði stefnandi (Lýsing) til hæstaréttar.

Fjársvik kallast það að hafa fé af fólki - fólki var seld erlend lán en um var að ræða lán í heimatilbúnum óskráðum gerivmyntum, dæmi Sp5 og Av1 og Av3. Lánafyrirkomulaginu sem var í mynteiningum var haldið leyndu fyrir lánþegum, ekki orð um það á samningi eða heimasíðum fyrirtækjanna.

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 22.6.2010 kl. 14:29

10 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Blaah (hvers vegna skrifarðu ekki undir nafni - eitthvað að fela?)

Í SP málinu áfrýjaði lántakandi (stefndi) til hæstaréttar.  Í Lýsingarmálinu áfrýjaði stefnandi (Lýsing) til hæstaréttar. Fyrirtækin stefndu í báðum tilfellum.

Fjársvik kallast það að hafa fé af fólki - fólki var seld erlend lán en um var að ræða lán í heimatilbúnum óskráðum gerivmyntum, dæmi Sp5 og Av1 og Av3. Lánafyrirkomulaginu sem var í mynteiningum var haldið leyndu fyrir lánþegum, ekki orð um það á samningi eða heimasíðum fyrirtækjanna.

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 22.6.2010 kl. 14:43

11 identicon

Ég keytpi bíl af Toyta og borgaði inn á kaupin 3 milljónir kr en tók að láni 1,5 milljón hjá SP- fjármögnun. Á öllum pappírum við frágang kaupanna var SP- fjármögnun skráð fyrir 4.5 milljóna viðskiptum hjá Toyota, þó þeir hefðu sannanlega ekki lagt fram þá fjárhæð. Óeðlilegt í hæsta máta og þegar ég gekk eftir því hvernig fyrirtækið skráði þessi " viðskipti" í sitt bókhald, heilar þrjár milljónir sem það lagði ekki fram, var svarið að þetta væri alltaf gert svona. Málið gekk of langt til þess að ég gæti rift þessu og hef því orðið að sætta mig við það að minn hlutur í greiðslunni " hvartf" í hendur SP. Bókhaldið..... hvernig færði fyrirtækið þennan gjörninga, örugglega í þúsunda vís ????

Kristján (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 16:22

12 identicon

Kristján, fékkstu sölureikning fyrir bílnum sbr. lið V í kaupleigusamningi SP?

Þórdís (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband